Spennandi haustveiði í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2019 11:00 Það eru stórar bleikjur í Soginu og stórir laxar eins og veiðimenn þekkja. Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé senn á enda eru margir veiðimenn sem fóru frekar flatt á sumrinu í vatnsleysinu og nokkrir sem kannski hafa ekki ennþá sett í lax. Það er bara alls ekki of seint að breyta því og við ætum næstu daga að skoða hvað er í boði fyrir veiðimenn hjá hinum og þessum veiðileyfasölum. Málið er nefnilega að eftir sumar eins og þetta er hægt að detta í lukkupottinn í september. Ef þú ert ekki viss um þá fullyrðingu spurðu þá sem hafa verið að fara í Stóru Laxá, Langá, Dalina og Kjarrá. Haustrigningarnar hafa heldur betur hrisst upp í hlutunum og lyft veiðitölum í það sem er eðlileg vikuveiði á þessum árstíma. Það má kannski nefna fyrir þá sem eru að leita að stórum laxi að september hefur oftar en ekki verið góður tími í Soginu og síðustu daga höfum við frétt af veiðimönnum sem hafa verið á svæðinu og séð þessa bolta lyfta sér. Veiðisvæðin sem eru gjöfulust í Soginu eru Bíldsfell, Ásgarður og Syðri Brú en haustveiðin hefur yfirleitt verið best á Bíldsfellinu án þess að hin svæðin séu eitthvað léleg, ekki skilja það þannig. Það má oftar en ekki gera fína veiði t.d. í Sakkarhólma, Útfalli, Breiðunni (sérstaklega Neðri Garð), Melhorni og Neðra Horni þegar drekarnir fara á stjá. Það þarf ekki að nota neinar túpur því hann tekur litlu flugurnar líka vel bara á flotlínu. Svo má ekki gleyma að skella púpum undir og sjá hvort bleikjan sé í tökustuði. Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði
Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé senn á enda eru margir veiðimenn sem fóru frekar flatt á sumrinu í vatnsleysinu og nokkrir sem kannski hafa ekki ennþá sett í lax. Það er bara alls ekki of seint að breyta því og við ætum næstu daga að skoða hvað er í boði fyrir veiðimenn hjá hinum og þessum veiðileyfasölum. Málið er nefnilega að eftir sumar eins og þetta er hægt að detta í lukkupottinn í september. Ef þú ert ekki viss um þá fullyrðingu spurðu þá sem hafa verið að fara í Stóru Laxá, Langá, Dalina og Kjarrá. Haustrigningarnar hafa heldur betur hrisst upp í hlutunum og lyft veiðitölum í það sem er eðlileg vikuveiði á þessum árstíma. Það má kannski nefna fyrir þá sem eru að leita að stórum laxi að september hefur oftar en ekki verið góður tími í Soginu og síðustu daga höfum við frétt af veiðimönnum sem hafa verið á svæðinu og séð þessa bolta lyfta sér. Veiðisvæðin sem eru gjöfulust í Soginu eru Bíldsfell, Ásgarður og Syðri Brú en haustveiðin hefur yfirleitt verið best á Bíldsfellinu án þess að hin svæðin séu eitthvað léleg, ekki skilja það þannig. Það má oftar en ekki gera fína veiði t.d. í Sakkarhólma, Útfalli, Breiðunni (sérstaklega Neðri Garð), Melhorni og Neðra Horni þegar drekarnir fara á stjá. Það þarf ekki að nota neinar túpur því hann tekur litlu flugurnar líka vel bara á flotlínu. Svo má ekki gleyma að skella púpum undir og sjá hvort bleikjan sé í tökustuði.
Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði