Þórhildur og kærasti hennar hafa komið sér afar vel fyrir í Vesturbænum.Vísir
Fréttakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson, kærasti hennar, hafa sett íbúð sína á Sólvallagötu á sölu. Ásett verð er 49,9 milljónir.
Íbúðin er 85 fermetrar og er á annarri hæð. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og endurnýjað baðherbergi og var hún parketlögð árið 2017.
Þórhildur og Hjalti hafa greinilega komið sér vel fyrir í Vesturbænum, en íbúðin er afar björt og smekklega innréttuð. Eignin er á vinsælum stað þar sem stutt er í þjónustu og verslun og miðbærinn í göngufæri.
Hér að neðan má sjá myndir af íbúðinni.
Falleg rennihurð er á milli stofu og eldhúss.Parketið var lagt á árið 2017.Eldhúsið er bjart og hlýlegt.Stílhreint og fallegt.Baðherbergið hefur verið endurnýjað.Bláir litir hafa svo sannarlega slegið í gegn.En hann má einnig finna í barnaherberginu.