Safnar heiðurssummum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. september 2019 10:00 Anna Gréta hefur unnið með mörgum topptónlistarmönnum í Svíþjóð, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Fréttablaðið/Ernir „Það er mikil búbót að fá svona styrk – og mikill heiður líka. Monika Zetterlund var einmitt sú söngkona sem ég hlustaði mikið á áður en ég flutti til Svíþjóðar svo það er mjög gaman að fá styrk í hennar nafni,“ segir Anna Gréta Sigurðardóttir, djasspíanisti og tónskáld. Minningarsjóður Monicu Zetterlund úthlutar styrkjum ár hvert til tónlistarmanna og listamanna sem starfa í anda hinnar sænsku söngkonu og Anna Gréta hlýtur á morgun, sunnudag, 40.000 sænskar krónur í námsstyrk úr honum. Í rökstuðningi segir að píanótækni Önnu Grétu sé meitluð, hún hafi gott innsæi þannig að þó tjáning hennar sé persónuleg þá viðhaldi hún hefðum. Þar kemur líka fram að með jákvæðni og útgeislun hafi hún hrífandi áhrif á umhverfi sitt. „Þetta kemur allt á óvart,“ segir Anna Gréta. Hún segir að svona heiðurssummur í nafni Zetterlund séu veittar einum ungum og efnilegum og hún sé víst í þeim flokki. „Svo fær einn eldri og reyndari úthlutað líka og í ár er það Nisse Sandström saxófónleikari sem var góður vinur Monicu og hefð er fyrir hátíðatónleikum og húllumhæi í Berwaldhallen, stórum tónleikasal hér í Stokkhólmi, þegar styrkjunum er úthlutað.“ Anna Gréta hefur búið í sænska höfuðstaðnum í nokkur ár en skrapp heim í sumar á djasshátíðina og spilaði með Silfu á útgáfutónleikum nýrrar plötu sem hún tók líka þátt í. En hún kann vel við sig úti. „Svíar hafa tekið mér mjög vel, ég get ekki sagt annað,“ segir hún. Spurð hvort hún sé alltaf að brillera svarar hún: „Ég bara geri mitt besta. Oft er ég að hoppa inn í hin og þessi verkefni, bæði með stórsveitum og minni grúppum. Svo var að koma út plata sem er samstarfsverkefni mitt og gítarleikara sem heitir Max Schultz og við fengum fleiri til liðs við okkur. Fram undan er spilerí í kringum þá útgáfu. Það er alls ekki ólíklegt að við skreppum til Íslands og höldum tónleika.“ Þegar forvitnast er um einkalífið kveðst Anna Gréta vera einhleyp og búa í pínulítilli stúdíóíbúð í stórborginni. Þar sem hún er dóttir Sigurðar Flosasonar tónlistarmanns spyr ég hvort það sé þá ekkert pláss fyrir hann þegar hann komi út til að spila. „Nei, en hann getur gist hjá stóru systur minni, hún er grafískur hönnuður og býr hér úti líka. Það er ótrúlega gott.“ Þetta eru önnur verðlaunin sem Anna Gréta fær í Svíþjóð. Hin verðlaunin voru frá Djassklúbbnum Fasching og hún fékk þau í mars í fyrra. „Það eru góðvinasamtök klúbbsins sem gefa einum á ári svona heiðurssummu,“ segir þessi snjalla tónlistarkona til skýringar. Hún er greinilega að gera eitthvað rétt. Ætlar hún ekkert að fara að flytja heim? „Ég flutti út haustið 2014, er búin að vera hér í fimm ár núna – vá, hvað þetta líður fljótt. Ég er ekki að flytja heim í bráð en það er alltaf gaman að koma í heimsókn.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er mikil búbót að fá svona styrk – og mikill heiður líka. Monika Zetterlund var einmitt sú söngkona sem ég hlustaði mikið á áður en ég flutti til Svíþjóðar svo það er mjög gaman að fá styrk í hennar nafni,“ segir Anna Gréta Sigurðardóttir, djasspíanisti og tónskáld. Minningarsjóður Monicu Zetterlund úthlutar styrkjum ár hvert til tónlistarmanna og listamanna sem starfa í anda hinnar sænsku söngkonu og Anna Gréta hlýtur á morgun, sunnudag, 40.000 sænskar krónur í námsstyrk úr honum. Í rökstuðningi segir að píanótækni Önnu Grétu sé meitluð, hún hafi gott innsæi þannig að þó tjáning hennar sé persónuleg þá viðhaldi hún hefðum. Þar kemur líka fram að með jákvæðni og útgeislun hafi hún hrífandi áhrif á umhverfi sitt. „Þetta kemur allt á óvart,“ segir Anna Gréta. Hún segir að svona heiðurssummur í nafni Zetterlund séu veittar einum ungum og efnilegum og hún sé víst í þeim flokki. „Svo fær einn eldri og reyndari úthlutað líka og í ár er það Nisse Sandström saxófónleikari sem var góður vinur Monicu og hefð er fyrir hátíðatónleikum og húllumhæi í Berwaldhallen, stórum tónleikasal hér í Stokkhólmi, þegar styrkjunum er úthlutað.“ Anna Gréta hefur búið í sænska höfuðstaðnum í nokkur ár en skrapp heim í sumar á djasshátíðina og spilaði með Silfu á útgáfutónleikum nýrrar plötu sem hún tók líka þátt í. En hún kann vel við sig úti. „Svíar hafa tekið mér mjög vel, ég get ekki sagt annað,“ segir hún. Spurð hvort hún sé alltaf að brillera svarar hún: „Ég bara geri mitt besta. Oft er ég að hoppa inn í hin og þessi verkefni, bæði með stórsveitum og minni grúppum. Svo var að koma út plata sem er samstarfsverkefni mitt og gítarleikara sem heitir Max Schultz og við fengum fleiri til liðs við okkur. Fram undan er spilerí í kringum þá útgáfu. Það er alls ekki ólíklegt að við skreppum til Íslands og höldum tónleika.“ Þegar forvitnast er um einkalífið kveðst Anna Gréta vera einhleyp og búa í pínulítilli stúdíóíbúð í stórborginni. Þar sem hún er dóttir Sigurðar Flosasonar tónlistarmanns spyr ég hvort það sé þá ekkert pláss fyrir hann þegar hann komi út til að spila. „Nei, en hann getur gist hjá stóru systur minni, hún er grafískur hönnuður og býr hér úti líka. Það er ótrúlega gott.“ Þetta eru önnur verðlaunin sem Anna Gréta fær í Svíþjóð. Hin verðlaunin voru frá Djassklúbbnum Fasching og hún fékk þau í mars í fyrra. „Það eru góðvinasamtök klúbbsins sem gefa einum á ári svona heiðurssummu,“ segir þessi snjalla tónlistarkona til skýringar. Hún er greinilega að gera eitthvað rétt. Ætlar hún ekkert að fara að flytja heim? „Ég flutti út haustið 2014, er búin að vera hér í fimm ár núna – vá, hvað þetta líður fljótt. Ég er ekki að flytja heim í bráð en það er alltaf gaman að koma í heimsókn.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira