Rafbíll frá Nissan frumsýndur í Tókýó Njáll Gunnlaugsson skrifar 3. október 2019 07:30 Kassalaga útlit Nissan IMk minnir helst á útlit japönsku "kei“-bílanna svokölluðu sem hannaðir eru til notkunar í stórborgum. Mynd/Nissannews.com Nissan hefur gefið út að nýr rafknúinn tilraunabíll verði frumsýndur á Tokyo Motor Show síðar í þessum mánuði. Bíllinn sem kallast einfaldlega IMk er á nýjum undirvagni sérstaklega hönnuðum fyrir rafbílalínu Nissan. Útlit hans minnir talsvert á kassalaga útlit „kei“-bílanna svokölluðu sem hannaðir eru með notkun í stórborgum í huga. Telja má líklegt að við munum sjá framleiðsluútgáfu af þessum bíl í náinni framtíð og þá ekki einungis fyrir Japansmarkað heldur með alþjóðlegan markað í huga. Nissan, sem framleiðir einnig hinn vinsæla Leaf, er líka með rafjeppling á döfinni sem byggir á IMq-tilraunabílnum og frumsýndur verður á næsta ári. Bíll byggður á IMk-tilraunabílnum yrði líklega ódýrari en Nissan Leaf og keppir við bíla eins og hinn nýja Honda E, sem er með svipað útlit að sumu leyti. IMk er styttri og mjórri en Nissan Micra en aðeins hærri, en þau hlutföll gætu breyst í framleiðsluútgáfu. Mælaborðið í tilraunaútgáfunni er ansi sérstakt og að mestu leyti í þrívídd og minnir helst á það sem við höfum séð í vísindaskáldsögum á hvíta tjaldinu. Hægt verður að segja bílnum að finna bílastæði og leggja sér sjálfur og einnig að kalla hann til sín þaðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent
Nissan hefur gefið út að nýr rafknúinn tilraunabíll verði frumsýndur á Tokyo Motor Show síðar í þessum mánuði. Bíllinn sem kallast einfaldlega IMk er á nýjum undirvagni sérstaklega hönnuðum fyrir rafbílalínu Nissan. Útlit hans minnir talsvert á kassalaga útlit „kei“-bílanna svokölluðu sem hannaðir eru með notkun í stórborgum í huga. Telja má líklegt að við munum sjá framleiðsluútgáfu af þessum bíl í náinni framtíð og þá ekki einungis fyrir Japansmarkað heldur með alþjóðlegan markað í huga. Nissan, sem framleiðir einnig hinn vinsæla Leaf, er líka með rafjeppling á döfinni sem byggir á IMq-tilraunabílnum og frumsýndur verður á næsta ári. Bíll byggður á IMk-tilraunabílnum yrði líklega ódýrari en Nissan Leaf og keppir við bíla eins og hinn nýja Honda E, sem er með svipað útlit að sumu leyti. IMk er styttri og mjórri en Nissan Micra en aðeins hærri, en þau hlutföll gætu breyst í framleiðsluútgáfu. Mælaborðið í tilraunaútgáfunni er ansi sérstakt og að mestu leyti í þrívídd og minnir helst á það sem við höfum séð í vísindaskáldsögum á hvíta tjaldinu. Hægt verður að segja bílnum að finna bílastæði og leggja sér sjálfur og einnig að kalla hann til sín þaðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent