Verður heimurinn betri? komin út í þriðja sinn Heimsljós kynnir 20. september 2019 08:45 Ljósmynd frá Mósambík. gunnisal Nýkomin er út í þriðja sinn kennslubókin „Verður heimurinn betri?“ ásamt þýddum og staðfærðum kennsluleiðbeiningum sem sniðnar eru að nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla og nemendum í framhaldsskólum. Bókin fjallar um þróunina í heiminum og hefur að leiðarljósi að efla ungt fólk til umræðu um alþjóðasamvinnu og þróunarmál með hvatningu til þeirra um að taka virkan þátt í að móta framtíð heimsins. Félag Sameinuðu þjóðanna, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, stendur að útgáfu bókarinnar, og hefur dreift henni í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. „Í bókinni er heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sjálfbæra þróun lýst, en þau marka leiðina að sjálfbærri framtíð bæði fyrir fólk og jörðina fram til ársins 2030,“ segir Harpa Júlíusdóttir hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna.Hún segir að þátttaka ungu kynslóðarinnar í framkvæmd heimsmarkmiðanna skipti sköpum og fræðsla í skólum sé fyrsta skrefið. „Í bókinni er leitað svara við spurningum eins og: Hvað er þróun? Hvernig er hún mæld? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Hvað er fátækt og hvernig hafa loftslagsbreytingar áhrif á hana? Af hverju höldum við að heimurinn sé verr staddur en hann er í raun og veru? Og síðast en ekki síst: Verður heimurinn betri? Í bókinn er fjallað um þróun í veröldinni á auðskiljanlegan, upplýsandi og jákvæðan hátt, velt upp spurningum og umræðum og vísað í staðreyndir og nýja tölfræði,“ segir Harpa. Bókin er þýdd úr sænsku og kom fyrst út á vegum Norðurlandaskrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu Þjóðanna (UNDP) árið 2005. Þetta er sjöunda útgáfa bókarinnar, uppfærð og endurskoðuð. Nálgast má bæði bókina og kennsluleiðbeiningarnar á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna og bókina má einnig sækja á vef Menntamálastofnunar. Óski skólar eftir aðstoð við að innleiða efni bókarinnar í kennslu og/eða óskar eftir að fá eintak af bókinni má senda beiðni á Félag Sameinuðu þjóðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent
Nýkomin er út í þriðja sinn kennslubókin „Verður heimurinn betri?“ ásamt þýddum og staðfærðum kennsluleiðbeiningum sem sniðnar eru að nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla og nemendum í framhaldsskólum. Bókin fjallar um þróunina í heiminum og hefur að leiðarljósi að efla ungt fólk til umræðu um alþjóðasamvinnu og þróunarmál með hvatningu til þeirra um að taka virkan þátt í að móta framtíð heimsins. Félag Sameinuðu þjóðanna, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, stendur að útgáfu bókarinnar, og hefur dreift henni í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. „Í bókinni er heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sjálfbæra þróun lýst, en þau marka leiðina að sjálfbærri framtíð bæði fyrir fólk og jörðina fram til ársins 2030,“ segir Harpa Júlíusdóttir hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna.Hún segir að þátttaka ungu kynslóðarinnar í framkvæmd heimsmarkmiðanna skipti sköpum og fræðsla í skólum sé fyrsta skrefið. „Í bókinni er leitað svara við spurningum eins og: Hvað er þróun? Hvernig er hún mæld? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Hvað er fátækt og hvernig hafa loftslagsbreytingar áhrif á hana? Af hverju höldum við að heimurinn sé verr staddur en hann er í raun og veru? Og síðast en ekki síst: Verður heimurinn betri? Í bókinn er fjallað um þróun í veröldinni á auðskiljanlegan, upplýsandi og jákvæðan hátt, velt upp spurningum og umræðum og vísað í staðreyndir og nýja tölfræði,“ segir Harpa. Bókin er þýdd úr sænsku og kom fyrst út á vegum Norðurlandaskrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu Þjóðanna (UNDP) árið 2005. Þetta er sjöunda útgáfa bókarinnar, uppfærð og endurskoðuð. Nálgast má bæði bókina og kennsluleiðbeiningarnar á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna og bókina má einnig sækja á vef Menntamálastofnunar. Óski skólar eftir aðstoð við að innleiða efni bókarinnar í kennslu og/eða óskar eftir að fá eintak af bókinni má senda beiðni á Félag Sameinuðu þjóðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent