Lífið

Fyrir og eftir breytingar hjá Elísabetu og Magnúsi í Stóragerði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verkefnið kostaði blóð, svita og tár.
Verkefnið kostaði blóð, svita og tár.
Elísabet Gunnarsdóttir og Magnús Már Þorvarðarson keypti sér hæð í Stóragerði í Reykjavík og var planið alltaf að taka allt í nefið þar sem svo gott sem allt inni í íbúðinni var upprunalegt frá 1966.

Fjallað var um framkvæmdirnar í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi en þær hófust í nóvember á síðasta ári og stóðu yfir í marga mánuði.

Magnús þurfti allt í einu að bruna á Bráðamóttökuna í miðjum framkvæmdum.
Magnús er arkitekt og hafði hann mikið um framkvæmdirnar að segja. Rífa þurfti allt út og var hæðin í raun öll endurskipulögð frá a-ö.

Magnús lenti í slysi á meðan framkvæmdunum stóð og fékk hann sexkant á bólakaf inn í lófann.

Hér að neðan má sjá stutt brot úr þættinum þar sem sjá má myndefni fyrir framkvæmdirnar og eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.