Spánverjar standa frammi fyrir fjórðu þingkosningunum á jafnmörgum árum eftir að Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, tókst ekki að koma saman þingmeirihluta fyrir nýja ríkisstjórn. Í júlí komst Sanchez nálægt samkomulagi við vinstri flokkinn Podemos, en dró í síðasta mánuði til baka tilboð um samsteypustjórn með Podemos.
Sanchez veðjar á að honum muni takast að fjölga þeim 123 þingsætum (af 350) sem sósíalistar unnu í apríl. Skoðanakannanir benda til þess að hann hafi rétt fyrir sér og að hinn hægrisinnaði Lýðflokkur muni einnig standa sig vel. Þetta yrði á kostnað nýrri flokka, þar á meðal vinstriflokksins Podemos, mið-hægriflokksins Ciudadanos og Vox sem er flokkur lengst til hægri.
Gangi spár eftir um minni kjörsókn vegna kosningaþreytu er það líklegt til að hafa neikvæð áhrif á vinstriflokkana.
Þrátefli spænskra stjórnmála er þannig líklegt til að halda áfram nema flokksleiðtogarnir læri að miðla betur málum. – ds

