Uppgjör: Langráður sigur hjá Vettel Bragi Þórðarson skrifar 23. september 2019 19:30 Sebastain Vettel stóð efstur á verðlaunapalli í fyrsta skiptið í 392 daga. Getty Ferrari ökuþórarnir Sebastian Vettel og Charles Leclerc komu í fyrsta og öðru sæti í mark í Singapúr kappakstrinum um helgina. Þetta var í fyrsta skiptið sem lið hefur náð þeim árangri á Marina Bay brautinni en þó var ekki algjör sæla innan liðsins. Charles Leclerc, hinn 21 árs Mónakó búi, hefur verið allsráðandi í síðustu keppnum. Hann náði sínum þriðja ráspól um helgina og allt leit út fyrir þriðja sigurinn í röð. Ferrari ákvað þó að leyfa Vettel að fara fyrst inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og skilaði það Þjóðverjanum sigri. Leclerc þurfti að fara einum hring meira á slitnum dekkjum og tapaði forustunni til liðsfélaga síns.Charles Leclerc varð að sjá á eftir þriðja sigrinum í röð til liðsfélaga síns.GettyMercedes í vandræðumÓtrúlegt en satt að þá var enginn Mercedes bíll á verðlaunapalli en Lewis Hamilton varð að sætta sig við fjórða sætið á eftir Max Verstappen. Valtteri Bottas endaði fimmti sem þýðir að þrátt fyrir að Hamilton átti slæman dag á sunnudag eykur Bretinn forskot sitt í heimsmeistaramótinu. ,,Ferrari eru einfaldlega hungraðari en við’’ sagði fimmfaldi heimsmeistarinn eftir keppni. ,,Uppfærslurnar þeirra virðast virka vel og nú þurfum við sem lið að bæta okkur’’. Sebastian Vettel var að vonum glaður eftir kappaksturinn en Þjóðverjinn hafði þurft að bíða í 392 daga eftir sigri. Árangur Ferrari virðist þó vera koma of seint, nú eru aðeins sex keppnir eftir og bilið í Mercedes er 133 stig í keppni bílasmiða. Næsta umferð fer fram strax næstu helgi í Sochi, Rússlandi. Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari ökuþórarnir Sebastian Vettel og Charles Leclerc komu í fyrsta og öðru sæti í mark í Singapúr kappakstrinum um helgina. Þetta var í fyrsta skiptið sem lið hefur náð þeim árangri á Marina Bay brautinni en þó var ekki algjör sæla innan liðsins. Charles Leclerc, hinn 21 árs Mónakó búi, hefur verið allsráðandi í síðustu keppnum. Hann náði sínum þriðja ráspól um helgina og allt leit út fyrir þriðja sigurinn í röð. Ferrari ákvað þó að leyfa Vettel að fara fyrst inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og skilaði það Þjóðverjanum sigri. Leclerc þurfti að fara einum hring meira á slitnum dekkjum og tapaði forustunni til liðsfélaga síns.Charles Leclerc varð að sjá á eftir þriðja sigrinum í röð til liðsfélaga síns.GettyMercedes í vandræðumÓtrúlegt en satt að þá var enginn Mercedes bíll á verðlaunapalli en Lewis Hamilton varð að sætta sig við fjórða sætið á eftir Max Verstappen. Valtteri Bottas endaði fimmti sem þýðir að þrátt fyrir að Hamilton átti slæman dag á sunnudag eykur Bretinn forskot sitt í heimsmeistaramótinu. ,,Ferrari eru einfaldlega hungraðari en við’’ sagði fimmfaldi heimsmeistarinn eftir keppni. ,,Uppfærslurnar þeirra virðast virka vel og nú þurfum við sem lið að bæta okkur’’. Sebastian Vettel var að vonum glaður eftir kappaksturinn en Þjóðverjinn hafði þurft að bíða í 392 daga eftir sigri. Árangur Ferrari virðist þó vera koma of seint, nú eru aðeins sex keppnir eftir og bilið í Mercedes er 133 stig í keppni bílasmiða. Næsta umferð fer fram strax næstu helgi í Sochi, Rússlandi.
Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira