Fótbolti

Vilja ekki að Fati verði valinn í landsliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ansu Fati
Ansu Fati vísir/getty
Barcelona vill ekki að ungstirnið Ansu Fati verði valinn í landsliðsverkefni með Spánverjum og segir stjóri Börsunga að það yrði skref aftur á bak fyrir leikmanninn.

Fati varð spænskur ríkisborgari á dögunum og er áhugi fyrir því að kalla hann inn í hóp Spánverja fyrir HM U17 ára.

Fati hefur slegið í gegn hjá Barcelona á tímabilinu, er orðinn yngsti markaskorari Barcelona í La Liga deildinni og yngsti leikmaðurinn til þess að spila fyrir Barcelona í Meistaradeildinni.

Ef Fati verður valinn í U17 landsliðið, sem er talið líklegt, þá verður hann frá í allt að fimm vikur.

„Hann hefur enn ekki verið kallaður í landsliðið svo við þurfum bara að sjá. En það yrði skref til baka því hann er leikmaður sem er bara að koma inn í aðalliðið,“ sagði Ernesto Valverde, knattspyrnustjóri Barcelona.

„Við vitum ekki hvað gerist í þessum leikjum sem hann myndi missa af.“

Valverde vill að Fati æfi með aðalliði Barcelona í allan vetur, þó það muni koma tímar þar sem hann mun spila fyrir B-lið félagsins.


Tengdar fréttir

Ný ofurstjarna að verða til í Barcelona?

Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir.

Undrabarnið Fati orðinn Spánverji

Hið 16 ára gamla undrabarn Barcelona, Ansu Fati, fékk í dag spænskt ríkisfang og hann getur því spilað með spænska landsliðinu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×