Fótbolti

„Okkar næsta skref á leiðinni til Englands“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á tvo mjög svo ólíka leiki í upphafi október.

Þann 4. október mætir Ísland Frakklandi í vináttulandsleik í Nimes. Fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því lettneska í Liepaja í undankeppni EM 2021.

Ísland er með fullt hús stiga í F-riðli undankeppninnar eftir sigra á Ungverjalandi og Slóvakíu.

„Við förum í báða leikina til að vinna. Ekki spurning,“ sagði Jón Þór um leikina tvo sem framundan eru í Sportpakkanum.

„Ég held að leikirnir verði ekki mikið ólíkari í einu verkefni. En leikurinn í Lettlandi er okkar næsta skref til Englands. Þangað ætlum við okkur,“ sagði Jón Þór en EM 2021 fer fram á Englandi. Ísland hefur komist á þrjú Evrópumót í röð.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×