Barnadauði helmingi minni en í upphafi aldar Heimsljós kynnir 20. september 2019 13:00 Í nýrri skýrslu um barnadauða í heiminum kemur fram að fleiri börn og konur lifa af núna en nokkru sinni fyrr. Þar kemur fram að frá árinu 2000 hafi barnadauði dregist saman um næstum helming og mæðradauði um þriðjung. Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er meginskýringin á þessum árangri. En þrátt fyrir miklar framfarir á þessu sviði segir tölfræðin að eitt barn eða ein móðir láti lífið á ellefu sekúndna fresti. Talið er að 6,2 milljónir barna undir 15 ára aldri hafi látist í fyrra og ríflega 290 þúsund konur hafi látist á meðgöngu eða vegna vandkvæða tengdum fæðingu árið 2017. Af þeim 6,2 milljónum barna sem létust á síðasta ári dóu 5,3 milljónir á fyrstu fimm árum ævinnar, þar af helmingur á fyrsta mánuðinum. Í skýrslunni - sem gefin er út af UNICEF, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, Alþjóðabankanum og Sameinuðu þjóðunum - segir að konur og nýfædd börn séu eðlilega viðkvæmari fyrir hvers kyns vandkvæðum í og strax eftir fæðingu. „Um allan heim er fæðing barns hamingjustund. Engu að síður, á ellefu sekúndna fresti, breytist fæðing í fjölskylduharmleik,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Hæfar hendur til að hjálpa móður og barni í fæðingu, hreint vatn, fullnægjandi næring, lyf og bólusetningar geta skilið milli lífs og dauða. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma á heilbrigðiskerfi fyrir alla til að bjarga þessum dýrmætu lífum.“ Skýrslan sýnir einnig mikinn mun eftir heimshlutum. Í löndum sunnan Sahara í Afríku eru lífslíkur miklu minni en annars staðar. Mæðradauði er fimmtíu sinnum meiri hjá konum í þeim heimshluta og börn þeirra eru tíu sinnum líklegri til að látast á fyrsta mánuði ævi sinnar en í efnameiri samfélögum. Á síðasta ári lést eitt af hverju þrettán barni í sunnanverðri Afríku fyrir fimm ára afmælisdaginn. Það er fimmtán sinnum hærri dánartíðni en í Evrópu þar sem eitt af hverjum 196 börnum láta lífið yngri en fimm ára. Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví lagt mikla áherslu á bætta heilbrigðisþjónustu fyrir mæður og börn. Ný fæðingardeild ásamt miðstöð ungbarnaeftirlits var tekin í notkun í upphafi árs í höfuðstað Mongochi héraðs og margar minni fæðingardeildir hafa verið reistar í sveitum á síðustu árum. Malaví er eitt þeirra landa í heiminum sem hefur náð mestum árangri í lækkun barna- og mæðradauða frá aldamótum. Nánar á vef UNICEFÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Í nýrri skýrslu um barnadauða í heiminum kemur fram að fleiri börn og konur lifa af núna en nokkru sinni fyrr. Þar kemur fram að frá árinu 2000 hafi barnadauði dregist saman um næstum helming og mæðradauði um þriðjung. Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er meginskýringin á þessum árangri. En þrátt fyrir miklar framfarir á þessu sviði segir tölfræðin að eitt barn eða ein móðir láti lífið á ellefu sekúndna fresti. Talið er að 6,2 milljónir barna undir 15 ára aldri hafi látist í fyrra og ríflega 290 þúsund konur hafi látist á meðgöngu eða vegna vandkvæða tengdum fæðingu árið 2017. Af þeim 6,2 milljónum barna sem létust á síðasta ári dóu 5,3 milljónir á fyrstu fimm árum ævinnar, þar af helmingur á fyrsta mánuðinum. Í skýrslunni - sem gefin er út af UNICEF, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, Alþjóðabankanum og Sameinuðu þjóðunum - segir að konur og nýfædd börn séu eðlilega viðkvæmari fyrir hvers kyns vandkvæðum í og strax eftir fæðingu. „Um allan heim er fæðing barns hamingjustund. Engu að síður, á ellefu sekúndna fresti, breytist fæðing í fjölskylduharmleik,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Hæfar hendur til að hjálpa móður og barni í fæðingu, hreint vatn, fullnægjandi næring, lyf og bólusetningar geta skilið milli lífs og dauða. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma á heilbrigðiskerfi fyrir alla til að bjarga þessum dýrmætu lífum.“ Skýrslan sýnir einnig mikinn mun eftir heimshlutum. Í löndum sunnan Sahara í Afríku eru lífslíkur miklu minni en annars staðar. Mæðradauði er fimmtíu sinnum meiri hjá konum í þeim heimshluta og börn þeirra eru tíu sinnum líklegri til að látast á fyrsta mánuði ævi sinnar en í efnameiri samfélögum. Á síðasta ári lést eitt af hverju þrettán barni í sunnanverðri Afríku fyrir fimm ára afmælisdaginn. Það er fimmtán sinnum hærri dánartíðni en í Evrópu þar sem eitt af hverjum 196 börnum láta lífið yngri en fimm ára. Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví lagt mikla áherslu á bætta heilbrigðisþjónustu fyrir mæður og börn. Ný fæðingardeild ásamt miðstöð ungbarnaeftirlits var tekin í notkun í upphafi árs í höfuðstað Mongochi héraðs og margar minni fæðingardeildir hafa verið reistar í sveitum á síðustu árum. Malaví er eitt þeirra landa í heiminum sem hefur náð mestum árangri í lækkun barna- og mæðradauða frá aldamótum. Nánar á vef UNICEFÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent