Baulað var á Neymar er hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir PSG eftir allt fjaðrafokið í sumar. Hann reyndi allt til þess að komast til Barcelona en allt kom fyrir ekki.
Hann reyndi þó hetjan í fyrsta leiknum eftir allt vesenið en hann skoraði eina mark liðsins með laglegri bakfallsspyrnu í 1-0 sigri á Strasbourg.
„Ég skil stuðningsmennina og þetta var erfitt fyrir þá en núna er ég leikmaður PSG,“ sagði Neymar við fjölmiðlamenn í leikslok.
„Ég hef engin sérstök skilaboð til stuðningsmannanna. Ég er vanur því að það sé púað á mig í gegnum ferilinn,“ sagði Brasilíumaðurinn afar rólegur yfir látunum.
'I am used to being booed... every match will be like an away game'
Neymar responds to PSG fans after they jeered him on his return and held banners calling him a 'w****' https://t.co/a6kBWXrX5Spic.twitter.com/0R3sy7em6f
— MailOnline Sport (@MailSport) September 15, 2019
„Núna mun ég spila hvern einasta leik eins og útileik. Þetta er skömm og ég hef ekkert á móti stuðningsmönnunum. Ég vildi fara og það vissu það allir.“
„Ég vil ekki fara út í nánari upplýsingar en nú hefur þetta snúist við. Ég er leikmaður PSG og ég mun gefa allt mitt á vellinum fyrir félagið,“ sagði Brasilíumaðurinn.