Lífið

Tel mig vera með mjúkar mjaðmir miðað við knattspyrnumann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veigar Páll í leik með Stjörnunni á sínum tíma.
Veigar Páll í leik með Stjörnunni á sínum tíma. Vísir/hanna
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Veigar Páll Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, verður í eldlínunni í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.

Hann er helst þekktur fyrir það að vera frábær markaskorari en spurning hvernig hann er á dansgólfinu.

„Þetta leggst bara frábærlega í mig og ástæðan fyrir því er að ég er bara svo klár í þetta dæmi,“ segir Veigar sem ætlar sér að fara í verkefnið af fullum krafti.

„Ég er mikill keppnismaður og sætti mig ekki við neitt annað en fyrsta sætið og það er bara einfaldlega markmiðið.“

Veigur er oftast ekkert lengi á dansgólfið þegar hann fer út að skemmta sér.

„Ég á auðveldara með að fara út á dansgólfið þegar maður er búinn með tvo til þrjá, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég tel mig alveg vera nokkuð taktviss og kann svona aðeins að dansa en svo er bara spurning hvernig þetta verður þegar maður er farinn út í samkvæmisdansana. Ég hef aldrei prófað það.“

Hann segir að bakgrunnur hans í knattspyrnu gæti hjálpað.

„Ég tel mig vera með mjúkar mjaðmir miðað við knattspyrnumann. Maður var alltaf að gera einhverjar fintur og skæri á grasvellinum og það mun hjálpa mér.“




Tengdar fréttir

Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið

"Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.