Emil fór í æfingaferð með Malmö til Suður-Afríku þar sem engir boltar voru með og sofið í tjöldum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2019 10:30 Emil Hallfreðsson á HM í Rússlandi síðasta sumar. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var viðmælandi þáttarins Draumaliðsins þar sem þáttarstjórnandinn Jóhann Skúli fær til sín þekkta knattspyrnumenn. Í þættinum velja knattspyrnumennirnir þá ellefu leikmenn sem þeir hafa í sínu draumaliði en Emil er fimmti viðmælandinn í annarri seríu. Emil fer eðlilega yfir víðan völl en sagði meðal annars frá athyglisverðri sögu frá tíma sínum hjá Malmö. Hafnfirðingurinn lék þar á láni frá Tottenham árið 2006. „Við vorum með hörkulið en ég vil meina smá að þjálfarinn hafi verið í ruglinu. Það er ótrúlegt auðvelt að segja það hérna og auðvelt að kenna honum um,“ sagði Emil en þjálfari liðsins á þeim tímapunkti var Sören Åkeby.MOZZARELLA, MORTADELLA, MIT NUTELLA Þakka @EmmiHall kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að kíkja á mig og ræða Draumaliðið sitt með mér. Gæði, glæsimenni og geggjaðir karakterar, það má enginn missa af þessum. https://t.co/hGBJRqbwCz — Jói Skúli (@joiskuli10) September 20, 2019 „Það lýsir því kannski best að í janúar á undirbúningstímabilinu fórum við í æfingaferð til Suður-Afríku án bolta. Við vorum að hlaupa og lyfta í tíu daga í einhverjum frumskógum.“ „Þetta er ein steiktasta æfingaferðin. Þeir tóku ekki boltanet með. Hann var fyrrum slökkviliðsmaður og hann vildi við byrjuðum tímabilið þarna.“ Það voru ekki bara boltalausar æfingar sem vöktu undrun Emils því einnig var sofið í tjöldum þar sem ljón voru nærri. „Við sváfum í tjöldum og það var vörður fyrir utan. Það var ekki klósett í tjöldunum svo ef þú þurftir að pissa þá þurfti gaurinn að fara með þér því annars hefði ljón getað komið. Þetta er sönn saga,“ sagði Emil og bætti við: „Þetta er klárlega ekki besti fótboltaþjálfari sem ég hef haft.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan en þáttarstjórnandinn er Jóhann Skúli Jónsson.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira