Baráttan við krabbamein sendi Þórunni Kristínu í upprunaleit Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2019 10:45 Þórunn greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum en kláraði á sama tíma nám í stjórnun og dúxaði í miðri lyfjameðferð. Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þegar foreldrar Þórunnar fóru út til Kólumbíu hittu þau ekki móður hennar. Þórunn á því enga mynd af móður sinni. „Uppvöxturinn minn hér á Íslandi var æðislegur og ekkert nema gott um það að segja. Ég á enginn systkini og er einkabarn,“ segir Þórunn sem segist ekki hafa hugsað mikið um upprunann á yngri árum.Þórunn rétt eftir að hún fæddist.„Ég hef alveg hugsað hvort ég gæti átt systkini og eitthvað svoleiðis, verandi þetta dekraða einkabarn.“ Hún fór fyrst að hugsa um að leita árið 2017 og þá sendi hún Sigrúnu póst um vorið. Hún vissi þá aðeins að móðir hennar héti Victoria og hún sjálf hafi verið kölluð Marina. Pósturinn frá Þórunni var einn af á annað hundrað sem hún fékk það vorið. Sigrún Ósk hafði efasemdir um að upplýsingarnar væru nægar til að byrja leit. Ekkert varð úr leitinni þá.Shakira hreyfði við Þórunni Þórunn segir að ári síðar hafi þörfin fyrir að leita upprunans aukist svo um munaði. Ástæðan voru tónleikar sem hún skellti sér á í Amsterdam með dóttur sinni. Tónleikarnir voru með kólumbísku poppdrottningunni Shakiru. Þórunn varð fyrir svo miklum áhrifum að hún varla trúði því sjálf. „Ég get ekki lýst tilfinningunni sem kom yfir mig á þessum tónleikum og ég grenjaði eins og ég veit ekki hvað.“ Þórunn segist vera þakklát fyrir það að hafa alist upp hjá foreldrum sínum á Akureyri.Þórunn segir að hana vanti ekkert endilega svör heldur að kynnast rótunum og vita hvaðan hún kemur. „Ég er ekkert mikið búin að hugsa af hverju ég var gefin af því að ég er bara mjög þakklát fyrir það að vera ættleidd. Ég á yndislega og frábæra foreldra og gæti ekki hafa átt betra líf. Ég er mjög tilfinninganæm og ég held að það tengist þessu kólumbíska blóði.“ Hjúkrunarfræðingurinn fékk að kynnast hjúkrunarfræðinni frá annarri hlið þegar hún greindist með krabbamein, einstæð með sex ára gamla dóttur sína, fyrir nokkrum árum. „Það var skellur og ég átti sem betur fer mjög gott bakland og komst í gegnum þetta og er læknuð í dag. Þetta var erfitt.“Vill ekki sjá eftir neinu Þórunn barðist við krabbamein í tæpt ár og fór bæði í lyfja og geislameðferð. Hún lét það ekki aftra sér frá því að ljúka meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst. Hún gerði gott betur en að klára námið. Hún dúxaði og það í miðri lyfjameðferð. Hún telur að veikindin hafi ýtt við henni til að hefja leit að upprunanum. „Ef ég myndi ekki gera það þá myndi ég sjá eftir því. Mann langar ekki að sjá eftir hlutunum. Maður veit ekkert hvað maður finnur þegar maður fer út og er með væntingarnar í lágmarki en maður hefur þá reynt.“ Þórunn leggur af stað til Kólumbíu í næsta þætti og þá í töluverða óvissuferð þar sem upplýsingarnar sem liggja fyrir eru ekki miklar. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Leitin að upprunanum Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. Fjallað var um mál Þórunnar í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák. Þegar foreldrar Þórunnar fóru út til Kólumbíu hittu þau ekki móður hennar. Þórunn á því enga mynd af móður sinni. „Uppvöxturinn minn hér á Íslandi var æðislegur og ekkert nema gott um það að segja. Ég á enginn systkini og er einkabarn,“ segir Þórunn sem segist ekki hafa hugsað mikið um upprunann á yngri árum.Þórunn rétt eftir að hún fæddist.„Ég hef alveg hugsað hvort ég gæti átt systkini og eitthvað svoleiðis, verandi þetta dekraða einkabarn.“ Hún fór fyrst að hugsa um að leita árið 2017 og þá sendi hún Sigrúnu póst um vorið. Hún vissi þá aðeins að móðir hennar héti Victoria og hún sjálf hafi verið kölluð Marina. Pósturinn frá Þórunni var einn af á annað hundrað sem hún fékk það vorið. Sigrún Ósk hafði efasemdir um að upplýsingarnar væru nægar til að byrja leit. Ekkert varð úr leitinni þá.Shakira hreyfði við Þórunni Þórunn segir að ári síðar hafi þörfin fyrir að leita upprunans aukist svo um munaði. Ástæðan voru tónleikar sem hún skellti sér á í Amsterdam með dóttur sinni. Tónleikarnir voru með kólumbísku poppdrottningunni Shakiru. Þórunn varð fyrir svo miklum áhrifum að hún varla trúði því sjálf. „Ég get ekki lýst tilfinningunni sem kom yfir mig á þessum tónleikum og ég grenjaði eins og ég veit ekki hvað.“ Þórunn segist vera þakklát fyrir það að hafa alist upp hjá foreldrum sínum á Akureyri.Þórunn segir að hana vanti ekkert endilega svör heldur að kynnast rótunum og vita hvaðan hún kemur. „Ég er ekkert mikið búin að hugsa af hverju ég var gefin af því að ég er bara mjög þakklát fyrir það að vera ættleidd. Ég á yndislega og frábæra foreldra og gæti ekki hafa átt betra líf. Ég er mjög tilfinninganæm og ég held að það tengist þessu kólumbíska blóði.“ Hjúkrunarfræðingurinn fékk að kynnast hjúkrunarfræðinni frá annarri hlið þegar hún greindist með krabbamein, einstæð með sex ára gamla dóttur sína, fyrir nokkrum árum. „Það var skellur og ég átti sem betur fer mjög gott bakland og komst í gegnum þetta og er læknuð í dag. Þetta var erfitt.“Vill ekki sjá eftir neinu Þórunn barðist við krabbamein í tæpt ár og fór bæði í lyfja og geislameðferð. Hún lét það ekki aftra sér frá því að ljúka meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst. Hún gerði gott betur en að klára námið. Hún dúxaði og það í miðri lyfjameðferð. Hún telur að veikindin hafi ýtt við henni til að hefja leit að upprunanum. „Ef ég myndi ekki gera það þá myndi ég sjá eftir því. Mann langar ekki að sjá eftir hlutunum. Maður veit ekkert hvað maður finnur þegar maður fer út og er með væntingarnar í lágmarki en maður hefur þá reynt.“ Þórunn leggur af stað til Kólumbíu í næsta þætti og þá í töluverða óvissuferð þar sem upplýsingarnar sem liggja fyrir eru ekki miklar. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira