Rödd heillar kynslóðar Elín Albertsdóttir skrifar 5. október 2019 10:00 Greta Thunberg hefur ekki bara haft áhrif á ungmenni um allan heim heldur einnig heimsfræga þjóðhöfðingja. vísir/getty Hin sextán ára sænska Greta Thunberg hikar ekki við að ávíta helstu leiðtoga heimsins og krefst tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum. Þessi unga stúlka hefur sannarlega tekið málin í sínar hendur og er hvergi bangin. Greta er fædd 3. janúar 2003 og er höfundur skólaverkfalls á föstudögum. Hún vakti fyrst athygli árið 2018 þegar hún settist ein fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi með skilti sem á stóð „Skólaverkfall fyrir loftslagið“. Hún varð síðan fyrirmynd annarra nemenda um allan heim sem fóru í sams konar verkföll á föstudögum undir nafninu „Föstudagar fyrir framtíðina“.Hafði áhrif á foreldrana Greta þvingaði foreldra sína til að breyta um lífsstíl fyrir loftslagið. Hún var gestur í spjallþætti Skavlan í sænska sjónvarpinu þar sem hún sagði frá því að hún væri greind með Aspergerheilkenni og það hefði hjálpað henni. „Ef ég hefði ekki verið með Asperger og væri svona skrítin hefði ég líklega fest í þessu venjulega félagslega hlutverki sem allir eru svo hrifnir af,“ sagði hún. „Ég fékk foreldra mína til að hætta að ferðast í flugvélum jafnvel þótt mamma hafi þurft að vera mikið á ferðinni vegna starfs síns. Nú syngur hún bara í Stokkhólmi,“ sagði Greta en móðir hennar er fræg óperusöngkona, Malena Emman. Malena tók þátt í Eurovision fyrir hönd Svía árið 2009. Hún og maður hennar, Svante Thunberg leikari, hafa skrifað bók um dóttur sína sem vakið hefur mikla athygli og nefnist á sænsku Scener ur hjartet. „Bókin fjallar um krísuna sem skall á fjölskylduna. Um það hvernig leiðin lá að skólaverkfalli Gretu. Umfram allt er þetta þó sagan um þá vá sem umlykur okkur og hefur áhrif á allt mannkyn. Þá vá sem við höfum búið til með lífsstíl okkar,“ segir Malena þegar hún er beðin að segja frá bókinni. Einnig er sagt frá því þegar Greta veiktist og var síðar greind með Aspergerheilkennið. Yngri systir hennar, Beata, hefur verið greind með ADHD. Greta segir að bókin geti hjálpað krökkum sem glíma við sams konar sjúkdóma og þær systur.Ferðast ekki í flugvél Hún segist sjá heiminn á annan hátt og frá öðru sjónarhorni en flestir vegna Aspergerheilkennisíns. Þeir sem eru með Asperger fókusera oft á einn hlut. Greta fékk gríðarlegan áhuga á loftslagsbreytingum og las allt sem hún komst yfir til að kynna sér málið betur. Þetta olli henni miklu hugarangri og á tímabili fékk hún þá flugu í höfuðið að mæta ekki í skólann en fara í staðinn í verkfall til að krefjast aðgerða. Þingkosningar voru nálægar og þann tíma notaði Greta til að vekja athygli á málefni sínu. Hún sagðist ekki mæta í skólann aftur fyrr en stjórnmálamenn gerðu eitthvað vegna loftslagsbreytinga. Verkfallið stóð í 21 dag. Greta vakti áhuga hjá sænskum fjölmiðlum og fljótlega varð hún fræg fyrir að vera stúlkan sem mætti ekki í skólann. Núna ári síðar er Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels og ferðast um heiminn í lestum eða skipum til að halda fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum. Greta fór með lest til Katowice í Póllandi í desember á síðasta ári til að ávarpa loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Í janúar fór hún til Davos í Sviss til að ávarpa fund Alþjóðaviðskiptaráðsins um loftslagsmál. Ferðin tók 32 klukkustundir í lest. Á þessu ári sigldi Thunberg á umhverfisvænni keppnisskútu yfir Atlantshafið frá Bretlandi til New York til að sækja tvær loftslagsráðstefnur, aðra í Bandaríkjunum og hina í Chile. Í New York leiddi hún mótmælafund gegn aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna þann 31. ágúst. Greta var gestur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 23. september og ávítaði þar þjóðarleiðtoga heimsins harðlega fyrir að bregðast kynslóð hennar með aðgerðaleysi sínu.Stórkostlegur heiður Gretu finnst stórkostlegur heiður að vera tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels og menn eru sammála um að valið sé frábært þar sem hún sé af þeirri kynslóð sem verður fyrir barðinu á loftslagsbreytingunum sjálfum. Bæði sænska Aftonbladet og Expressen kusu Gretu konu ársins 2019 fyrir baráttu sína á sviði loftslagsmála. Expressen skrifaði að þessi unga kona væri rödd heillar kynslóðar. Greta er með næstum þrjú hundruð þúsund fylgjendur á Twitter og hefur verið í viðtölum við fjölmiðla um allan heim. Í fyrra var hún kosin einn áhrifamesti unglingur í heimi af Time Magazine. Greta mótmælir enn á föstudögum eins og nemendur annars staðar í heiminum undir baráttuorðunum „Fridays for future“. Slagorðið „Make the world Greta again“ skreytir nú mótmælaspjöld um víða veröld.Ungmenni með rödd Thunberg er ekki eini unglingurinn sem hefur breytt heiminum. Fyrir nokkrum árum varð hin pakistanska Malala Yousafzai heimsfræg eftir að hún var skotin í höfuðið í október 2012 á leið heim úr skólanum. Það þótti kraftaverk að hún skyldi lifa af voðaskotið. Malala var aðeins 11 ára þegar hún hóf baráttu fyrir réttindum barna til að mennta sig undir ógnarstjórn Talibana. Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels, yngst allra, árið 2014. Anna Frank skrifaði dagbók með augum tánings um hörmungar fjölskyldu sinnar í síðari heimsstyrjöldinni en þau voru ofsóttir gyðingar í Hollandi. Anna og fjölskylda hennar voru í felum í földu herbergi. Fjölskyldan fannst árið 1944 og var send til Auschwitz þar sem Anna lést. Dagbók hennar frá þessu myrka tímabili í heimssögunni geymir sterka persónulega hlið sögunnar sem gerði Önnu Frank heimsfræga. Fleiri ungmenni hafa í gegnum söguna haft rödd og látið að sér kveða. Elsta dæmið er líklegast Jóhanna af Örk. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Hin sextán ára sænska Greta Thunberg hikar ekki við að ávíta helstu leiðtoga heimsins og krefst tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum. Þessi unga stúlka hefur sannarlega tekið málin í sínar hendur og er hvergi bangin. Greta er fædd 3. janúar 2003 og er höfundur skólaverkfalls á föstudögum. Hún vakti fyrst athygli árið 2018 þegar hún settist ein fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi með skilti sem á stóð „Skólaverkfall fyrir loftslagið“. Hún varð síðan fyrirmynd annarra nemenda um allan heim sem fóru í sams konar verkföll á föstudögum undir nafninu „Föstudagar fyrir framtíðina“.Hafði áhrif á foreldrana Greta þvingaði foreldra sína til að breyta um lífsstíl fyrir loftslagið. Hún var gestur í spjallþætti Skavlan í sænska sjónvarpinu þar sem hún sagði frá því að hún væri greind með Aspergerheilkenni og það hefði hjálpað henni. „Ef ég hefði ekki verið með Asperger og væri svona skrítin hefði ég líklega fest í þessu venjulega félagslega hlutverki sem allir eru svo hrifnir af,“ sagði hún. „Ég fékk foreldra mína til að hætta að ferðast í flugvélum jafnvel þótt mamma hafi þurft að vera mikið á ferðinni vegna starfs síns. Nú syngur hún bara í Stokkhólmi,“ sagði Greta en móðir hennar er fræg óperusöngkona, Malena Emman. Malena tók þátt í Eurovision fyrir hönd Svía árið 2009. Hún og maður hennar, Svante Thunberg leikari, hafa skrifað bók um dóttur sína sem vakið hefur mikla athygli og nefnist á sænsku Scener ur hjartet. „Bókin fjallar um krísuna sem skall á fjölskylduna. Um það hvernig leiðin lá að skólaverkfalli Gretu. Umfram allt er þetta þó sagan um þá vá sem umlykur okkur og hefur áhrif á allt mannkyn. Þá vá sem við höfum búið til með lífsstíl okkar,“ segir Malena þegar hún er beðin að segja frá bókinni. Einnig er sagt frá því þegar Greta veiktist og var síðar greind með Aspergerheilkennið. Yngri systir hennar, Beata, hefur verið greind með ADHD. Greta segir að bókin geti hjálpað krökkum sem glíma við sams konar sjúkdóma og þær systur.Ferðast ekki í flugvél Hún segist sjá heiminn á annan hátt og frá öðru sjónarhorni en flestir vegna Aspergerheilkennisíns. Þeir sem eru með Asperger fókusera oft á einn hlut. Greta fékk gríðarlegan áhuga á loftslagsbreytingum og las allt sem hún komst yfir til að kynna sér málið betur. Þetta olli henni miklu hugarangri og á tímabili fékk hún þá flugu í höfuðið að mæta ekki í skólann en fara í staðinn í verkfall til að krefjast aðgerða. Þingkosningar voru nálægar og þann tíma notaði Greta til að vekja athygli á málefni sínu. Hún sagðist ekki mæta í skólann aftur fyrr en stjórnmálamenn gerðu eitthvað vegna loftslagsbreytinga. Verkfallið stóð í 21 dag. Greta vakti áhuga hjá sænskum fjölmiðlum og fljótlega varð hún fræg fyrir að vera stúlkan sem mætti ekki í skólann. Núna ári síðar er Greta tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels og ferðast um heiminn í lestum eða skipum til að halda fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum. Greta fór með lest til Katowice í Póllandi í desember á síðasta ári til að ávarpa loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Í janúar fór hún til Davos í Sviss til að ávarpa fund Alþjóðaviðskiptaráðsins um loftslagsmál. Ferðin tók 32 klukkustundir í lest. Á þessu ári sigldi Thunberg á umhverfisvænni keppnisskútu yfir Atlantshafið frá Bretlandi til New York til að sækja tvær loftslagsráðstefnur, aðra í Bandaríkjunum og hina í Chile. Í New York leiddi hún mótmælafund gegn aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna þann 31. ágúst. Greta var gestur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 23. september og ávítaði þar þjóðarleiðtoga heimsins harðlega fyrir að bregðast kynslóð hennar með aðgerðaleysi sínu.Stórkostlegur heiður Gretu finnst stórkostlegur heiður að vera tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels og menn eru sammála um að valið sé frábært þar sem hún sé af þeirri kynslóð sem verður fyrir barðinu á loftslagsbreytingunum sjálfum. Bæði sænska Aftonbladet og Expressen kusu Gretu konu ársins 2019 fyrir baráttu sína á sviði loftslagsmála. Expressen skrifaði að þessi unga kona væri rödd heillar kynslóðar. Greta er með næstum þrjú hundruð þúsund fylgjendur á Twitter og hefur verið í viðtölum við fjölmiðla um allan heim. Í fyrra var hún kosin einn áhrifamesti unglingur í heimi af Time Magazine. Greta mótmælir enn á föstudögum eins og nemendur annars staðar í heiminum undir baráttuorðunum „Fridays for future“. Slagorðið „Make the world Greta again“ skreytir nú mótmælaspjöld um víða veröld.Ungmenni með rödd Thunberg er ekki eini unglingurinn sem hefur breytt heiminum. Fyrir nokkrum árum varð hin pakistanska Malala Yousafzai heimsfræg eftir að hún var skotin í höfuðið í október 2012 á leið heim úr skólanum. Það þótti kraftaverk að hún skyldi lifa af voðaskotið. Malala var aðeins 11 ára þegar hún hóf baráttu fyrir réttindum barna til að mennta sig undir ógnarstjórn Talibana. Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels, yngst allra, árið 2014. Anna Frank skrifaði dagbók með augum tánings um hörmungar fjölskyldu sinnar í síðari heimsstyrjöldinni en þau voru ofsóttir gyðingar í Hollandi. Anna og fjölskylda hennar voru í felum í földu herbergi. Fjölskyldan fannst árið 1944 og var send til Auschwitz þar sem Anna lést. Dagbók hennar frá þessu myrka tímabili í heimssögunni geymir sterka persónulega hlið sögunnar sem gerði Önnu Frank heimsfræga. Fleiri ungmenni hafa í gegnum söguna haft rödd og látið að sér kveða. Elsta dæmið er líklegast Jóhanna af Örk.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira