Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. október 2019 21:15 Leifur segist vera eðlilegur fjölskyldufaðir og hamingjusamlega giftur en hann geti ekki hugsað sér að neyta sér um kynlíf með öðrum karlmönnum. Getty „Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að“ segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum.Makamál birtu fyrir nokkru hugleiðingar lesanda um óhefðbundið framhjáhald þar sem hann segir frá því að kærasta hans hafi viljað opna samband þeirra og stunda kynlíf með konu. Í þessum pistli velti lesandinn fyrir sér af hverju honum hafi fundist kynlíf milli tveggja kvenna ekki eins alvarlegt eins og ef hún hefði viljað stunda kynlíf með öðrum karlmanni.Út frá þessum punkti barst okkur annað bréf frá karlkyns lesanda sem segir frá þrá sinni til þess að stunda kynlíf með körlum þrátt fyrir að vera giftur konu. Viðmælandinn, sem við köllum hér eftir Leif, óskaði nafnleyndar. Hvernig myndir þú skilgreina þig og þína kynhneigð? Ég er eðlilegur fjölskyldufaðir að slaga í fertugt, hamingjusamlega giftur í góðu sambandi og með nokkur börn á framfæri. Kynlíf okkar hjóna hefur alltaf verið skemmtilegt, opið og fjölbreytt. Jafnt innávið sem útávið erum við eins og hin fullkomna fjölskylda.Leifur segist hafa byrjað að gæla við þá hugmynd að að stunda kynlíf með karlmönnum þegar hann var að nálgast tvítugt en segist þó ekki hafa verið tilbúinn að opna sig um það þar sem hann segist hafa verið steríótýpan af „straight“ karlmanni og ekki vera viss í hvora áttina hann sveiflaðist.Ég gekk lengi með þessa hugmynd í maganum og prófaði nokkrar af íslensku stefnumótasíðunum án þess að hitta nokkurn. Mér þótti yfirleitt svo óþægilegt að hitta einhvern sem ég ætti séns á að hitta svo úti á götu þar sem ísland er svo lítið land. Á þessum tíma var ég líka í sambandi með stelpu þannig að áhættan var enn meiri fyrir mig.Hvenær léstu af því verða að prófa að hitta annan karlmann?Þegar ég hitti loksins á náunga sem að mér fannst að ég gæti treyst. Hann var giftur og um tíu árum eldri en ég. Hann virtist vera nokkuð traust týpa að tala við.Við fórum saman í tóma byggingu þar sem hann var að vinna og þar fékk ég mína fyrstu kynlífsreynslu með karlmanni. Spennan var gífurleg fyrstu mínúturnar þar sem ég þorði varla að horfa framan í hann, en ég ákvað á endanum að henda mér í djúpu laugina. Ég fór á fjóra fætur og leyfði honum að fullnægja forvitni minni. Þetta var sárt í fyrstu, en eftir um tveggja klukkutíma session í öllum mögulegum stellingum gekk ég næstum hjólbeinóttur út eftir magnaðasta kynlíf sem ég nokkurn tímann hafði upplifað.Leifur segir að hann hafi með mikilli leynd haldið áfram að hitta manninn og prófað sig áfram en þeir hafi aldrei vitað nöfn hvors annars.En mynduðust einhverjar tilfinningar á milli ykkar? Nei, það sem mér fannst skemmtilegt við þetta var það að hvorugur okkar vissi hvað hinn hét og við höfðum engan áhuga á því að kyssast, kela eða gera neitt annað en bara sofa saman. Skilaboðin frá honum voru bara á netinu þar sem hann gaf upp staðsetningu og tíma.Þegar við höfðum svo báðir fengið fullnægingu fórum við okkar leið. Við héldum símanúmerum og öðrum persónulegum upplýsingum fyrir okkur sjálfa og þannig leið okkur best með þetta. Engar tilfinningar, ekkert rugl, bara fullnæging.Eftir þetta kynntist Leifur pari sem að óskaði eftir því að fá auka karlmann í kynlífið til að fullnægja konunni og segir hann fyrstu tvö skiptin hafa verið „gagnkynhneigt“ kynlíf og þeir bara einblínt á konuna.En eitt skipti þegar ég var að veita konunni munnmök fann ég sterkar hendur karlmannsins grípa um mjaðmirnar á mér og hann kom inn í mig. Eftir þetta varð kynlífið okkar síðan mun fjölbreyttara og þau sóttu enn ákafar í að hitta mig sem við gerðum svo í nokkra mánuði.Eftir þessar reynslu segir Leifur að það hafi komið nokkra ára tímabil þar sem hann ákvað að hitta ekki karlmann. Hann kynntist konunni sinni, þau byrjuðu að stofna fjölskyldu og fluttu fljótlega til útlanda.En voru þá þessar hvatir eða þrá í kynlíf með karlmanni horfnar?Nei, alls ekki. Ég byrjaði að sakna þess að vera með karlmanni. Ég hugsaði líka hvað það yrði allt auðveldara hvað nafnleysið varðaði að vera í stórborg. Þegar þarna er komið við sögu eru öpp eins og Grindr orðin vinsæl, sem gerði þetta auðveldara. Ég fann fljótt annan giftan mann sem var í svipaðri stöðu og ég. Til að gera langa sögu stutta þá erum við erum enn þá að hittast á laun.Í borginni sem ég bý í er auðvelt að komast á staði þar sem maður getur leigt herbergi í klukkutíma. Innan gay senunnar hérna úti er líka fjöldinn allur af gufuböðum þar sem menn koma til að finna sér kynlífsfélaga og mega jafnvel stunda kynlíf inni á staðnum. Ég hef aldrei látið leiðast út í hópkynlíf með strákunum, en hef þó prófað að fá einn auka gaur með okkur sem mér þótti frábært.Upplifir þú það ekki sjálfur að þú sért að halda fram hjá konunni þinni?Auðvitað finnst mér þetta vera það og ég veit að ég væri í rusli ef ég myndi snúa dæminu við og konan mín væri að gera það sama og ég er að gera. Ég reyni þó að réttlæta þetta fyrir mér með því að segja að það að vera með karlmanni gefur mér það í kynlífinu sem konan mun aldrei geta gert fyrir mig.Ég vildi óska þess að ég gæti nefnt þetta við konuna mína þar sem ég þoli ekki þennan feluleik. Hún er opin fyrir fjölmörgu í kynlífinu og við höfum prófað að hún taki mig með strap-on. Hún hefur meira að segja fengið vinkonu sína til að dominera okkur bæði en komst svo að því eftir á að það að vera með konu var ekki það sem hún vildi. Hún hefur fullan skilning á því að mér finnist gott að fá það í rassinn út af blöðruhálskirtlinum en hefur þó viljað að ég fullvissaði hana um að ég væri ekki samkynhneigður, sem ég og gerði.En lítur þú ekki á þig sem samkynhneigðan eða jafnvel tvíkynhneigðan?Nei ég geri það ekki. Ég hef engan áhuga á að kúra með gaurnum, kela við hann og varla halda augnsambandi við hann ef því er að skipta. Ég hef aldrei litið á mig sem samkynhneigðan þar sem ég hef aldrei borið tilfinningar til karlmanna, þannig finnst mér ég heldur ekki vera í sambandi með konunni minni á fölskum forsendum.Þegar ég stunda reglulegt kynlíf með félaganum er ég orkumeiri yfir daginn, með meira sjálfstraust og jafnvel enn æstari í konuna mína líkamlega. Hún segir að það geisli af mér undanfarið og er satt best að segja alveg sjúk í mig. Ég stunda ræktina meira, sinni henni og börnunum betur og er yfir það heila litið mun hamingjusamari en áður.Nú stundar þú bæði kynlíf með þessum manni og svo konunni þinni, ertu ekkert hræddur við smit? Að sjálfsögðu pössum við félaginn upp á allar varnir. Áður en ég hitti hann fyrst fórum við báðir í tékk og notum alltaf verjur þegar við erum saman svo að við fáum ekki einhverja óværu til að bera í konurnar okkar.Er þetta fyrirkomulag eitthvað sem þú getur lifað með áfram?Ég veit að þetta hljómar hræðilega fyrir þann sem er ekki í þessari stöðu, en ég gæti vel hugsað mér að halda þessu áfram á meðan þetta er á þessu plani hjá mér og félaganum, algjörlega nafnlaust og snýst bara um kynlíf. Hann veit enn ekki hvað ég heiti eða hvað ég geri og í stórri borg eins og við búum í eru hverfandi líkur á því að við rekumst hvorn á annan á förnum vegi. Auk þess erum við búnir að gera samkomulag um að þykjast ekki þekkja hvorn annan ef sú staða kæmi upp.Kæmi aldrei til greina að hætta þessu eða segja konunni þinni frá þessu?Ég veit af fyrri reynslu að ef ég myndi hætta þessu þá færi ég aftur í sama þráhyggjupakkann og ég var í þegar ég var ekki að sofa hjá körlum. Ég færi að njóta mín verr í kynlífinu með konunni minni. Það verður bara að koma í ljós hvernig þetta endar en ég er allavega að njóta mín núna eins og ég get.Ástæðan fyrir því að ég er tilbúinn að deila þessu er sú að ég gæti vel trúað því að það væru fleiri gaurar í sömu stöðu og ég. Hugsanlega gæti þetta opnað umræðuna hjá pörum og mögulega gert fleiri mönnum kleift að sætta sig við sínar langanir. Jafnvel gætu einhver pör hugsað sér að opna á þennan möguleika fyrir annan hvorn aðilann í sambandinu. Það er auðvitað best ef fólk þarf ekki að vera í feluleik. Makamál þakka Leifi kærlega fyrir viðtalið og benda á netfangið makamal@syn.is fyrir þá sem vilja deila hugleiðingum eða reynslusögum. Nafnleynd er heitið en athygli er vakin á því að við birtum ekki neitt nema vita að viðmælandinn sé raunverulegur þó að hann óski nafnleyndar. Bréfið Tengdar fréttir Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15 Óhefðbundið framhjáhald? Makamál gerðu könnun fyrir nokkrum vikum um framhjáhöld þar sem spurt hvar hvort fólk hafi upplifað framhjáhald á einhvern hátt. Fljótlega eftir það barst okkur áhugaverður póstur frá lesenda Makamála sem við fengum leyfi til að birta. 4. september 2019 20:00 Rúmfræði: Endaþarmsörvun er ekki hommakynlíf "Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi að kynlíf er allskonar og það er ekkert sem heitir kynlíf fyrir homma eða kynlíf fyrir lesbíur.“ Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali sem Makmál tóku við hana á dögunum um endaþarmsörvun og fordóma. 5. september 2019 22:45 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að“ segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum.Makamál birtu fyrir nokkru hugleiðingar lesanda um óhefðbundið framhjáhald þar sem hann segir frá því að kærasta hans hafi viljað opna samband þeirra og stunda kynlíf með konu. Í þessum pistli velti lesandinn fyrir sér af hverju honum hafi fundist kynlíf milli tveggja kvenna ekki eins alvarlegt eins og ef hún hefði viljað stunda kynlíf með öðrum karlmanni.Út frá þessum punkti barst okkur annað bréf frá karlkyns lesanda sem segir frá þrá sinni til þess að stunda kynlíf með körlum þrátt fyrir að vera giftur konu. Viðmælandinn, sem við köllum hér eftir Leif, óskaði nafnleyndar. Hvernig myndir þú skilgreina þig og þína kynhneigð? Ég er eðlilegur fjölskyldufaðir að slaga í fertugt, hamingjusamlega giftur í góðu sambandi og með nokkur börn á framfæri. Kynlíf okkar hjóna hefur alltaf verið skemmtilegt, opið og fjölbreytt. Jafnt innávið sem útávið erum við eins og hin fullkomna fjölskylda.Leifur segist hafa byrjað að gæla við þá hugmynd að að stunda kynlíf með karlmönnum þegar hann var að nálgast tvítugt en segist þó ekki hafa verið tilbúinn að opna sig um það þar sem hann segist hafa verið steríótýpan af „straight“ karlmanni og ekki vera viss í hvora áttina hann sveiflaðist.Ég gekk lengi með þessa hugmynd í maganum og prófaði nokkrar af íslensku stefnumótasíðunum án þess að hitta nokkurn. Mér þótti yfirleitt svo óþægilegt að hitta einhvern sem ég ætti séns á að hitta svo úti á götu þar sem ísland er svo lítið land. Á þessum tíma var ég líka í sambandi með stelpu þannig að áhættan var enn meiri fyrir mig.Hvenær léstu af því verða að prófa að hitta annan karlmann?Þegar ég hitti loksins á náunga sem að mér fannst að ég gæti treyst. Hann var giftur og um tíu árum eldri en ég. Hann virtist vera nokkuð traust týpa að tala við.Við fórum saman í tóma byggingu þar sem hann var að vinna og þar fékk ég mína fyrstu kynlífsreynslu með karlmanni. Spennan var gífurleg fyrstu mínúturnar þar sem ég þorði varla að horfa framan í hann, en ég ákvað á endanum að henda mér í djúpu laugina. Ég fór á fjóra fætur og leyfði honum að fullnægja forvitni minni. Þetta var sárt í fyrstu, en eftir um tveggja klukkutíma session í öllum mögulegum stellingum gekk ég næstum hjólbeinóttur út eftir magnaðasta kynlíf sem ég nokkurn tímann hafði upplifað.Leifur segir að hann hafi með mikilli leynd haldið áfram að hitta manninn og prófað sig áfram en þeir hafi aldrei vitað nöfn hvors annars.En mynduðust einhverjar tilfinningar á milli ykkar? Nei, það sem mér fannst skemmtilegt við þetta var það að hvorugur okkar vissi hvað hinn hét og við höfðum engan áhuga á því að kyssast, kela eða gera neitt annað en bara sofa saman. Skilaboðin frá honum voru bara á netinu þar sem hann gaf upp staðsetningu og tíma.Þegar við höfðum svo báðir fengið fullnægingu fórum við okkar leið. Við héldum símanúmerum og öðrum persónulegum upplýsingum fyrir okkur sjálfa og þannig leið okkur best með þetta. Engar tilfinningar, ekkert rugl, bara fullnæging.Eftir þetta kynntist Leifur pari sem að óskaði eftir því að fá auka karlmann í kynlífið til að fullnægja konunni og segir hann fyrstu tvö skiptin hafa verið „gagnkynhneigt“ kynlíf og þeir bara einblínt á konuna.En eitt skipti þegar ég var að veita konunni munnmök fann ég sterkar hendur karlmannsins grípa um mjaðmirnar á mér og hann kom inn í mig. Eftir þetta varð kynlífið okkar síðan mun fjölbreyttara og þau sóttu enn ákafar í að hitta mig sem við gerðum svo í nokkra mánuði.Eftir þessar reynslu segir Leifur að það hafi komið nokkra ára tímabil þar sem hann ákvað að hitta ekki karlmann. Hann kynntist konunni sinni, þau byrjuðu að stofna fjölskyldu og fluttu fljótlega til útlanda.En voru þá þessar hvatir eða þrá í kynlíf með karlmanni horfnar?Nei, alls ekki. Ég byrjaði að sakna þess að vera með karlmanni. Ég hugsaði líka hvað það yrði allt auðveldara hvað nafnleysið varðaði að vera í stórborg. Þegar þarna er komið við sögu eru öpp eins og Grindr orðin vinsæl, sem gerði þetta auðveldara. Ég fann fljótt annan giftan mann sem var í svipaðri stöðu og ég. Til að gera langa sögu stutta þá erum við erum enn þá að hittast á laun.Í borginni sem ég bý í er auðvelt að komast á staði þar sem maður getur leigt herbergi í klukkutíma. Innan gay senunnar hérna úti er líka fjöldinn allur af gufuböðum þar sem menn koma til að finna sér kynlífsfélaga og mega jafnvel stunda kynlíf inni á staðnum. Ég hef aldrei látið leiðast út í hópkynlíf með strákunum, en hef þó prófað að fá einn auka gaur með okkur sem mér þótti frábært.Upplifir þú það ekki sjálfur að þú sért að halda fram hjá konunni þinni?Auðvitað finnst mér þetta vera það og ég veit að ég væri í rusli ef ég myndi snúa dæminu við og konan mín væri að gera það sama og ég er að gera. Ég reyni þó að réttlæta þetta fyrir mér með því að segja að það að vera með karlmanni gefur mér það í kynlífinu sem konan mun aldrei geta gert fyrir mig.Ég vildi óska þess að ég gæti nefnt þetta við konuna mína þar sem ég þoli ekki þennan feluleik. Hún er opin fyrir fjölmörgu í kynlífinu og við höfum prófað að hún taki mig með strap-on. Hún hefur meira að segja fengið vinkonu sína til að dominera okkur bæði en komst svo að því eftir á að það að vera með konu var ekki það sem hún vildi. Hún hefur fullan skilning á því að mér finnist gott að fá það í rassinn út af blöðruhálskirtlinum en hefur þó viljað að ég fullvissaði hana um að ég væri ekki samkynhneigður, sem ég og gerði.En lítur þú ekki á þig sem samkynhneigðan eða jafnvel tvíkynhneigðan?Nei ég geri það ekki. Ég hef engan áhuga á að kúra með gaurnum, kela við hann og varla halda augnsambandi við hann ef því er að skipta. Ég hef aldrei litið á mig sem samkynhneigðan þar sem ég hef aldrei borið tilfinningar til karlmanna, þannig finnst mér ég heldur ekki vera í sambandi með konunni minni á fölskum forsendum.Þegar ég stunda reglulegt kynlíf með félaganum er ég orkumeiri yfir daginn, með meira sjálfstraust og jafnvel enn æstari í konuna mína líkamlega. Hún segir að það geisli af mér undanfarið og er satt best að segja alveg sjúk í mig. Ég stunda ræktina meira, sinni henni og börnunum betur og er yfir það heila litið mun hamingjusamari en áður.Nú stundar þú bæði kynlíf með þessum manni og svo konunni þinni, ertu ekkert hræddur við smit? Að sjálfsögðu pössum við félaginn upp á allar varnir. Áður en ég hitti hann fyrst fórum við báðir í tékk og notum alltaf verjur þegar við erum saman svo að við fáum ekki einhverja óværu til að bera í konurnar okkar.Er þetta fyrirkomulag eitthvað sem þú getur lifað með áfram?Ég veit að þetta hljómar hræðilega fyrir þann sem er ekki í þessari stöðu, en ég gæti vel hugsað mér að halda þessu áfram á meðan þetta er á þessu plani hjá mér og félaganum, algjörlega nafnlaust og snýst bara um kynlíf. Hann veit enn ekki hvað ég heiti eða hvað ég geri og í stórri borg eins og við búum í eru hverfandi líkur á því að við rekumst hvorn á annan á förnum vegi. Auk þess erum við búnir að gera samkomulag um að þykjast ekki þekkja hvorn annan ef sú staða kæmi upp.Kæmi aldrei til greina að hætta þessu eða segja konunni þinni frá þessu?Ég veit af fyrri reynslu að ef ég myndi hætta þessu þá færi ég aftur í sama þráhyggjupakkann og ég var í þegar ég var ekki að sofa hjá körlum. Ég færi að njóta mín verr í kynlífinu með konunni minni. Það verður bara að koma í ljós hvernig þetta endar en ég er allavega að njóta mín núna eins og ég get.Ástæðan fyrir því að ég er tilbúinn að deila þessu er sú að ég gæti vel trúað því að það væru fleiri gaurar í sömu stöðu og ég. Hugsanlega gæti þetta opnað umræðuna hjá pörum og mögulega gert fleiri mönnum kleift að sætta sig við sínar langanir. Jafnvel gætu einhver pör hugsað sér að opna á þennan möguleika fyrir annan hvorn aðilann í sambandinu. Það er auðvitað best ef fólk þarf ekki að vera í feluleik. Makamál þakka Leifi kærlega fyrir viðtalið og benda á netfangið makamal@syn.is fyrir þá sem vilja deila hugleiðingum eða reynslusögum. Nafnleynd er heitið en athygli er vakin á því að við birtum ekki neitt nema vita að viðmælandinn sé raunverulegur þó að hann óski nafnleyndar.
Bréfið Tengdar fréttir Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15 Óhefðbundið framhjáhald? Makamál gerðu könnun fyrir nokkrum vikum um framhjáhöld þar sem spurt hvar hvort fólk hafi upplifað framhjáhald á einhvern hátt. Fljótlega eftir það barst okkur áhugaverður póstur frá lesenda Makamála sem við fengum leyfi til að birta. 4. september 2019 20:00 Rúmfræði: Endaþarmsörvun er ekki hommakynlíf "Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi að kynlíf er allskonar og það er ekkert sem heitir kynlíf fyrir homma eða kynlíf fyrir lesbíur.“ Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali sem Makmál tóku við hana á dögunum um endaþarmsörvun og fordóma. 5. september 2019 22:45 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15
Óhefðbundið framhjáhald? Makamál gerðu könnun fyrir nokkrum vikum um framhjáhöld þar sem spurt hvar hvort fólk hafi upplifað framhjáhald á einhvern hátt. Fljótlega eftir það barst okkur áhugaverður póstur frá lesenda Makamála sem við fengum leyfi til að birta. 4. september 2019 20:00
Rúmfræði: Endaþarmsörvun er ekki hommakynlíf "Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi að kynlíf er allskonar og það er ekkert sem heitir kynlíf fyrir homma eða kynlíf fyrir lesbíur.“ Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali sem Makmál tóku við hana á dögunum um endaþarmsörvun og fordóma. 5. september 2019 22:45