Enski boltinn

Rodgers heldur enn sambandi við Maguire en um helgina eru þeir andstæðingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brendan Rodgers og Harry Maguire.
Brendan Rodgers og Harry Maguire. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, heldur enn sambandi við fyrrum lærisveinn sinn, Harry Mauguire, þrátt fyrir að hann spili nú fyrir keppinautana í Manchester United.

Rodgers mun mæta Maguire í fyrsta sinn eftir að hann skipti um félag í sumar er Leicester mætir á Old Trafford á laugardaginn.

Stjórinn segir þó að hann haldi enn sambandi við Maguire, þrátt fyrir að þeir séu ekki lengur að vinna saman.

„Ég held enn sambandi við Harry og sendi honum þegar hann er að spila fyrir England,“ sagði Rodgers fyrir leik helgarinnar.







„Hann var eftirminnilegur drengur, frábær leikmaður og fyrir mig þá lýsti hegðun hans hjá félaginu á meðan sögusagnirnar voru í gangi hvers konar mann hann hefur að geyma.“

„Þrátt fyrir að þetta var erfitt fyrir hann í sumar var framganga hans góð og ég ber virðingu fyrir því. Hann er góður drengur og þú getur séð að hann hefur komið til United og gert þá betri.“

Leicester hefur enn ekki tapað leik á leiktíðinni en liðið er með átta stig í fyrstu fjórum umferðunum. Flott byrjun Rodgers og lærisveina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×