Sigursæll borgarstjóri Búdapest ætlar að mynda mótvægi við Viktor Orbán Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. október 2019 07:30 Gergely Karacsony, nýr borgarstjóri í Búdapest. Nordicphotos/Getty „Við höfum eytt goðsögninni um að Fidesz sé ósigrandi og þetta hefur gríðarleg áhrif fyrir allt landið,“ sagði Gergely Karacsony, nýr borgarstjóri í Búdapest, í viðtali í gær. Karacsony vann óvæntan sigur í kosningum á sunnudag og lagði Istvan Tarlos að velli, en hann hefur verið borgarstjóri síðan 2010 fyrir Fidesz, harðlínu hægriflokk forsætisráðherrans Viktors Orbán. Alls sigraði stjórnarandstaðan í 10 af 23 stærstu borgunum. Karacsony, sem tekur við embætti í dag, hefur heitið því að mynda mótvægi við ríkisstjórnina út á við og gagnvart Evrópusambandinu, í samstarfi við Rafal Trzaskowski, hinn frjálslynda borgarstjóra Varsjár. Fidesz og Lög og réttlæti, stjórnarflokkarnir í Ungverjalandi og Póllandi, hafa verið tregir og ögrandi gagnvart Evrópusambandinu á undanförnum árum. Á fyrsta embættisdegi sínum ætlar Karacsony að senda Orbán bréf um samstarf á ýmsum sviðum. Hann segist vilja gott samstarf við ríkisstjórnina en ef sá vilji er ekki gagnkvæmur sé hann ekki hræddur við átök. Í sumum málaflokkum verði honum ekki haggað, svo sem í umhverfismálum og mannréttindamálum. Fidesz-liðar tóku ósigrinum illa og hafa þegar hafið rógsherferð gegn Karacsony. Segja þeir að hann hafi unnið kosningarnar á atkvæðum frá útlendingum. Orbán sjálfur hefur hins vegar reynt að gera lítið úr úrslitunum og bendir frekar á kosningatölur í dreifbýlinu þar sem Fidesz gekk betur. Birtist í Fréttablaðinu Ungverjaland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
„Við höfum eytt goðsögninni um að Fidesz sé ósigrandi og þetta hefur gríðarleg áhrif fyrir allt landið,“ sagði Gergely Karacsony, nýr borgarstjóri í Búdapest, í viðtali í gær. Karacsony vann óvæntan sigur í kosningum á sunnudag og lagði Istvan Tarlos að velli, en hann hefur verið borgarstjóri síðan 2010 fyrir Fidesz, harðlínu hægriflokk forsætisráðherrans Viktors Orbán. Alls sigraði stjórnarandstaðan í 10 af 23 stærstu borgunum. Karacsony, sem tekur við embætti í dag, hefur heitið því að mynda mótvægi við ríkisstjórnina út á við og gagnvart Evrópusambandinu, í samstarfi við Rafal Trzaskowski, hinn frjálslynda borgarstjóra Varsjár. Fidesz og Lög og réttlæti, stjórnarflokkarnir í Ungverjalandi og Póllandi, hafa verið tregir og ögrandi gagnvart Evrópusambandinu á undanförnum árum. Á fyrsta embættisdegi sínum ætlar Karacsony að senda Orbán bréf um samstarf á ýmsum sviðum. Hann segist vilja gott samstarf við ríkisstjórnina en ef sá vilji er ekki gagnkvæmur sé hann ekki hræddur við átök. Í sumum málaflokkum verði honum ekki haggað, svo sem í umhverfismálum og mannréttindamálum. Fidesz-liðar tóku ósigrinum illa og hafa þegar hafið rógsherferð gegn Karacsony. Segja þeir að hann hafi unnið kosningarnar á atkvæðum frá útlendingum. Orbán sjálfur hefur hins vegar reynt að gera lítið úr úrslitunum og bendir frekar á kosningatölur í dreifbýlinu þar sem Fidesz gekk betur.
Birtist í Fréttablaðinu Ungverjaland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira