„Hann verður einn sá besti í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 09:45 Erling Braut Håland með boltann eftir þrennuna í gærkvöldi. Getty/TF-Images Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Red Bull Salzburg, var að sjálfsögðu mjög ánægður með framherjann sinn Erling Braut Håland eftir 6-2 stórsigur á Genk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Jesse Marsch var beðinn um að lýsa Erling Braut Håland í þremur orðum: „Jákvæður, orkumikill, spennandi eða kannski rafmagnaður,“ svaraði Jesse Marsch og þurfti að nota fjögur lýsingarorð enda ekki auðvelt að lýsa framtíðarstjörnu norska fótboltans.Erling Haland: Scored 9 goals in an U20 World Cup game Scored 17 goals in 9 games for Salzburg this season Scored a hat-trick on his Champions League debut Remember the name! pic.twitter.com/gfA742zAMR — ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2019 Liðsfélags Erling Braut Håland er líka yfir sig hrifnir af stráknum sem skoraði þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í gær. Strákurinn er aðeins nítján ára gamall en búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar af þrennu í tveimur síðustu leikjum. „Hann er stórkostlegur. Með þessa hæð en samt svo lipur og ákveðinn með boltann. Það er mjög erfitt að spila á móti honum á æfingum og maður verður eiginlega bara að brjóta á honum,“ sagði Max Wöber, liðsfélagi Håland hjá Red Bull Salzburg.RB Salzburg's attacking four: Erling Braut Haland: 9 games, 17 goals & 5 assists Hee-chan Hwang: 8 games, 6 goals & 9 assists Takumi Minamino: 8 games, 4 goals & 6 assists Patson Daka: 8 games, 5 goals & 3 assists Entertaining style of play & entertaining players. pic.twitter.com/lvSfV6je2p — FootballTalentScout (@FTalentScout) September 17, 2019 „Enn einu sinni sannaði Erling það að hann mun verða einn besti framherji í heimi,“ bætti Wöber við. Erling Braut Håland sjálfur ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni strax á þessu tímabili.Erling Braut Håland now holds the record for the youngest player to score a #UCL first-half hat-trick and most goals in a single U20 World Cup match. At 19 years old, expect plenty more records to be broken.https://t.co/7cqyFxGwsv— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 „Það er allt mögulegt. Við sáum Ajax liðið á síðustu leiktíð. Það væri gaman að vera nýja Ajax en við vitum að það er fullt af góðum liðum. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki,“ sagði Erling Braut Håland. Red Bull Salzburg á eftir að spila við Evrópumeistara Liverpool og ítalska félagið Napoli. Napoli vann einmitt Liverpool í hinum leik riðilsins í gærkvöldi.Erling Braut Håland fagnar.Getty/TF-Images Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Sjá meira
Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Red Bull Salzburg, var að sjálfsögðu mjög ánægður með framherjann sinn Erling Braut Håland eftir 6-2 stórsigur á Genk í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Jesse Marsch var beðinn um að lýsa Erling Braut Håland í þremur orðum: „Jákvæður, orkumikill, spennandi eða kannski rafmagnaður,“ svaraði Jesse Marsch og þurfti að nota fjögur lýsingarorð enda ekki auðvelt að lýsa framtíðarstjörnu norska fótboltans.Erling Haland: Scored 9 goals in an U20 World Cup game Scored 17 goals in 9 games for Salzburg this season Scored a hat-trick on his Champions League debut Remember the name! pic.twitter.com/gfA742zAMR — ESPN UK (@ESPNUK) September 17, 2019 Liðsfélags Erling Braut Håland er líka yfir sig hrifnir af stráknum sem skoraði þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í gær. Strákurinn er aðeins nítján ára gamall en búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar af þrennu í tveimur síðustu leikjum. „Hann er stórkostlegur. Með þessa hæð en samt svo lipur og ákveðinn með boltann. Það er mjög erfitt að spila á móti honum á æfingum og maður verður eiginlega bara að brjóta á honum,“ sagði Max Wöber, liðsfélagi Håland hjá Red Bull Salzburg.RB Salzburg's attacking four: Erling Braut Haland: 9 games, 17 goals & 5 assists Hee-chan Hwang: 8 games, 6 goals & 9 assists Takumi Minamino: 8 games, 4 goals & 6 assists Patson Daka: 8 games, 5 goals & 3 assists Entertaining style of play & entertaining players. pic.twitter.com/lvSfV6je2p — FootballTalentScout (@FTalentScout) September 17, 2019 „Enn einu sinni sannaði Erling það að hann mun verða einn besti framherji í heimi,“ bætti Wöber við. Erling Braut Håland sjálfur ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni strax á þessu tímabili.Erling Braut Håland now holds the record for the youngest player to score a #UCL first-half hat-trick and most goals in a single U20 World Cup match. At 19 years old, expect plenty more records to be broken.https://t.co/7cqyFxGwsv— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 „Það er allt mögulegt. Við sáum Ajax liðið á síðustu leiktíð. Það væri gaman að vera nýja Ajax en við vitum að það er fullt af góðum liðum. Þetta verður erfitt en miði er möguleiki,“ sagði Erling Braut Håland. Red Bull Salzburg á eftir að spila við Evrópumeistara Liverpool og ítalska félagið Napoli. Napoli vann einmitt Liverpool í hinum leik riðilsins í gærkvöldi.Erling Braut Håland fagnar.Getty/TF-Images
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Sjá meira