Alíslensk ferðamannaslátrun Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. september 2019 07:15 Það er eins gott að vera flugsyndur og snar í snúningum þegar maður verður fyrir því óláni að morðóðir hvalfangarar koma manni til bjargar á hafi úti. Sérstök sýning á íslenska „splatternum“ Reykjavík Whale Watching Massacre, sem leikstjórinn Júlíus Kemp sendi frá sér 2009, er á meðal fjölda sérviðburða á RIFF. Reykjavik Whale Watching Massacre greinir frá ósamstæðum hópi ferðamanna frá ýmsum heimshornum sem ætla að lyfta anda sínum með því að skoða hvali á miðunum. Ekki vill þó betur til en svo að skipstjóri skoðunarskipsins drepst í slysi og eftir standa ráðvilltir og vélarvana landkrabbarnir. Þeim til bjargar kemur kengbrengluð fjölskylda hvalveiðifólks á veiðiskipi sínu sem svo illa vill til að hefur sér það helst til dægradvalar í fásinninu að slátra náttúruunnendum og „greenpiss“-pakki. Hyski þetta minnir um margt á úrkynjaðan skrílinn sem slátraði og lagði sér til munns ólánsama unglinga í tímamótahrollvekjunni Texas Chainsaw Massacre sem Tobe Hooper gerði 1974. Hvalveiðiblóðbaðið er síðan beintengt því sem átti sér stað í Texas þar sem Gunnar Hansen leikur skipstjóra hvalaskoðunarskipsins en hann gerði garðinn frægan sem Leðurfésið í Texas Chain Massacre. Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir og Stefán Jónsson leika hvalveiðifjölskylduna ógeðslegu og gefa ekkert eftir í almennum subbuskap og manndrápum. RWWM er fyrirtaks upphitun fyrir RIFF og hryllingsmyndirnar sem þar verða sýndar en myndin er sýnd á föstudaginn á Center Hotel Plaza klukkan 20.45. Húsið er hins vegar opnað klukkan 20 og hjartastyrkjandi drykkir verða á tilboði fyrir þá sem telja sig þurfa að stappa í sig stálinu fyrir sýninguna. –þþ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Sérstök sýning á íslenska „splatternum“ Reykjavík Whale Watching Massacre, sem leikstjórinn Júlíus Kemp sendi frá sér 2009, er á meðal fjölda sérviðburða á RIFF. Reykjavik Whale Watching Massacre greinir frá ósamstæðum hópi ferðamanna frá ýmsum heimshornum sem ætla að lyfta anda sínum með því að skoða hvali á miðunum. Ekki vill þó betur til en svo að skipstjóri skoðunarskipsins drepst í slysi og eftir standa ráðvilltir og vélarvana landkrabbarnir. Þeim til bjargar kemur kengbrengluð fjölskylda hvalveiðifólks á veiðiskipi sínu sem svo illa vill til að hefur sér það helst til dægradvalar í fásinninu að slátra náttúruunnendum og „greenpiss“-pakki. Hyski þetta minnir um margt á úrkynjaðan skrílinn sem slátraði og lagði sér til munns ólánsama unglinga í tímamótahrollvekjunni Texas Chainsaw Massacre sem Tobe Hooper gerði 1974. Hvalveiðiblóðbaðið er síðan beintengt því sem átti sér stað í Texas þar sem Gunnar Hansen leikur skipstjóra hvalaskoðunarskipsins en hann gerði garðinn frægan sem Leðurfésið í Texas Chain Massacre. Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir og Stefán Jónsson leika hvalveiðifjölskylduna ógeðslegu og gefa ekkert eftir í almennum subbuskap og manndrápum. RWWM er fyrirtaks upphitun fyrir RIFF og hryllingsmyndirnar sem þar verða sýndar en myndin er sýnd á föstudaginn á Center Hotel Plaza klukkan 20.45. Húsið er hins vegar opnað klukkan 20 og hjartastyrkjandi drykkir verða á tilboði fyrir þá sem telja sig þurfa að stappa í sig stálinu fyrir sýninguna. –þþ
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira