Enski boltinn

Fékk á sig átta mörk gegn Man. City um helgina: „Styttist í að þeir skori tíu í sama leiknum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Foster var á yfirvinnukaupi um helgina.
Foster var á yfirvinnukaupi um helgina. vísir/getty
Ben Foster, markvörður Watford, segir að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Manchester City skori tíu mörk í sama leiknum.

Foster stóð í markinu gegn City á laugardaginn er Watford-menn voru niðurlægðir á Etihad. Þeir töpuðu leiknum 8-0 og voru 5-0 undir eftir átján mínútna leik.

Þetta tap kom einungis fjórum mánuðum eftir að City hafði unnið 6-0 sigur á Watford í úrslitaleik enska bikarsins en City hefur einnig unnið 9-0 og 7-0 sigra á síðasta ári.

„Þeir munu skora níu eða tíu mörk á einhvern bráðlega. Að koma hingað sem markvörður er það nánast afrek að ná að halda þeim í einu eða tveimmur mörkum. Á augnablikum eru þeir magnaðir,“ sagði Foster.







„Þeir voru óhugnanlegir á augnablikum í leiknum. Þeir voru miskunnarlausir. Þú gast séð þá opna okkur og búa til færi beint fyrir framan þig og þetta var ekki gaman. Í hreinskilni sagt hefði þetta getað farið í tveggja stafa tölu.“

Watford er á botni deildarinnar með einungis tvö stig en þeir hafa tapað síðustu tólf leikjum gegn Manchester City og fengið á sig 46 mörk í leikjunum tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×