Fólk er misviðkvæmt fyrir upplýsingum eða sögum um fyrrverandi maka og jafnframt er fólk líka misopið að tjá sig um fyrrverandi maka.
Hvert fer ástin sem einu sinni var? Hvernig geta tilfinningar sem maki þinn hafði áður en þú komst til sögunnar truflað þig eða ógnað þinni tilvist?
Að læra að virða tilfinningalega fortíð makans getur reynst fólki miserfitt og stundum verður „fyrrverandi“ að vandamáli innan nýs sambands því annar aðilinn finnur jafnvel fyrir einhverri ógn.
Ein helsta ástæða þess að fyrrverandi maki trufli að einhverju leiti nýtt samband er líklega sú að annar aðilinn var enn með tilfinningar þegar sambandinu lauk, en auðvitað geta ástæðurnar verið misjafnar og fólk er flest.
Spurning vikunnar er því út frá þessum pælingum.
Er fyrrverandi maki vandamál í núverandi sambandi?
Makamál vilja benda á að hægt að er að senda tillögur að Spurningu vikunnar á netfangið makamal@syn.is