Erlent

Hundruð þúsunda án rafmagns á Tenerife

Andri Eysteinsson skrifar
Borgin Adeje á suðvestur hluta Tenerife. Þar er nú rafmagnslaust.
Borgin Adeje á suðvestur hluta Tenerife. Þar er nú rafmagnslaust. Getty/Laszlo Szirtesi
Tæplega milljón manns á spænsku eyjunni Tenerife, vinsælum áfangastað Íslendinga, eru án rafmagns vegna bilunar. AP greinir frá.

Ráðamenn á eyjunni, sem er ein Kanaríeyjanna, segja að rafmagnslaust sé á allir eyjunni en vararafstöðvar á sjúkrahúsum haldi starfsemi þar þó gangandi.

Patricia Hernandez, borgarstjóri Santa Cruz, stærstu borgar Tenerife segist vona að rafmagn verði aftur komið á innan sex klukkustunda. Rannsókn sé hafin á biluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×