Aldrei séð viðlíka úrkomu: „Þetta er svo langur tími og svo mikið magn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2019 14:10 Yfirvöld á spáni hafa staðfest að minnst þrír létust í flóðunum í suðausturhluta Spánar. Vísir/EPA Í gær mældist mesta úrkoma í suðausturhluta Spánar frá upphafi mælinga. Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar segist aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og í Murcia í gær. Hún hefur verið búsett í borginni í sextán ár. Talið er að minnst þrír séu látnir í flóðunum og þar á meðal systkini á sextugsaldri sem fundust látin í bifreið sinni eftir að vatnsflaumurinn hreif hana með sér og þau drukknað. Þetta gerðist í bænum Caudete sem er um hundrað kílómetra suðvestan við borgina Valencia. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vatnsflaumurinn hrifsað til sín fjölda bíla og annað lauslegt. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri á svæðunum sem urðu verst úti auk þess sem skólahald liggur niðri. „Við fengum að vita af þessu á mánudag, þriðjudag og ég var farin að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna, ég vinn hérna tuttugu kílómetrum í burtu, hérna upp í fjallaþorpi, og ég var alveg farin að hafa áhyggjur af þessu en svo lokuðu þeir öllum skólum bæði á fimmtudag og föstudag þannig að ég þurfti ekki að hreyfa mig. Manni var ekkert alveg sama. Ég hef alveg orðið vör við svona rigningar en ekki svona, en ekki í neinni líkingu við þetta. Þetta er svo langur tími, svo mikið magn,“ segir Guðrún Helga. Bæjarstjórinn hefur lýst yfir svæðinu sem hamfarasvæði og rauð veðurviðvörun er í gildi. „Allar skemmdir eru ekki komnar í ljós enn og Murcia og Valencia hérað og það sem er næst Alicante er það sem hefur orðið verst úti.“ Guðrún Helga vonar að það versta sé yfirstaðið. „Sólin er komin í gegn núna og göturnar eru að þorna, en ég veit að á stöðunum þar sem „römblurnar“ eru og þar sem aðalvatnsflaumurinn er er ennþá fullt af vatni. Þannig að þetta er ekkert alveg búið en það virðist vera að slaka á þessu og það hefur ekki rignt núna í rúman klukkutíma líklega þannig að þetta virðist vera á uppleið.“ Spánn Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Í gær mældist mesta úrkoma í suðausturhluta Spánar frá upphafi mælinga. Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar segist aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og í Murcia í gær. Hún hefur verið búsett í borginni í sextán ár. Talið er að minnst þrír séu látnir í flóðunum og þar á meðal systkini á sextugsaldri sem fundust látin í bifreið sinni eftir að vatnsflaumurinn hreif hana með sér og þau drukknað. Þetta gerðist í bænum Caudete sem er um hundrað kílómetra suðvestan við borgina Valencia. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vatnsflaumurinn hrifsað til sín fjölda bíla og annað lauslegt. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri á svæðunum sem urðu verst úti auk þess sem skólahald liggur niðri. „Við fengum að vita af þessu á mánudag, þriðjudag og ég var farin að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna, ég vinn hérna tuttugu kílómetrum í burtu, hérna upp í fjallaþorpi, og ég var alveg farin að hafa áhyggjur af þessu en svo lokuðu þeir öllum skólum bæði á fimmtudag og föstudag þannig að ég þurfti ekki að hreyfa mig. Manni var ekkert alveg sama. Ég hef alveg orðið vör við svona rigningar en ekki svona, en ekki í neinni líkingu við þetta. Þetta er svo langur tími, svo mikið magn,“ segir Guðrún Helga. Bæjarstjórinn hefur lýst yfir svæðinu sem hamfarasvæði og rauð veðurviðvörun er í gildi. „Allar skemmdir eru ekki komnar í ljós enn og Murcia og Valencia hérað og það sem er næst Alicante er það sem hefur orðið verst úti.“ Guðrún Helga vonar að það versta sé yfirstaðið. „Sólin er komin í gegn núna og göturnar eru að þorna, en ég veit að á stöðunum þar sem „römblurnar“ eru og þar sem aðalvatnsflaumurinn er er ennþá fullt af vatni. Þannig að þetta er ekkert alveg búið en það virðist vera að slaka á þessu og það hefur ekki rignt núna í rúman klukkutíma líklega þannig að þetta virðist vera á uppleið.“
Spánn Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira