Breaking Bad hófu göngu sína árið 2008 á sjónvarpsstöðinni AMC, fimm þáttaraðir voru framleiddar og lauk þeim haustið 2013. Þættirnir hafa verið fádæma vinsælir en honum féllu í skaut alls 16 Emmy-verðlaun og tvö Golden Globe verðlaun.
Þættirnir fjölluðu um efnafræðikennarann Walter White og fyrrum nemanda hans Jesse Pinkman sem lenda í ýmsu eftir að þeir demba sér í eiturlyfjaframleiðslu.
Í aðalhlutverkum voru þeir Bryan Cranston, sem leikur Walter White, og Aaron Paul, sem lék Jesse Pinkman. Hann heldur áfram í því hlutverki. Nú er komin út glæný og ítarleg stikla frá Netflix sem framleiðir kvikmyndina.
Í stiklunni er greinilega lýst eftir Jesse Pinkman af lögregluyfirvöldum og hann er á flótta. Í stiklunni kemur fram að Pinkman þarf að losa sig við lík en hér að neðan má sjá hana í fullri lengd.