Breiðablik gæti mætt Evrópumeisturum síðustu fjögurra ára, Lyon, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Breiðablik tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Spörtu Prag, 0-1, í gær. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt.
Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn. Breiðablik er í neðri styrkleikaflokknum.
Mörg af stærstu liðum Evrópu eru í efri styrkleikaflokknum. Auk Lyon má þar finna lið á borð við Paris Saint-Germain, Barcelona og Wolfsburg sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með. Wolfsburg mætti Þór/KA í Meistaradeildinni í fyrra.
Í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Spörtu Prag í gær sagðist Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, helst vilja mæta Slavia Prag í 16-liða úrslitum. Næstbesti kosturinn væri að mæta Manchester City, félaginu sem hann hefur stutt alla tíð.
Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 16. og 17. október og þeir seinni 30. og 31. október.
Liðin sem Breiðablik getur mætt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar:
Lyon
Wolfsburg
PSG
Barcelona
Bayern
Slavia Prag
Manchester City
Brøndby
