Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 11:04 Netanjahú hefur nýtt sér náið samband við ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni. AP/Oded Balilty Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Engu auðveldara gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Ísrael eftir þingkosningar á morgun en þær sem fóru fram í vor. Mjótt er á munum milli Likud-flokks Benjamíns Netanjahú og Bláhvítabandalags miðjumanna í skoðanakönnunum. Netanjahú boðaði til nýrra kosninga þegar í kekki kastaðist í samstarfi þjóðernissinna og strangtrúargyðinga sem hann hefur leitt sem forsætisráðherra undanfarin ár eftir kosningar í apríl. Avigdor Lieberman, leiðtogi harðlínumanna í Yisrael Beitenu-flokknum, mótmælti þá ofríki trúarlegra flokka í samstarfinu og gekk úr því. Að sögn AP-fréttastofunnar kemur fram að hvort sem Likud eða Bláa og hvíta-bandalagið verði ofan á eftir kosningarnar gæti þeim reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samsteypustjórn þeirra beggja gæti verið skynsamlegasti kosturinn. Forsvarsmenn Bláa- og hvíta-bandalagsins hafa aftur á móti hafnað því að vinna með Netanjahú þar sem líklegt þykir að hann verði ákærður fyrir spillingu í embætti. Netanjahú rær því að því öllum árum að ná að mynda ríkisstjórn hægrimanna og þjóðernissinna án stuðnings Leiberman og Yisrael Beitenu. Í síðustu viku tilkynnti forsætisráðherrann að hann ætli að innlima hluta Vesturbakkans nái hann endurkjöri. Netanjahú nýtur stuðnings tveggja flokka strangtrúargyðinga og landtökumannaflokksins Yamina. Nái öfgaþjóðernissinnaflokkur fylgjenda Meir Kahan rabbína sem talaði fyrir því að reka araba úr Ísrael og að komið yrði á trúræðisríki manni inn á þing gæti Netanjahú myndað meirihluta. Það yrði jafnframt þjóðernissinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels. Mun erfiðara er fyrir Bláa og hvíta-bandalagið að mynda starfhæfan meirihluta. Fylkingin fékk jafnmörg þingsæti og Likud í apríl og skoðanakannanir benda til þess að svipað verði upp á teningnum nú. Meiri óeining ríkir þó á miðvinstrivængnum. Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningar. Þá berast augu allra að Reuven Rivlin forseta sem hefur það hlutverk að afhenda þeim sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn umboð til þess. Rivlin hefur sagst ætla að gera allt sem hann getur til að forða því að kjósa þurfi í þriðja skiptið.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34 Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06 Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Netanyahu heitir því að innlima Vesturbakkann Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza. 10. september 2019 18:34
Fordæma fyrirætlanir Netanjahú um að innlima hluta Vesturbakkans Arabaþjóðirnar hafa fordæmt nýja áætlun Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sem lofar því nú að innlima hluta Vesturbakkans inn í Ísrael. 11. september 2019 07:06
Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Um 60% fleiri bygginarleyfi voru gefin út fyrir landtökumenn gyðinga í Austur-Jerúsalem fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump en árin tvö á undan. 12. september 2019 12:14