Syntu í gegnum grafreit draumanna Björk Eiðsdóttir skrifar 18. september 2019 07:30 Marglytturnar sex sem syntu Ermarsundið söfnuðu áheitum fyrir Bláa herinn en söfnunin er enn í gangi í AUR appinu - 7889966. Birna Bragadóttir prófaði sjósund í fyrsta sinn í apríl 2016, þegar Andrea Róbertsdóttir vinkona hennar lagði til að þær æskuvinkonurnar skelltu sér saman í sjósund í Nauthólsvíkinni. „Ég náði nú bara að dýfa mér í sjóinn í örskamma stund vegna kulda, enda var ég mjög mikil kuldaskræfa. En það var samt eitthvað hressandi við þessa upplifun og ég ákvað að gefa þessu tækifæri. Frá þessum tíma hef ég stundað sjósund reglulega og þá aðallega með Þóreyju Vilhjálmsdóttur útivistarvinkonu minni og Marglyttu,“ útskýrir Birna.Æfðu sig í kulda og myrkri innan um marglyttur Það var svo í september ári síðar að Birna synti boðsund yfir Skerjafjörðinn með góðum hópi kvenna. „Þá kom upp sú hugmynd að það væri skemmtileg áskorun og lífsmarkmið að setja saman öflugt kvennalið til að synda yfir Ermarsundið. Markmiðið var sett á dagskrá og ákveðið að nýta sundið til að styðja við umhverfissamtökin Bláa herinn.“ Um langtímamarkmið var þó að ræða enda Ermarsundsleiðin oft kölluð Mount Everest sjósundfólks, kröfur um hæfni sundfólks eru miklar og áskorunin það vinsæl að bið er eftir að komast að. „Eftir að hafa skoðað báta og lesið umsagnir frá Ermarsundsfólki, varð báturinn Rowena með feðgunum Peter og Peter jr. fyrir valinu og dagsetning negld eftir tvö ár.“ Æfingar hófust svo af fullum krafti síðasta vor þegar liðið sem fékk nafnið Marglytturnar var fullmannað. „Við lögðum áherslu á að undirbúa okkur bæði andlega og líkamlega. Við reyndum að búa okkur undir það að synda í öllum aðstæðum og æfðum okkur í miklum öldugangi, kulda, myrkri og syntum með marglyttum.“Birna um borð í bátnum Rowena sem hún pantaði ásamt skipstjóra fyrir tveimur árum.Synti áfram axlarbrotin Það er augljóst að Birna lætur ekkert stöðva sig en hún lenti í reiðhjólaslysi síðastliðið vor og axlarbrotnaði sem setti strik í reikninginn enda segir hún meiðslin ekki aðeins hafa haft áhrif á æfingatímabilið heldur einnig sjálfstraustið. „Ég ákvað þó að reyna að vinna í kringum það og halda kuldaþolinu við með því að synda með blöðkum og öðrum hjálpartækjum sem gerðu mér kleift að synda í sjónum án þess að nota öxlina. Ég var því ótrúlega ánægð þegar ég gat farið að synda skriðsund á ný í lok júlí og er nokkuð viss um að sjósundið hafið hjálpað mikið til með batann.“Veðrið breyttist hratt á sundinu Hópurinn var með bátinn Rowena á leigu dagana 4. til 10. september og beið veðurs í hafnarborginni Dover. Biðin varð töluverð sem reyndi á taugarnar og svo fór að þær syntu af stað að morgni 10. september, síðasta mögulega daginn. „Það reyndi á þolinmæðina að bíða og var stressandi þar sem maður veit vel að veðrið getur breyst mjög hratt á þessari siglingaleið. Það gerðist á sundinu okkar. Við lögðum af stað í frábæru veðri. Þegar líða tók á sundið og við nálguðumst Frakkland fór að hvessa og öldugangurinn varð mjög mikill, sem gerði sundið enn erfiðara, auk þess sem við urðum flestar sjóveikar bæði í bátnum og á sundi.“Á meðan sundkonurnar biðu vegna veðurs í Dover nýttu þær tíma til æfinga í sjónum. Hér er Birna ásamt þeim Þóreyju og Sigrúnu.Sjóveikin helsta áskorunin Birna segist ekki neita því að sundið hafi verið erfitt. „Straumarnir voru gríðarlega sterkir og við gáfum allt okkar í þetta.“ Boðsundið gengur þannig fyrir sig að hver sundkona syndir eina klukkustund í einu en það hlýtur að reyna á andlegu hliðina jafnt sem líkamlegu að vera einn í sjónum í svo langan tíma í erfiðum aðstæðum. „Ég lagði mig fram við að hugsa jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir. Ég átti líka góða stund með sjálfri mér á sundi þegar ég var með einstakt útsýni á hvítu klettana við Dover. Á köflum var tíminn samt lengi að líða. Svo komst maður í gott flæði, náði að gleyma sér og láta hugann reika. Hvatning Marglyttnana og fylgdarfólks um borð í bátnum skipti líka miklu. Þótt maður heyri ekkert í þeim var gott að ná augnsambandi og finna samstöðuna. Gréta Ingþórsdóttir stóð vaktina allan tímann með spjöld sem sýndi okkur hvernig tímanum leið. Það var líka einstakt fyrir okkur að finna þessa jákvæðu og góðu strauma frá öllum þeim sem fylgdust með hérna heima.“ Birna segir sjóveikina hafa verið helstu áskorunina. „Það er erfitt að vera sjóveikur á bátnum og þurfa að fara út í að synda í því ástandi. Ég fékk líka olíubrák upp í mig á meðan á sundinu stóð sem var ógeðslegt.“Marglytturnar, sundkonur og skipuleggjendur í miðbæ Folkstone: Gréta, Sigurlaug, Sigrún, Birna, Þórey, Soffía, Brynhildur og Halldóra.Aðstæður mjög erfiðar Eftir 15 klukkustunda sund var markmiðinu náð, þegar Halldóra Gyða náði landi í Cap Gris í Frakklandi og segir Birna það hafa verið tilfinningaríka stund. „Ég er samt enn að meðtaka það að við höfum í alvörunni gert þetta og náð því að synda yfir Ermarsundið. Biðin eftir að komast af stað var svo löng að við vorum í fyrsta lagi gríðarlega ánægðar með að fá að reyna við sundið, hvað þá að ná að klára það. Aðstæður voru orðnar mjög erfiðar þegar leið á seinni hlutann, sjórinn úfinn og öldugangur mikill á erfiðasta svæði sundsins sem kallast „grafreitur draumanna“ þar sem flest sundfólk sem ekki nær að klára sundið þarf að hætta. Það var því gríðarlegur sigur að komast út úr straumnum sem þar er. Þegar okkur hafði tekist það vissum við að við myndum klára þetta. Samvinna, þrautseigja, samkennd og öflugur liðsandi Marglyttna og stuðningsliðs kom okkur yfir Ermarsundið.“Eiga eftir að fagna Aðspurð hvernig þær hafi fagnað segir Birna þær hafa gert heiðarlega tilraun til að skála á heimleið í bátnum en eftir sundið tók strax við tveggja og hálfs tíma bátsferð aftur til Englands. „Það gekk ekkert alltof vel. Það var svo vont í sjóinn og okkur var öllum mjög óglatt.“ Þegar landi var náð á Englandi fór hópurinn beint upp í rútu á flugvöllinn til að ná flugi heim til Íslands. „Við komum því með sjávarseltuna og þarann úr Ermarsundinu heim,“ segir Birna hlæjandi en bætir við að þær muni fljótlega gera aðra tilraun til að fagna saman og skála enda þakklátar og stoltar af afrekinu. Birtist í Fréttablaðinu Sjósund Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Birna Bragadóttir prófaði sjósund í fyrsta sinn í apríl 2016, þegar Andrea Róbertsdóttir vinkona hennar lagði til að þær æskuvinkonurnar skelltu sér saman í sjósund í Nauthólsvíkinni. „Ég náði nú bara að dýfa mér í sjóinn í örskamma stund vegna kulda, enda var ég mjög mikil kuldaskræfa. En það var samt eitthvað hressandi við þessa upplifun og ég ákvað að gefa þessu tækifæri. Frá þessum tíma hef ég stundað sjósund reglulega og þá aðallega með Þóreyju Vilhjálmsdóttur útivistarvinkonu minni og Marglyttu,“ útskýrir Birna.Æfðu sig í kulda og myrkri innan um marglyttur Það var svo í september ári síðar að Birna synti boðsund yfir Skerjafjörðinn með góðum hópi kvenna. „Þá kom upp sú hugmynd að það væri skemmtileg áskorun og lífsmarkmið að setja saman öflugt kvennalið til að synda yfir Ermarsundið. Markmiðið var sett á dagskrá og ákveðið að nýta sundið til að styðja við umhverfissamtökin Bláa herinn.“ Um langtímamarkmið var þó að ræða enda Ermarsundsleiðin oft kölluð Mount Everest sjósundfólks, kröfur um hæfni sundfólks eru miklar og áskorunin það vinsæl að bið er eftir að komast að. „Eftir að hafa skoðað báta og lesið umsagnir frá Ermarsundsfólki, varð báturinn Rowena með feðgunum Peter og Peter jr. fyrir valinu og dagsetning negld eftir tvö ár.“ Æfingar hófust svo af fullum krafti síðasta vor þegar liðið sem fékk nafnið Marglytturnar var fullmannað. „Við lögðum áherslu á að undirbúa okkur bæði andlega og líkamlega. Við reyndum að búa okkur undir það að synda í öllum aðstæðum og æfðum okkur í miklum öldugangi, kulda, myrkri og syntum með marglyttum.“Birna um borð í bátnum Rowena sem hún pantaði ásamt skipstjóra fyrir tveimur árum.Synti áfram axlarbrotin Það er augljóst að Birna lætur ekkert stöðva sig en hún lenti í reiðhjólaslysi síðastliðið vor og axlarbrotnaði sem setti strik í reikninginn enda segir hún meiðslin ekki aðeins hafa haft áhrif á æfingatímabilið heldur einnig sjálfstraustið. „Ég ákvað þó að reyna að vinna í kringum það og halda kuldaþolinu við með því að synda með blöðkum og öðrum hjálpartækjum sem gerðu mér kleift að synda í sjónum án þess að nota öxlina. Ég var því ótrúlega ánægð þegar ég gat farið að synda skriðsund á ný í lok júlí og er nokkuð viss um að sjósundið hafið hjálpað mikið til með batann.“Veðrið breyttist hratt á sundinu Hópurinn var með bátinn Rowena á leigu dagana 4. til 10. september og beið veðurs í hafnarborginni Dover. Biðin varð töluverð sem reyndi á taugarnar og svo fór að þær syntu af stað að morgni 10. september, síðasta mögulega daginn. „Það reyndi á þolinmæðina að bíða og var stressandi þar sem maður veit vel að veðrið getur breyst mjög hratt á þessari siglingaleið. Það gerðist á sundinu okkar. Við lögðum af stað í frábæru veðri. Þegar líða tók á sundið og við nálguðumst Frakkland fór að hvessa og öldugangurinn varð mjög mikill, sem gerði sundið enn erfiðara, auk þess sem við urðum flestar sjóveikar bæði í bátnum og á sundi.“Á meðan sundkonurnar biðu vegna veðurs í Dover nýttu þær tíma til æfinga í sjónum. Hér er Birna ásamt þeim Þóreyju og Sigrúnu.Sjóveikin helsta áskorunin Birna segist ekki neita því að sundið hafi verið erfitt. „Straumarnir voru gríðarlega sterkir og við gáfum allt okkar í þetta.“ Boðsundið gengur þannig fyrir sig að hver sundkona syndir eina klukkustund í einu en það hlýtur að reyna á andlegu hliðina jafnt sem líkamlegu að vera einn í sjónum í svo langan tíma í erfiðum aðstæðum. „Ég lagði mig fram við að hugsa jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir. Ég átti líka góða stund með sjálfri mér á sundi þegar ég var með einstakt útsýni á hvítu klettana við Dover. Á köflum var tíminn samt lengi að líða. Svo komst maður í gott flæði, náði að gleyma sér og láta hugann reika. Hvatning Marglyttnana og fylgdarfólks um borð í bátnum skipti líka miklu. Þótt maður heyri ekkert í þeim var gott að ná augnsambandi og finna samstöðuna. Gréta Ingþórsdóttir stóð vaktina allan tímann með spjöld sem sýndi okkur hvernig tímanum leið. Það var líka einstakt fyrir okkur að finna þessa jákvæðu og góðu strauma frá öllum þeim sem fylgdust með hérna heima.“ Birna segir sjóveikina hafa verið helstu áskorunina. „Það er erfitt að vera sjóveikur á bátnum og þurfa að fara út í að synda í því ástandi. Ég fékk líka olíubrák upp í mig á meðan á sundinu stóð sem var ógeðslegt.“Marglytturnar, sundkonur og skipuleggjendur í miðbæ Folkstone: Gréta, Sigurlaug, Sigrún, Birna, Þórey, Soffía, Brynhildur og Halldóra.Aðstæður mjög erfiðar Eftir 15 klukkustunda sund var markmiðinu náð, þegar Halldóra Gyða náði landi í Cap Gris í Frakklandi og segir Birna það hafa verið tilfinningaríka stund. „Ég er samt enn að meðtaka það að við höfum í alvörunni gert þetta og náð því að synda yfir Ermarsundið. Biðin eftir að komast af stað var svo löng að við vorum í fyrsta lagi gríðarlega ánægðar með að fá að reyna við sundið, hvað þá að ná að klára það. Aðstæður voru orðnar mjög erfiðar þegar leið á seinni hlutann, sjórinn úfinn og öldugangur mikill á erfiðasta svæði sundsins sem kallast „grafreitur draumanna“ þar sem flest sundfólk sem ekki nær að klára sundið þarf að hætta. Það var því gríðarlegur sigur að komast út úr straumnum sem þar er. Þegar okkur hafði tekist það vissum við að við myndum klára þetta. Samvinna, þrautseigja, samkennd og öflugur liðsandi Marglyttna og stuðningsliðs kom okkur yfir Ermarsundið.“Eiga eftir að fagna Aðspurð hvernig þær hafi fagnað segir Birna þær hafa gert heiðarlega tilraun til að skála á heimleið í bátnum en eftir sundið tók strax við tveggja og hálfs tíma bátsferð aftur til Englands. „Það gekk ekkert alltof vel. Það var svo vont í sjóinn og okkur var öllum mjög óglatt.“ Þegar landi var náð á Englandi fór hópurinn beint upp í rútu á flugvöllinn til að ná flugi heim til Íslands. „Við komum því með sjávarseltuna og þarann úr Ermarsundinu heim,“ segir Birna hlæjandi en bætir við að þær muni fljótlega gera aðra tilraun til að fagna saman og skála enda þakklátar og stoltar af afrekinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sjósund Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira