Nauðsynlegt að ræða offitu hjá þunguðum konum Elín Albertsdóttir skrifar 25. september 2019 16:30 Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Rannsókn sem gerð var í Noregi sýnir að of þungar konur fá oftar fylgikvilla á meðgöngu en þær sem eru í kjörþyngd. Þetta er vandamál sem ljósmæðrum er kunnugt um. Samkvæmt rannsókninni voru 35 prósent kvenna sem fæddu börn í Noregi árið 2018 of þung eða í yfirvigt. Linn Marie Sørbye ljósmóðir hefur rannsakað þyngd barnshafandi kvenna og tengsl offitu við heilsu móður og barns í doktorsritgerð Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Það eru frekar líkur á eðlilegri meðgöngu og fæðingu sé konan í réttri þyngd. Best er þegar BMI-þyngdarstuðull er normal í upphafi meðgöngu. Það er bæði jákvætt fyrir barnið og móðurina. Kjörþyngd á meðgöngu getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun, háan blóðþrýsting og meðgöngusykursýki. Linn Marie hefur líka áhyggjur af breytingum á þyngd á milli fyrstu og annarrar meðgöngu. Oft þyngjast konur mikið á þeim tíma sem líður á milli og þá eru þær í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Ef kona fær meðgöngusykursýki er líkaminn ekki fær um að vinna með sykur í blóði eins og hann ætti að gera. Þá hækkar blóðsykurinn mikið hjá móðurinni og barnið vex of hratt. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn eru viðkvæmari fyrir ofþyngd síðar á ævinni. Rannsókn Linn Marie og samstarfsmanna hennar er byggð á upplýsingum um fyrstu og aðra meðgöngu 24.198 mæðra, fengnum úr læknaskýrslum í Noregi. Af þessum mæðrum voru 439 greindar með meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Á sama tíma geta þær konur sem eru of þungar á fyrstu meðgöngu en léttast eftir hana fengið heilsufarslegan ávinning áður en þær verða þungaðar að nýju. Sjáanlegur munur var á heilsunni á annarri meðgöngu ef konur höfðu létt sig.Huga þarf að mataræðinu á meðgöngu. Ekki er gott að þyngjast mikið.„Það bendir til þess að það sé hægt að gera eitthvað í málinu,“ segir Linn Marie. „Þetta á samt ekki við um að létta sig á meðgöngu. Við mælum ekki með að konur fari í stranga megrun á meðgöngu. Að sama skapi er ekki gott að þyngjast mikið á meðgöngu. Til eru alþjóðlegar ráðleggingar um það hversu mikið barnshafandi konur ættu að þyngjast á meðgöngu. Þær ætti að hafa þær til hliðsjónar en ekki skapa áhyggjur. Könnun sem birt var í British Medical Journal árið 2017 sýndi að konur sem fengu persónulega aðstoð varðandi næringu og líkamsrækt á meðgöngu þyngdust minna að meðaltali og upplifðu færri fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Konur eru almennt meðvitaðar um offituvandamál og vita hvað er hollt eða óhollt. Þekkingin er til staðar en við hegðum okkur ekki alltaf samkvæmt henni. Persónuleg aðstoð á meðgöngu um næringu og hreyfingu er ekki veitt í mæðravernd í Noregi. Linn telur að auka ætti þá fræðslu. Hún segir að ljósmæður verði að þora að ræða þessa hluti við verðandi mæður. „Mikilvægt er að huga að heilsu konunnar á meðgöngu og þar skiptir ofþyngd miklu máli. Góð lýðheilsa skiptir allt samfélagið máli og leggja þarf áherslu á forvörn, til dæmis hvetja meira til hreyfingar og hollrar fæðu.“ Þetta kemur fram í grein á vefnum forskning.no. Íslendingar er engu skárri en Norðmenn á þessu sviði. Ekki er vitað um nýlega könnun en íslensk rannsókn var birt í Læknablaðinu árið 2010 þar sem greint var frá áhyggjum vegna ofþyngdar kvenna á meðgöngu. Þar kom fram að offita hefði óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
Rannsókn sem gerð var í Noregi sýnir að of þungar konur fá oftar fylgikvilla á meðgöngu en þær sem eru í kjörþyngd. Þetta er vandamál sem ljósmæðrum er kunnugt um. Samkvæmt rannsókninni voru 35 prósent kvenna sem fæddu börn í Noregi árið 2018 of þung eða í yfirvigt. Linn Marie Sørbye ljósmóðir hefur rannsakað þyngd barnshafandi kvenna og tengsl offitu við heilsu móður og barns í doktorsritgerð Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Það eru frekar líkur á eðlilegri meðgöngu og fæðingu sé konan í réttri þyngd. Best er þegar BMI-þyngdarstuðull er normal í upphafi meðgöngu. Það er bæði jákvætt fyrir barnið og móðurina. Kjörþyngd á meðgöngu getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun, háan blóðþrýsting og meðgöngusykursýki. Linn Marie hefur líka áhyggjur af breytingum á þyngd á milli fyrstu og annarrar meðgöngu. Oft þyngjast konur mikið á þeim tíma sem líður á milli og þá eru þær í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Ef kona fær meðgöngusykursýki er líkaminn ekki fær um að vinna með sykur í blóði eins og hann ætti að gera. Þá hækkar blóðsykurinn mikið hjá móðurinni og barnið vex of hratt. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn eru viðkvæmari fyrir ofþyngd síðar á ævinni. Rannsókn Linn Marie og samstarfsmanna hennar er byggð á upplýsingum um fyrstu og aðra meðgöngu 24.198 mæðra, fengnum úr læknaskýrslum í Noregi. Af þessum mæðrum voru 439 greindar með meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Á sama tíma geta þær konur sem eru of þungar á fyrstu meðgöngu en léttast eftir hana fengið heilsufarslegan ávinning áður en þær verða þungaðar að nýju. Sjáanlegur munur var á heilsunni á annarri meðgöngu ef konur höfðu létt sig.Huga þarf að mataræðinu á meðgöngu. Ekki er gott að þyngjast mikið.„Það bendir til þess að það sé hægt að gera eitthvað í málinu,“ segir Linn Marie. „Þetta á samt ekki við um að létta sig á meðgöngu. Við mælum ekki með að konur fari í stranga megrun á meðgöngu. Að sama skapi er ekki gott að þyngjast mikið á meðgöngu. Til eru alþjóðlegar ráðleggingar um það hversu mikið barnshafandi konur ættu að þyngjast á meðgöngu. Þær ætti að hafa þær til hliðsjónar en ekki skapa áhyggjur. Könnun sem birt var í British Medical Journal árið 2017 sýndi að konur sem fengu persónulega aðstoð varðandi næringu og líkamsrækt á meðgöngu þyngdust minna að meðaltali og upplifðu færri fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Konur eru almennt meðvitaðar um offituvandamál og vita hvað er hollt eða óhollt. Þekkingin er til staðar en við hegðum okkur ekki alltaf samkvæmt henni. Persónuleg aðstoð á meðgöngu um næringu og hreyfingu er ekki veitt í mæðravernd í Noregi. Linn telur að auka ætti þá fræðslu. Hún segir að ljósmæður verði að þora að ræða þessa hluti við verðandi mæður. „Mikilvægt er að huga að heilsu konunnar á meðgöngu og þar skiptir ofþyngd miklu máli. Góð lýðheilsa skiptir allt samfélagið máli og leggja þarf áherslu á forvörn, til dæmis hvetja meira til hreyfingar og hollrar fæðu.“ Þetta kemur fram í grein á vefnum forskning.no. Íslendingar er engu skárri en Norðmenn á þessu sviði. Ekki er vitað um nýlega könnun en íslensk rannsókn var birt í Læknablaðinu árið 2010 þar sem greint var frá áhyggjum vegna ofþyngdar kvenna á meðgöngu. Þar kom fram að offita hefði óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira