Kaffireikningurinn hækkar í myrkrinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. september 2019 11:00 Óttarr með níðþungan doðrant og leiðist það ekki. „Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikninginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undanfarið: Rachel Cusk er ensk skáldkona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er líklega óhætt að telja það góð meðmæli. Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarfpunkti, sem sé hrollvekjandi heillandi lýsing á valdleysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfirhöfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríumanninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressilega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmundar. Þetta er saga af yfirnáttúrulegum atburðum í vesturbæ Reykjavíkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpasagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráðfyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráðleggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem aflaði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþríleikur Neal Stephenson er meistarastykki sýndarheimspönkstílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikninginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undanfarið: Rachel Cusk er ensk skáldkona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er líklega óhætt að telja það góð meðmæli. Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarfpunkti, sem sé hrollvekjandi heillandi lýsing á valdleysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfirhöfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríumanninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressilega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmundar. Þetta er saga af yfirnáttúrulegum atburðum í vesturbæ Reykjavíkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpasagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráðfyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráðleggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem aflaði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþríleikur Neal Stephenson er meistarastykki sýndarheimspönkstílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira