Arnór Ingvi fagnar leiktímanum en sér fram á erfitt haust Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 11:30 Arnór Ingvi Traustason. Mynd/S2 Sport Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira