Enski boltinn

Fékk líflátshótanir eftir að hann valdi England fram yfir Írland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Declan Rice í leiknum gegn Búlgaríu á dögunum.
Declan Rice í leiknum gegn Búlgaríu á dögunum. vísir/getty
Declan Rice, miðjumaður enska landsliðsins og West Ham, segist hafa fengið líflátshótanir og orðið fyrir netníði eftir að hann valdi England fram yfir Írland.

Miðjumaðurinn spilaði fyrir yngri landslið Írland og spilaði þrjá A-landsleiki en enginn af þessum þremur leikjum voru í opinberum mótum.

Því gat hann áfram valið England sem hann gerði að endingu fyrr á þessu ári og hann gæti spilað sinn fimmta leik fyrir England í kvöld er þeir mæta Kósóvó.







„Ég hef fengið eitthvað. Fólk hefur sagt að það komi heim til mín. Það er eitthvað sem ég vil ekki fara meira í eins og líflátshótanir og hótanir til fjölskyldu minna,“ sagði Rice við ITV.

„Ég var í hreinskilni aldrei hræddur við þetta því þú ert alltaf með svona stuðningsmenn. Þetta er erfitt og móðir minn og faðir hafa fengið árásir á sig.“

„Þau voru hrædd um mig meira en eitthvað annað en ég var alltaf mjög rólegur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×