Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina.
Jókerinn tilheyrir myndasagnaheimi DC og er jafnan sagður erkióvinur Batman. Leðurblökumaðurinn er þó hvergi sjáanlegur í þessari mynd. Einblínir hún eingöngu á forsögu Jókersins, hvað það var sem gerði hann svona skelfilega illa innrættan og sturlaðan.
Í myndinni leikur Joaquin Phoenix uppistandarann Arthur Fleck sem reynir að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro leikur, gerir lítið úr honum.
Og úr verður Jókerinn. Í upphafsatriðinu má sjá Arthur Fleck vera reyna fóta sig sem trúður í borginni og fær heldur óblíðar móttökur. Phillips reynir að koma því í orð hvað hann var að farast eftir með því að opna kvikmyndina á þennan hátt í myndbandinu hér að neðan.
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir samdi tónlist fyrir kvikmyndina og hefur hún fengið mikið lof fyrir sitt hlutverk.
Annað atriði sem hefur vakið mikla athygli í Jókernum er svokallað baðherbergisatriði og hefur Phillips einnig tjáð sig um það. Þar hefur tónlist Hildar mikil áhrif eins og leikstjórinn segir sjálfur.