Gerir enn gæfumun þrátt fyrir mótlæti Hjörvar Ólafsson skrifar 30. september 2019 16:45 Neymar. VÍSIR/GETTY Sóknarmaðurinn umdeildi, Neymar, fór ekki í neinar felur með það eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann þráði það heitt að komast burt frá franska stórveldinu PSG. Barcelona reyndi allt sem í þeirra valdi stóð til þess að sækja stórstjörnuna aftur til Katalóníu en eftir langar og strangar samningaviðræður varð niðurstaðan sú að Neymar yrði um kyrrt hjá PSG. Eftir að í ljós kom að Barcelona myndi ekki klófesta framherjann ákvað Neymar að fara í hart við spænska stórveldið og krafðist þess að Barcelona myndi greiða sér bónus sem hann taldi sig eiga inni hjá félaginu. Forráðamenn Barcelona telja hins vegar að eftir að Neymar yfirgaf félagið og gekk til liðs við PSG hafi ákvæði samningsins við Brasilíumanninn um bónusgreiðsluna fallið úr gildi. Málið verður útkljáð í réttarsal. Stuðningsmenn PSG voru eðlilega ekki sáttir við framgöngu Neymar og þankagang hans í garð félagsins og hafa baulað á hann í fyrstu leikjum hans með liðinu á tímabilinu. Neymar skoraði sigurmark PSG í 1-0 sigri gegn Bordeaux um helgina. Nú er svo komið að Neymar hefur tryggt PSG sigur í síðustu þremur deildarsigrum liðsins. Telur að ástríðan muni líta dagsins ljós á nýjan leik Hann kom meiddur til liðs við leikmannahóp PSG eftir sumarfrí og var fjarri góðu gamni í fyrstu leikjum liðsins. Neymar hefur svo skorað þrjú mörk í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað eftir að hann hristi af sér meiðslin. Þrátt fyrir að Neymar hafi tryggt PSG níu af þeim átján liðum sem liðið hefur innbyrt virðast stuðningsmenn Parísarliðsins ekki hafa fyrirgefið honum og halda áfram að baula. „Ég er hérna staddur til þess að aðstoða PSG eins mikið og ég get. Ég er í vinnu sem íþróttamaður hjá félaginu og mun gefa allt sem ég á til þess að PSG fari með sigur af hólmi í þeim leikjum sem ég spila fyrir félagið. Við getum vonandi fagnað saman og lyft bikurum í lok tímabilsins. Þetta er eins og samband með kærustu sem þú ert ekki í samskiptum við í einhvern tíma. Síðan kemur ástríðan aftur og allt verður eðlilegt á ný,“ segir Neymar í samtali við L'Équipe um samband sitt við stuðningsmenn PSG eftir sigurleikinn gegn Bordeaux um helgina. Mörk og sigrar í Meistaradeild Evrópu gætu lagað stöðuna Athyglin hefur verið mikl á lífi Neymar utan vallar síðustu ár. Hann hefur líkt og fleiri launaháir leikmenn lent í stappi við spænsk skattayfirvöld, hann var kærður fyrir nauðgun fyrr á þessu ári og þá hefur leikstíll hans farið verulega á taugarnar á andstæðingum hans. Eftir að PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum keppninnar síðasta vor jós hann svo úr skálum reiði sinnar og fékk fyrir þann reiðilestur þriggja leikja bann í keppninni sem hann situr af sér í fyrstu leikjum riðlakeppninnar. Nauðgunarkæran á hendur Neymar hefur verið látin niður falla og búið er að leysa úr ágreningi hans við skattayfirvöld á Spáni með sektargreiðslu hans. Nú er spurningin hvort Neymar nái að vinna stuðningsmenn PSG á sitt band eftir því sem líður á leiktíðina. Stuðningsmenn liðsins eru orðnir vanir velgengni heima fyrir eftir mikla sigurgöngu þar síðasta áratuginn tæpan þar sem liðið hefur orðið franskur meistari sex sinnum og jafn oft bikarmeistari. Eigendur liðsins og stuðningsmenn þess vilja hins vegar sjá liðið gera betur í Meistaradeild Evrópu en síðustu ár. Takist Neymar að gera gæfumuninn þegar hann er búinn að sitja af sér leikbannið í Meistaradeildinni er líklegt að baulið muni umbreytast í sigurhróp þegar það fer að vora á næsta ári. Annars þarf hann að gera meira inni á vellinum og sýna frekari merki um tryggð sína og hollustu við félagið til þess að breyta stemningunni hjá stuðningsmönnunum. Birtist í Fréttablaðinu Franski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Sóknarmaðurinn umdeildi, Neymar, fór ekki í neinar felur með það eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann þráði það heitt að komast burt frá franska stórveldinu PSG. Barcelona reyndi allt sem í þeirra valdi stóð til þess að sækja stórstjörnuna aftur til Katalóníu en eftir langar og strangar samningaviðræður varð niðurstaðan sú að Neymar yrði um kyrrt hjá PSG. Eftir að í ljós kom að Barcelona myndi ekki klófesta framherjann ákvað Neymar að fara í hart við spænska stórveldið og krafðist þess að Barcelona myndi greiða sér bónus sem hann taldi sig eiga inni hjá félaginu. Forráðamenn Barcelona telja hins vegar að eftir að Neymar yfirgaf félagið og gekk til liðs við PSG hafi ákvæði samningsins við Brasilíumanninn um bónusgreiðsluna fallið úr gildi. Málið verður útkljáð í réttarsal. Stuðningsmenn PSG voru eðlilega ekki sáttir við framgöngu Neymar og þankagang hans í garð félagsins og hafa baulað á hann í fyrstu leikjum hans með liðinu á tímabilinu. Neymar skoraði sigurmark PSG í 1-0 sigri gegn Bordeaux um helgina. Nú er svo komið að Neymar hefur tryggt PSG sigur í síðustu þremur deildarsigrum liðsins. Telur að ástríðan muni líta dagsins ljós á nýjan leik Hann kom meiddur til liðs við leikmannahóp PSG eftir sumarfrí og var fjarri góðu gamni í fyrstu leikjum liðsins. Neymar hefur svo skorað þrjú mörk í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað eftir að hann hristi af sér meiðslin. Þrátt fyrir að Neymar hafi tryggt PSG níu af þeim átján liðum sem liðið hefur innbyrt virðast stuðningsmenn Parísarliðsins ekki hafa fyrirgefið honum og halda áfram að baula. „Ég er hérna staddur til þess að aðstoða PSG eins mikið og ég get. Ég er í vinnu sem íþróttamaður hjá félaginu og mun gefa allt sem ég á til þess að PSG fari með sigur af hólmi í þeim leikjum sem ég spila fyrir félagið. Við getum vonandi fagnað saman og lyft bikurum í lok tímabilsins. Þetta er eins og samband með kærustu sem þú ert ekki í samskiptum við í einhvern tíma. Síðan kemur ástríðan aftur og allt verður eðlilegt á ný,“ segir Neymar í samtali við L'Équipe um samband sitt við stuðningsmenn PSG eftir sigurleikinn gegn Bordeaux um helgina. Mörk og sigrar í Meistaradeild Evrópu gætu lagað stöðuna Athyglin hefur verið mikl á lífi Neymar utan vallar síðustu ár. Hann hefur líkt og fleiri launaháir leikmenn lent í stappi við spænsk skattayfirvöld, hann var kærður fyrir nauðgun fyrr á þessu ári og þá hefur leikstíll hans farið verulega á taugarnar á andstæðingum hans. Eftir að PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum keppninnar síðasta vor jós hann svo úr skálum reiði sinnar og fékk fyrir þann reiðilestur þriggja leikja bann í keppninni sem hann situr af sér í fyrstu leikjum riðlakeppninnar. Nauðgunarkæran á hendur Neymar hefur verið látin niður falla og búið er að leysa úr ágreningi hans við skattayfirvöld á Spáni með sektargreiðslu hans. Nú er spurningin hvort Neymar nái að vinna stuðningsmenn PSG á sitt band eftir því sem líður á leiktíðina. Stuðningsmenn liðsins eru orðnir vanir velgengni heima fyrir eftir mikla sigurgöngu þar síðasta áratuginn tæpan þar sem liðið hefur orðið franskur meistari sex sinnum og jafn oft bikarmeistari. Eigendur liðsins og stuðningsmenn þess vilja hins vegar sjá liðið gera betur í Meistaradeild Evrópu en síðustu ár. Takist Neymar að gera gæfumuninn þegar hann er búinn að sitja af sér leikbannið í Meistaradeildinni er líklegt að baulið muni umbreytast í sigurhróp þegar það fer að vora á næsta ári. Annars þarf hann að gera meira inni á vellinum og sýna frekari merki um tryggð sína og hollustu við félagið til þess að breyta stemningunni hjá stuðningsmönnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Franski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira