Svæðisstjóri í Jemen segir ástandið fara versnandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2019 19:15 Barnaheill, Save the Children á Íslandi, settu af stað söfnunarátak fyrir verkefni í Jemen og Sýrlandi í dag. Stefnt er að því að safna hundrað milljónum króna fyrir verkefni Save the Children í Sýrlandi og Jemen næsta mánuðinn. Forsetahjónin settu átakið í Smáralind. Fréttastofa ræddi við Tamer Kirolos, svæðisstjóra samtakanna í Jemen, sem segir Save the Children reka þó nokkurn fjölda verkefna í landinu. Taldi hann meðal annars upp heilbrigðis-, og hreinlætisaðstoð. Einnig fengju fjölskyldur styrki fyrir matarinnkaupum. „Það er afar mikilvægt að vernda börnin. Auðvitað eru börn viðkvæm fyrir afleiðingum átaka sem þessara, hvort sem þær eru andlegar eða líkamlegar.“ Kirolos segir ástandið í landinu afar slæmt eftir átök undanfarinna ára. Tíu milljónir búi við sáran skort og alls þurfi um áttatíu prósent þjóðarinnar á aðstoð að halda. „Því miður er ástandið að versna og það hefur versnað stöðugt. Auðvitað er þetta versta mannúðarkrísa heims og hún er af mannavöldum. Hún stafar af átökum,“ segir hann og bætir því við að staðan muni ekki batna fyrr en alþjóðasamfélagið þrýstir á stríðandi fylkingar að koma á friði. „Þangað til vopnahléi er komið á, þangað til viðræður um friðarferlið fara almennilega af stað mun ástandið halda áfram að versna,“ segir Kirolos. Jemen Tengdar fréttir Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Barnaheill, Save the Children á Íslandi, settu af stað söfnunarátak fyrir verkefni í Jemen og Sýrlandi í dag. Stefnt er að því að safna hundrað milljónum króna fyrir verkefni Save the Children í Sýrlandi og Jemen næsta mánuðinn. Forsetahjónin settu átakið í Smáralind. Fréttastofa ræddi við Tamer Kirolos, svæðisstjóra samtakanna í Jemen, sem segir Save the Children reka þó nokkurn fjölda verkefna í landinu. Taldi hann meðal annars upp heilbrigðis-, og hreinlætisaðstoð. Einnig fengju fjölskyldur styrki fyrir matarinnkaupum. „Það er afar mikilvægt að vernda börnin. Auðvitað eru börn viðkvæm fyrir afleiðingum átaka sem þessara, hvort sem þær eru andlegar eða líkamlegar.“ Kirolos segir ástandið í landinu afar slæmt eftir átök undanfarinna ára. Tíu milljónir búi við sáran skort og alls þurfi um áttatíu prósent þjóðarinnar á aðstoð að halda. „Því miður er ástandið að versna og það hefur versnað stöðugt. Auðvitað er þetta versta mannúðarkrísa heims og hún er af mannavöldum. Hún stafar af átökum,“ segir hann og bætir því við að staðan muni ekki batna fyrr en alþjóðasamfélagið þrýstir á stríðandi fylkingar að koma á friði. „Þangað til vopnahléi er komið á, þangað til viðræður um friðarferlið fara almennilega af stað mun ástandið halda áfram að versna,“ segir Kirolos.
Jemen Tengdar fréttir Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. 4. október 2019 09:00