Niðurstöðurnar komu skemmtilega á óvart.
Settar voru upp tvær kannanir og fólk beðið um að svara eftir kyni. Athygli vakti að töluvert fleiri karlmenn tóku þátt en alls svöruðu tæplega 4000 manns.
Ef marka má svör lesenda Vísis þá segjast flestir deila kynferðislegum fantasíum með makanum sínum að einhverju leiti en athygli vakti að þriðjungur svarenda segist ekki gera það en langa til þess.
Einnig eru helmingi fleiri konur en karlar sem segjast ekki vilja deila fantasíum sínum með makanum.
Hægt er að sjá frekari niðurstöður hér fyrir neðan:
KONUR:
Já - 31%
Já, einstaka sinnum - 25%
Nei, en langar 29%
Nei hef ekki áhuga 15%
KARLAR:
Já - 29%
Já, einstaka sinnum - 32%
Nei, en langar - 32%
Nei hef ekki áhuga - 7%
Makamál mættu í Brennsluna í morgun á FM957 og ræddu niðurstöðurnar og spurningu næstu viku.
Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan: