Herra Hnetusmjör um dóp í rappi: Maður fegrar þetta svo mikið undir áhrifum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 15:00 Árni Már, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var einn af viðmælendum í þættinum Óminni á Stöð 2 í gær. Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fíkn Óminni Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum.
Fíkn Óminni Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira