Mikið líf í Eldvatnsbotnum Karl Lúðvíksson skrifar 18. september 2019 13:00 Það eru að veiðast flottir sjóbirtingar í Eldvatni þessa dagana. Mynd: SVFR FB Sjóbirtingsveiðin er nú að komast á fullt og það eru góðar fréttir að berast að austan þrátt fyrir slagveður sem hefur herjað á veiðimenn. Eldvatnsbotnar hafa verið vaxandi veiðisvæði síðustu tvö árin og það má líklega að öllu leiti skrifa á góðan árangur veitt og sleppt á svæðinu. Bæði hefur veiðin batnað mikið sem og stærri fiskur er að veiðast en sjóbirtingur getur náð 15-17 ára aldri og orðið allt að 90-100 sm fái hann tækifæri til þess. Á vef SVFR er frétt um þá félaga Brynjar Örn Ólafsson og Árni Freyr Stefánsson sem kíktu í Eldvatnsbotnana. Það var mikill fiskur á svæðinu, aðallega sjóbirtingur en þó lax að stökkvar þar líka. Þeir urðu aðallega varir við fiska í vestari kvíslinni, nánar tiltekið í Beygjunni, Heljarhyl og Breiðunni. Þeir tóku þó einn í eystri kvíslinni. Þeir voru aðallega að veiða á flotlínu og fengu mestu viðbrögðin við Dýrbít, Green butt og Black Ghost. Einnig rauðu og gulu eins og Dentist, Frances og Orange nobbler. Það er oft ansi góður tími frá miðjum sept og fram í október í sjóbirtingnum og þrátt fyrir að veður geti oft verið válynd, mikið rignt og jafnvel snjóað fer það lítið í taugarnar á fiskinum sem á þessum tíma er að ganga upp í árnar og tökugleðin hress eftir því. Það skal tekið fram að öllum fiski var sleppt aftur í ánna til að tryggja áframhald á því meðbyr sem þetta skemmtilega veiðisvæði er í. Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði
Sjóbirtingsveiðin er nú að komast á fullt og það eru góðar fréttir að berast að austan þrátt fyrir slagveður sem hefur herjað á veiðimenn. Eldvatnsbotnar hafa verið vaxandi veiðisvæði síðustu tvö árin og það má líklega að öllu leiti skrifa á góðan árangur veitt og sleppt á svæðinu. Bæði hefur veiðin batnað mikið sem og stærri fiskur er að veiðast en sjóbirtingur getur náð 15-17 ára aldri og orðið allt að 90-100 sm fái hann tækifæri til þess. Á vef SVFR er frétt um þá félaga Brynjar Örn Ólafsson og Árni Freyr Stefánsson sem kíktu í Eldvatnsbotnana. Það var mikill fiskur á svæðinu, aðallega sjóbirtingur en þó lax að stökkvar þar líka. Þeir urðu aðallega varir við fiska í vestari kvíslinni, nánar tiltekið í Beygjunni, Heljarhyl og Breiðunni. Þeir tóku þó einn í eystri kvíslinni. Þeir voru aðallega að veiða á flotlínu og fengu mestu viðbrögðin við Dýrbít, Green butt og Black Ghost. Einnig rauðu og gulu eins og Dentist, Frances og Orange nobbler. Það er oft ansi góður tími frá miðjum sept og fram í október í sjóbirtingnum og þrátt fyrir að veður geti oft verið válynd, mikið rignt og jafnvel snjóað fer það lítið í taugarnar á fiskinum sem á þessum tíma er að ganga upp í árnar og tökugleðin hress eftir því. Það skal tekið fram að öllum fiski var sleppt aftur í ánna til að tryggja áframhald á því meðbyr sem þetta skemmtilega veiðisvæði er í.
Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði