Íslensku stjörnurnar á fullu að gefa eiginhandaáritanir á rauða dreglinum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 16:00 Donna Cruz og Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Silja Hauks á rauða dreglinum. Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni BUSAN í Suður Kóreu í gær. Þær Silja Hauksdóttir og aðalleikonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Donna Cruz ásamt framleiðendum myndarinnar, Gagga Jónsdóttir og Birgitta Björnsdótir, eru mættar til Suður Kóreu og voru viðstaddar heimsfrumsýninguna sem var fyrir troðfullum sal og hlaut myndin dynjandi lófaklapp í lokin. Þess má geta aðalleikkonurnar og leikstjórinn voru umsetnar í lok sýningar fyrir eiginhandaáritanir og myndatökur með áhorfendum. Myndin verður sýnd nokkrum sinnum í viðbót á kvikmyndahátíðinni. Agnes Joy er ný mynd í leikstjórn Silju Hauksdóttur sem skrifar einnig handritið ásamt Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Með aðalhlutverk fara auk Kötlu og Donnau Cruz þeir Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson. Agnes Joy er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Rannveig, leikin af Kötlu Margréti, upplifir kulnun í lífi og starfi. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið á leið í hundana og föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína, Agnesi, leikin af Donnu Cruz sem er að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Framleiðendur eru Birgitta Björnsdóttir og Gagga Jónsdóttir fyrir Vintage Pictures. Handritið er byggt á hugmynd Mikaels Torfasonar sem er meðframleiðandi ásamt Guðbjörgu Sigurðardóttur. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. október næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í Suður Kóreu í gær. Katla Margrét gaf eiginhandaáritun fyrir sýningu.Donna Cruz var einnig með pennann á lofti.Auðvitað varð að taka nokkrar sjálfur.Þær Silja, Katla og Donna Cruz voru glæsilegar í gær. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni BUSAN í Suður Kóreu í gær. Þær Silja Hauksdóttir og aðalleikonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Donna Cruz ásamt framleiðendum myndarinnar, Gagga Jónsdóttir og Birgitta Björnsdótir, eru mættar til Suður Kóreu og voru viðstaddar heimsfrumsýninguna sem var fyrir troðfullum sal og hlaut myndin dynjandi lófaklapp í lokin. Þess má geta aðalleikkonurnar og leikstjórinn voru umsetnar í lok sýningar fyrir eiginhandaáritanir og myndatökur með áhorfendum. Myndin verður sýnd nokkrum sinnum í viðbót á kvikmyndahátíðinni. Agnes Joy er ný mynd í leikstjórn Silju Hauksdóttur sem skrifar einnig handritið ásamt Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Með aðalhlutverk fara auk Kötlu og Donnau Cruz þeir Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson. Agnes Joy er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Rannveig, leikin af Kötlu Margréti, upplifir kulnun í lífi og starfi. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið á leið í hundana og föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína, Agnesi, leikin af Donnu Cruz sem er að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Framleiðendur eru Birgitta Björnsdóttir og Gagga Jónsdóttir fyrir Vintage Pictures. Handritið er byggt á hugmynd Mikaels Torfasonar sem er meðframleiðandi ásamt Guðbjörgu Sigurðardóttur. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. október næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í Suður Kóreu í gær. Katla Margrét gaf eiginhandaáritun fyrir sýningu.Donna Cruz var einnig með pennann á lofti.Auðvitað varð að taka nokkrar sjálfur.Þær Silja, Katla og Donna Cruz voru glæsilegar í gær.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein