Háskólar Sameinuðu þjóðanna verði Þekkingarmiðstöð þróunarlanda Heimsljós kynnir 25. september 2019 16:00 Nemendahópurinn sem útskrifaðist frá Jafnréttisskólanum síðastliðið vor. gunnisal Þekkingarmiðstöð þróunarlanda (International Centre for Capacity Development) verður nýtt yfirheiti skólanna fjögurra sem hafa um langt árabil verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Frá og með næstu áramótum bendir allt til þess að skólarnir starfi undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en samningaviðræður milli UNESCO og utanríkisráðuneytisins eru á lokastigi. Áformað er að setja á laggirnar miðstöð á vegum ráðuneytisins sem eigi í samstarfi við og starfi undir merkjum UNESCO líkt og Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar. Skólarnir verða áfram reknir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. „Bæði ráðuneytið og skólarnir sjá spennandi tækifæri í þessu nýja samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fyrir er mikil þekking fyrir hjá UNESCO á þessum fjórum sérsviðum sem skólarnir sinna, auk þess sem samstarfið býður upp á margvísleg tækifæri í samskiptum við stofnunina um að efla skólana í þágu heimsmarkmiðanna og sjálfbærrar þróunar. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið lyftistöng fyrir málvísindi bæði hér heima og erlendis og ég vænti þess að svo verði einnig með þessa nýju stofnun í þágu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vistaskiptin koma ekki til með að hafa áhrif á hlutverk skólanna og raskar ekki starfsemi þeirra. Skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn, eiga áfram að auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði. Þeir verða einnig áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands. Eins og kunnugt er koma á hverju ári hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til fimm eða sex mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var fyrstur skólanna settur á laggirnar, hafa rúmlega 1330 sérfræðingar frá ríflega 100 þróunarríkjum útskrifast frá skólunum og á þriðja þúsund hafa sótt námskeið á vegum þeirra í samstarfsríkjum. Eftir margra ára árangursríkt samstarf var það engu að síður niðurstaða fulltrúa Háskóla Sameinuðu þjóðanna, stjórnenda skólanna og utanríkisráðuneytisins fyrir hönd stjórnvalda, að starfseminni væri betur fyrir komið undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) með sambærilegum hætti og Vigdísarstofnun. Reiknað er með að nýja fyrirkomulagið taki gildi frá og með 1. janúar 2020. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent
Þekkingarmiðstöð þróunarlanda (International Centre for Capacity Development) verður nýtt yfirheiti skólanna fjögurra sem hafa um langt árabil verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Frá og með næstu áramótum bendir allt til þess að skólarnir starfi undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en samningaviðræður milli UNESCO og utanríkisráðuneytisins eru á lokastigi. Áformað er að setja á laggirnar miðstöð á vegum ráðuneytisins sem eigi í samstarfi við og starfi undir merkjum UNESCO líkt og Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar. Skólarnir verða áfram reknir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. „Bæði ráðuneytið og skólarnir sjá spennandi tækifæri í þessu nýja samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fyrir er mikil þekking fyrir hjá UNESCO á þessum fjórum sérsviðum sem skólarnir sinna, auk þess sem samstarfið býður upp á margvísleg tækifæri í samskiptum við stofnunina um að efla skólana í þágu heimsmarkmiðanna og sjálfbærrar þróunar. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið lyftistöng fyrir málvísindi bæði hér heima og erlendis og ég vænti þess að svo verði einnig með þessa nýju stofnun í þágu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vistaskiptin koma ekki til með að hafa áhrif á hlutverk skólanna og raskar ekki starfsemi þeirra. Skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn, eiga áfram að auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði. Þeir verða einnig áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands. Eins og kunnugt er koma á hverju ári hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til fimm eða sex mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var fyrstur skólanna settur á laggirnar, hafa rúmlega 1330 sérfræðingar frá ríflega 100 þróunarríkjum útskrifast frá skólunum og á þriðja þúsund hafa sótt námskeið á vegum þeirra í samstarfsríkjum. Eftir margra ára árangursríkt samstarf var það engu að síður niðurstaða fulltrúa Háskóla Sameinuðu þjóðanna, stjórnenda skólanna og utanríkisráðuneytisins fyrir hönd stjórnvalda, að starfseminni væri betur fyrir komið undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) með sambærilegum hætti og Vigdísarstofnun. Reiknað er með að nýja fyrirkomulagið taki gildi frá og með 1. janúar 2020. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent