Gonzalo Higuain kom Juventus yfir eftir sautján mínútur og Federico Bernardeschi skoraði annað markið á 62. mínútu. Ronaldo skoraði svo þriðja markið á 89. mínútu.
Þetta er fimmtánda árið í röð sem Portúgalinn skorar í Meistaradeildinni. Fyrsta tímabilið skoraði hann 2005/2006 er hann lék með Man. Utd og síðan hefur þetta bara haldið áfram.
@Cristiano Ronaldo has now scored in the @ChampionsLeague in:
2005/06
2006/07
2007/08
2008/09
2009/10
2010/11
2011/12
2012/13
2013/14
2014/15
2015/16
2016/17
2017/18
2018/19
2019/20 pic.twitter.com/prcL2eFvHF
— SPORF (@Sporf) October 1, 2019
Juventus er með fjögur stig eftir tvo leikina í riðlinum en þeir gerðu jafntefli við Atletico Madrid í 1. umferðinni.