Landgræðsluskólinn útskrifar á þriðja tug sérfræðinga Heimsljós kynnir 20. september 2019 15:45 Útskriftarhópurinn. Landgræðsluskólinn. Í vikunni útskrifaðist 21 sérfræðingur, 11 konur og 10 karlar, úr árlegu sex mánaða námi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Útskriftarhópurinn í ár er sá fjölmennasti til þessa og nú hafa alls 139 sérfræðingar útskrifast frá skólanum, 67 konur og 72 karlar. Í hópnum í ár voru sérfræðingar frá Mongólíu, Kirgistan, Tadsjikistan og Úsbekistan í Mið-Asíu og frá Eþíópíu, Gana, Malaví, Lesótó og Úganda í Afríku. Sérfræðingarnir fara nú aftur til starfa í heimalöndum sínum og miðla þar af reynslu sinni og þekkingu. Við útskriftarathöfnina ávarpaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gesti. Hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar til að tryggja að okkur takist að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og skapa sjálfbær samfélög. Auk umhverfisráðherra tóku til máls Árni Bragason Landgræðslustjóri og formaður stjórnar Landgræðsluskólans, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður skólans og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar að auki fluttu tveir útskriftarnemar ræðu fyrir hönd útskriftarhópsins, þau Annett Mlenga frá Malaví og Haqrizo Nurmamadov frá Tadsjikistan. Jón Erlingur Jónasson skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins afhenti nemunum útskriftarskírteini ásamt forstöðumanni skólans. Meginmarkmið Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að aðstoða þróunarlönd sem glíma við landhnignun að stuðla að sjálfbærri landnýtingu og græða upp illa farið land. Það er meðal annars gert með því að bjóða hingað til lands sérfræðingum frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans á sex mánaða námskeið í landgræðslu, sjálfbærri landnýtingu og endurheimt vistkerfa. Námið eflir þekkingu innan viðkomandi stofnana og landa með þjálfun starfsfólksins sem hingað kemur. Landgræðsluskólinn hefur starfað frá árinu 2007 og standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan að rekstri skólans. Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af íslenska ríkinu sem hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Skógrækt og landgræðsla Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Í vikunni útskrifaðist 21 sérfræðingur, 11 konur og 10 karlar, úr árlegu sex mánaða námi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Útskriftarhópurinn í ár er sá fjölmennasti til þessa og nú hafa alls 139 sérfræðingar útskrifast frá skólanum, 67 konur og 72 karlar. Í hópnum í ár voru sérfræðingar frá Mongólíu, Kirgistan, Tadsjikistan og Úsbekistan í Mið-Asíu og frá Eþíópíu, Gana, Malaví, Lesótó og Úganda í Afríku. Sérfræðingarnir fara nú aftur til starfa í heimalöndum sínum og miðla þar af reynslu sinni og þekkingu. Við útskriftarathöfnina ávarpaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gesti. Hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar til að tryggja að okkur takist að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og skapa sjálfbær samfélög. Auk umhverfisráðherra tóku til máls Árni Bragason Landgræðslustjóri og formaður stjórnar Landgræðsluskólans, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður skólans og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar að auki fluttu tveir útskriftarnemar ræðu fyrir hönd útskriftarhópsins, þau Annett Mlenga frá Malaví og Haqrizo Nurmamadov frá Tadsjikistan. Jón Erlingur Jónasson skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins afhenti nemunum útskriftarskírteini ásamt forstöðumanni skólans. Meginmarkmið Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að aðstoða þróunarlönd sem glíma við landhnignun að stuðla að sjálfbærri landnýtingu og græða upp illa farið land. Það er meðal annars gert með því að bjóða hingað til lands sérfræðingum frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans á sex mánaða námskeið í landgræðslu, sjálfbærri landnýtingu og endurheimt vistkerfa. Námið eflir þekkingu innan viðkomandi stofnana og landa með þjálfun starfsfólksins sem hingað kemur. Landgræðsluskólinn hefur starfað frá árinu 2007 og standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan að rekstri skólans. Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af íslenska ríkinu sem hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Skógrækt og landgræðsla Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent