Urriðarnir í torfum í Öxará Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2019 10:03 Urriðartorfan neðan við Drekkingarhyl í gær. Mynd: KL Nú er sá árstími að laxfiskar landsins eru komnir að hrygningu og sjónarspilið sem fylgir því er oft ansi magnað. Það er eru líklega fáir staðir á landinu þar sem þetta sést jafnvel og í Öxará en á göngu sem Veiðivísir tók meðfram ánni í gær var alveg magnað að sjá þetta sjónarspil þegar hængarnir slást um hrygnurnar og sitt pláss í ánni. Eins og venjulega sér maður torfuna neðan við brúnna hjá Drekkingarhyl afskaplega vel og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er ekki um neitt smá magn af fiski að ræða og þarna eru margir stórir. Þetta er þó ekki aðeins bundið við þessa breiðu. Breiðan ofan brúar við veginn að bílastæðinu þar sem Valhöll stóð er einnig þétt setin af stórum urriða sem liggur á aðeins meira dýpi en sést engu að síður mjög vel. Um það bil 200 metrum fyrir ofan þá breiðu er annar hylur fyllur af fiski og allar lænur frá þessum stað upp að breiðunni við Drekkingarhyl fyllar af fiski sem er að skvetta sér og sýna sig í ánni. Það fer ekkert framhjá þér, svo mikil eru lætin. Það var mikið af fólki við ánna í gær og það var sérstaklega gaman að sjá svipin á erlendu ferðamönnunum sem horfðu furðulostnir á þetta og hafa lílega aldrei og munu líklega aldrei sjá annað eins. Við hvetjum ykkur til að taka bíltúr á Þingvöll og horfa á þetta og það er um að gera að taka krakkana með því á stóru brúnni fyrir miðri á sjást þessir drekar vel á grunnu vatni og krökkunum finnst það alltaf jafn magnað. Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði
Nú er sá árstími að laxfiskar landsins eru komnir að hrygningu og sjónarspilið sem fylgir því er oft ansi magnað. Það er eru líklega fáir staðir á landinu þar sem þetta sést jafnvel og í Öxará en á göngu sem Veiðivísir tók meðfram ánni í gær var alveg magnað að sjá þetta sjónarspil þegar hængarnir slást um hrygnurnar og sitt pláss í ánni. Eins og venjulega sér maður torfuna neðan við brúnna hjá Drekkingarhyl afskaplega vel og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er ekki um neitt smá magn af fiski að ræða og þarna eru margir stórir. Þetta er þó ekki aðeins bundið við þessa breiðu. Breiðan ofan brúar við veginn að bílastæðinu þar sem Valhöll stóð er einnig þétt setin af stórum urriða sem liggur á aðeins meira dýpi en sést engu að síður mjög vel. Um það bil 200 metrum fyrir ofan þá breiðu er annar hylur fyllur af fiski og allar lænur frá þessum stað upp að breiðunni við Drekkingarhyl fyllar af fiski sem er að skvetta sér og sýna sig í ánni. Það fer ekkert framhjá þér, svo mikil eru lætin. Það var mikið af fólki við ánna í gær og það var sérstaklega gaman að sjá svipin á erlendu ferðamönnunum sem horfðu furðulostnir á þetta og hafa lílega aldrei og munu líklega aldrei sjá annað eins. Við hvetjum ykkur til að taka bíltúr á Þingvöll og horfa á þetta og það er um að gera að taka krakkana með því á stóru brúnni fyrir miðri á sjást þessir drekar vel á grunnu vatni og krökkunum finnst það alltaf jafn magnað.
Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði