Skærustu stjörnur Filippseyja kyssast undir íslenskum norðurljósum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2019 08:45 Kathryn Bernardo og Daniel Padilla hafa verið par um árabil. Þau eru dýrkuð og dáð í heimalandinu. Skjáskot/Instagram Filippseyska stjörnuparið Kathryn Bernardo og Daniel Padilla er statt hér á landi ef marka má Instagram-færslu þeirrar fyrrnefndu. Bernardo og Padilla, sem bæði eru leikarar, njóta gríðarlegra vinsælda í heimalandinu. „Norðurljósin ákváðu að mæta fyrsta daginn okkar hér, næstum eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Takk fyrir að mæta, Aurora Borealis! Endilega endurtakið leikinn næstu daga,“ skrifaði Bernardo við þrjár norðurljósamyndir sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær. Fyrr um daginn birti hún myndir úr Bláa lóninu, sem þau Padilla heimsóttu strax eftir að þau stigu út úr flugvélinni. View this post on InstagramDefine magical. The northern lights decided to show up on our first day here, almost as if it was welcoming us. Thanks for showing up, Aurora Borealis! Please feel free to do so again in the coming days. We really don't mind. A post shared by Kathryn Bernardo (@bernardokath) on Sep 29, 2019 at 4:22am PDT Bernardo er 23 ára og skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu sem titilpersónan Mara í filippseysku sjónvarpsþáttunum Mara Clara. Færa má rök fyrir því að hún sé vinsælasta leikkona Filippseyja en kvikmyndin Hello Love Goodbye, sem frumsýnd var í vor, er sú tekjuhæsta í sögu landsins. Samanlagðar tekjur kvikmynda hennar eru jafnframt þær hæstu þegar litið er til einstakra leikkvenna og hún státar af nær tíu milljón fylgjendum á Instagram. Bernardo og Padilla hafa verið par um árabil. Padilla, sem er ári eldri en kærastan, er ekki síður vinsæll á Filippseyjum og hefur gert garðinn frægan sem bæði leikari og söngvari. Þá hefur hann verið krýndur óformlegur „Hjartakonungur“ filippseysks skemmtanaiðnaðar, ef marka má Wikipedia-síðu hans. Filippseyjar Íslandsvinir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Filippseyska stjörnuparið Kathryn Bernardo og Daniel Padilla er statt hér á landi ef marka má Instagram-færslu þeirrar fyrrnefndu. Bernardo og Padilla, sem bæði eru leikarar, njóta gríðarlegra vinsælda í heimalandinu. „Norðurljósin ákváðu að mæta fyrsta daginn okkar hér, næstum eins og þau væru að bjóða okkur velkomin. Takk fyrir að mæta, Aurora Borealis! Endilega endurtakið leikinn næstu daga,“ skrifaði Bernardo við þrjár norðurljósamyndir sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær. Fyrr um daginn birti hún myndir úr Bláa lóninu, sem þau Padilla heimsóttu strax eftir að þau stigu út úr flugvélinni. View this post on InstagramDefine magical. The northern lights decided to show up on our first day here, almost as if it was welcoming us. Thanks for showing up, Aurora Borealis! Please feel free to do so again in the coming days. We really don't mind. A post shared by Kathryn Bernardo (@bernardokath) on Sep 29, 2019 at 4:22am PDT Bernardo er 23 ára og skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu sem titilpersónan Mara í filippseysku sjónvarpsþáttunum Mara Clara. Færa má rök fyrir því að hún sé vinsælasta leikkona Filippseyja en kvikmyndin Hello Love Goodbye, sem frumsýnd var í vor, er sú tekjuhæsta í sögu landsins. Samanlagðar tekjur kvikmynda hennar eru jafnframt þær hæstu þegar litið er til einstakra leikkvenna og hún státar af nær tíu milljón fylgjendum á Instagram. Bernardo og Padilla hafa verið par um árabil. Padilla, sem er ári eldri en kærastan, er ekki síður vinsæll á Filippseyjum og hefur gert garðinn frægan sem bæði leikari og söngvari. Þá hefur hann verið krýndur óformlegur „Hjartakonungur“ filippseysks skemmtanaiðnaðar, ef marka má Wikipedia-síðu hans.
Filippseyjar Íslandsvinir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira