Árnar á vesturlandi í flóði Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2019 08:47 Horft niður í Efri Hvítstaðahyl í Langá í gær Mynd: Guðlaugur P. Frímannsson Það er annað hvort í ökkla eða eyra í laxveiðinni þetta árið en eftir eitt þurrasta sumar í manna minnum tekur við úrhelli á þessu hausti. Eftir að það fór að rigna og árnar á vesturlandi lyftu sér upp í gott vatn tók veiðin góðan kipp og lagaði annars mjög slakar tölur í ánum. Þessi tími með góðu vatni er liðinn og ljóst að haustveiðin á þessu tímabili er líklega búin nema árnar sjatni allverulega. Meðfylgjandi myndir eru úr nokkrum af þeim ám sem urðu hvað verst úti í þurrkunum í sumar og það er ótrúlegt að sjá vatnsmagnið í þeim núna í samanburði við hvernig útlitið var þegar það var verst. Þeir sem voru við bakkana í þessum ám hefðu líklega þegið brot af þessu vatni í sumar. Haustveiði er ennþá í gangi í Laxá í Dölum og í Langá en það er nokkuð ljóst að það verður varla mikið um veiði í þessu vatni. Mest lesið Góður gangur í Langá Veiði Töluvert af laxi í Soginu Veiði Höfundur Snældunnar látinn Veiði Rabbi tekur við Norðurá til fimm ára Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Veiði Uppselt í Hítará Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Uppkaup neta í Þingvallavatni möguleiki Veiði
Það er annað hvort í ökkla eða eyra í laxveiðinni þetta árið en eftir eitt þurrasta sumar í manna minnum tekur við úrhelli á þessu hausti. Eftir að það fór að rigna og árnar á vesturlandi lyftu sér upp í gott vatn tók veiðin góðan kipp og lagaði annars mjög slakar tölur í ánum. Þessi tími með góðu vatni er liðinn og ljóst að haustveiðin á þessu tímabili er líklega búin nema árnar sjatni allverulega. Meðfylgjandi myndir eru úr nokkrum af þeim ám sem urðu hvað verst úti í þurrkunum í sumar og það er ótrúlegt að sjá vatnsmagnið í þeim núna í samanburði við hvernig útlitið var þegar það var verst. Þeir sem voru við bakkana í þessum ám hefðu líklega þegið brot af þessu vatni í sumar. Haustveiði er ennþá í gangi í Laxá í Dölum og í Langá en það er nokkuð ljóst að það verður varla mikið um veiði í þessu vatni.
Mest lesið Góður gangur í Langá Veiði Töluvert af laxi í Soginu Veiði Höfundur Snældunnar látinn Veiði Rabbi tekur við Norðurá til fimm ára Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Veiði Uppselt í Hítará Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Uppkaup neta í Þingvallavatni möguleiki Veiði