Spennandi námskeið í meðferðardáleiðslu að hefjast Dáleiðsluskóli Íslands kynnir 2. september 2019 10:30 Ingibergur Þorkelsson ásamt höfundi Yager-meðferðar, Dr. Edwin Yager. Dáleiðsluskóli Íslands heldur spennandi grunnnámskeið í meðferðardáleiðslu í Reykjavík, sem hefst þann 20. september næstkomandi. Námskeiðið er haldið á íslensku og byggir á aðferðum og þekkingu virtra erlendra dáleiðara. Námskeiðið hentar fólki með ólíkan bakgrunn og nýtist vel innan margra starfsgreina. Kennsla og æfingar með kennara taka samtals 78 klst. og jafngildir námstíminn 90 kennslustundum í framhaldsskóla. „Frá því að við héldum fyrst dáleiðslunámskeið árið 2011 hafa námskeiðin tekið miklum breytingum og höfum við sífellt verið að þróa þau áfram svo nemendur okkar hafa betri og öflugri verkfæri í höndunum að lokinni útskrift. Eftirsóknin eftir dáleiðslunámi hefur af sama skapi aukist,“ segir Jón Víðis, aðalkennari Dáleiðsluskóla Íslands. „Árið 2015 kom út bókin „Listin að dáleiða“ sem er íslensk þýðing á bókinni „The Art of Hypnosis“ eftir Roy Hunter, sem námskeiðið byggir á. Síðan þá hefur allt námsefnið verið kennt á íslensku.“ Hvað er kennt á grunnnámskeiðinu? „Á grunnnámskeiðinu læra nemendur og æfa allar þær aðferðir sem kenndar eru jafnóðum og byrja nemendur að dáleiða hver annan strax á fyrsta degi. Kenndar eru innleiðslur í dáleiðslu, dýpkunaraðferðir, næmipróf, sjálfsdáleiðsla, siðferði í dáleiðslu, hvernig ná má sem bestum árangri með dáleiðslumeðferðum, ávinningsleiðin, festur, kveikjur og dástikur. Eitt magnaðasta einkenni dáleiðslu er hvernig hugurinn bregst við dástikum, beinum, óbeinum og eftirávirkum,“ segir Jón. Hvernig nýtist námið? „Það er mjög misjafnt á hvaða forsendum nemendur skrá sig í dáleiðslunám. Sumir læra dáleiðslu til að hjálpa vinum og ættingjum, aðrir vilja nýta dáleiðslu í sínu meðferðarstarfi og svo eru líka einstaklingar sem vilja læra sjálfsdáleiðslu til að bæta eigin líðan. Við höfum verið svo heppin að nemendur okkar koma víða við úr þjóðfélaginu og eru með mismunandi bakgrunn. Það gefur umræðunum á námskeiðunum meiri dýpt að fá ólíkar skoðanir og þekkingu úr annars konar meðferðum,“ útskýrir Jón. Meðal þeirra sem lært hafa dáleiðslu eru kennarar, hjúkrunarfræðingar, tannlæknar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, sjúkraliðar, læknar, nuddarar, íþróttaþjálfarar, jógakennarar sjúkraþjálfarar o.fl. Fólk með dáleiðsluþekkingu starfar víða í þjóðfélaginu, dáleiðslutæknar starfa meðal annars á Reykjalundi, Grensásdeild Landspítalans, HNLFÍ í Hveragerði, á Landspítalanum og í skólum, auk þeirra sem reka eigin stofur. Hvað er dáleiðsla? „Dáleiðsla er náttúrulegt ástand sem allir upplifa mörgum sinnum á dag. Sem dæmi má nefna þá förum við í gegnum ferli sem líkja má við dáleiðslu þegar við sofnum og vöknum,“ útskýrir Jón. „Við könnumst einnig flest við að keyra og þegar við erum komin á áfangastað munum við ekki eftir ferðalaginu, erum á nokkurs konar „sjálfsstýringu“. Þá var það undirvitund okkar sem sá um aksturinn á meðan meðvitaði hugurinn var að hugsa um eitthvað allt annað. Það er nokkuð sem mætti líkja við dáleiðslumeðferð, þar sem meðvitaði hugurinn er upptekinn við eitt á meðan unnið er með undirvitund meðferðarþegans við að uppræta vandamálið. Dáleiðslumeðferð má nota við allt sem er huglægt og hægt er að ná ótrúlegum árangri. Dáleiðsla er mjög góð til að vinna á kvíða og áhyggjum, auka einbeitingu, losna við fælnir og fóbíur t.d. flughræðslu, bæta svefn, lina verki og fleira. Dáleiðsla er mikið notuð til að hætta að reykja, léttast, við þunglyndi og til að auka sjálfstraust. Íþróttamenn, t.d. golfarar, sund- og frjálsíþróttafólk nýtir sér dáleiðslu til að hámarka árangur sinn og ná sínu besta fram í keppni. Með dáleiðslumeðferð er hægt að losna undan áhrifum áfalla og stórbæta líf þeirra sem þannig þjást. Hægt er að lina sársauka og verki, jafnvel að því marki að skera má upp án deyfilyfja. Hægt er að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerðir þannig að þær gangi betur og bati á eftir verði hraðari. Einnig til að eyða ótta og kvíða við læknisaðgerðir. Hægt er að undirbúa fæðingu þannig að hún gangi vel og án verkjalyfja.“ Dáleiðsla – öflug leið til sjálfseflingar og til að ná fram óskuðum breytingum „Frá því ég opnaði Dáleiðslumiðstöðina árið 2013 hef ég hjálpað mörgum að ná fram þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Hvort sem það er að hætta að reykja, líða betur, losna við hugsanir sem hafa verið að trufla fólk eða að léttast,“ segir Jón sem sjálfur losaði sig við aukakíló með dáleiðslu. „Ég hef náð góðum árangri í að hjálpa fólki að létta sig og sjálfur léttist ég um 30 kíló með dáleiðslu. Það sem gerðist hjá mér var að dáleiðslan hjálpaði mér til að átta mig hvenær ég væri búinn að fá nóg og var því ekki að borða án þess að hugsa. Þannig léttist ég töluvert án þess að þurfa að gera mikið. Ég var ekki að setja eitthvað upp í mig, „af því bara“ og ég var heldur ekki með samviskubit yfir því að vera að borða eitthvað sem ég mátti ekki borða. Mér fannst þetta því frekar auðvelt, ef ég er ekki svangur þá þarf ég þetta ekki núna, ég get fengið það seinna og þar með fór miklu minna inn fyrir mínar varir og ég léttist sjálfkrafa ef svo má segja. Ég kalla aðferðina sýndarmagabandsdáleiðsla því ég nota samlíkingu við að fara í uppskurð og magabandsaðgerð til að ná fram þeim hughrifum sem þarf í dáleiðslunni. Í framhaldi af því sér fólk sig með minna magamál og á auðveldara með að átta sig á seddutilfinningunni og hætta þegar það hefur fengið nóg.“ Hverjir koma í dáleiðslu? „Það er alls konar fólk sem kemur í Dáleiðslumiðstöðina, en allir eiga sameiginlegt að vilja breyta einhverju í sínu lífi en hefur gengið illa að gera það upp á eigin spýtur. Til dæmis þeir sem vilja létta sig eða hætta að reykja. Reykingar og að losa sig við leiða vana er eitthvað sem dáleiðsla getur vel unnið á, t.d. naga neglur og þess háttar. Eins er með leiðinlegar hugsanir eða erfið samskipti, þar sem fólk er komið í einhvers konar þráhyggju með einhverja hluti eða gagnvart einhverjum. Ég hef líka náð árangri við að hjálpa fólki að hætta að láta slíkar hugsanir stjórna orðum sínum og athöfnum. Hugsanirnar hætta þá að koma upp og skipta máli og viðkomandi getur snúið sér að því sem hann vill frekar hugsa um eða gera í stað þess að vera fastur í einhverjum vana.“ Dáleiðsla er þægilegt hugarástand „Það sem er auðveldast að leysa með dáleiðsla eru hvers konar fælnir. Mér finnst alltaf gaman þegar einhver kemur með flughræðslu, lofthræðslu eða annað sem er farið að há fólki og fælnin bara hverfur. Það má kannski líkja þessu við töfrabrögð þó dáleiðsla sé alls ekkert dularfullt eða yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Upplifun fólks getur verið skrýtin þegar eitthvað sem var gersamlega óhugsandi í gær verður allt í einu ekkert mál. Eins og að fara í flugferð eða taka lyftuna. Dáleiðsla er mjög þægilegt hugarástand og fólk upplifir afslappað og rólegt ástand.,“ útskýrir Jón. Hægt er að senda fyrirspurnir eða panta tíma í gegnum Facebook á Dáleiðarinn Jón Víðis. Námskeið í sjálfsdáleiðslu „Auk þess að kenna á grunn-, og framhaldsnámskeiðum Dáleiðsluskóla Íslands þá verðum við Arnþór, samkennari minn, með námskeið í sjálfsdáleiðslu helgina 14. og 15. september næstkomandi. Það hefur lengi blundað í okkur að halda sér námskeið í sjálfsdáleiðslu, þar sem við finnum fyrir auknum áhuga fólks fyrir því að læra hana. Þess vegna finnst okkur tilvalið að kenna þeim sem hafa áhuga á hvernig mögulegt er að nota sjálfsdáleiðslu til að ná árangri í því sem maður vill breyta, bæta og efla í sínu lífi,“ segir Jón. Markmiðið með námskeiðinu er að kenna þátttakendunum að búa til einstaklingsmiðaðar sjálfsdáleiðslur sem henta viðkomandi og þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir. „Við komum einnig til með að kenna þátttakendum hvernig á að undirbúa sig fyrir sjálfsdáleiðslu, ýmsar leiðir til að fara í sjálfsdáleiðslu, hvernig á að dýpka og auka áhrif dáleiðslunnar, hvernig á að vinna sjálfa meðferðarvinnuna og flest sem snýr að henni. Við kenna þátttakendunum einnig hvernig mögulegt er að ná fram staðdeyfingu með sjálfsdáleiðslu. Við munum svo að sjálfsögðu æfa allar aðferðirnar sem við lærum. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem langar að læra að nota dáleiðslu á sjálfa sig. Því öll getum við lært að nota þetta frábæra verkfæri sem dáleiðsla er, til að bæta eigin líðan.“ Heillaðist snemma af dáleiðslu „Áhugi minn á dáleiðslu kviknaði fyrir allmörgum árum síðan. Ég hafði fylgst með þáttunum hans Derren Brown í sjónvarpinu og má segja að áhugi minn á dáleiðslu hafi kviknað þá. Um svipað leiti fór ég einnig á dáleiðslusýningu hjá Sailesh og fannst ansi merkilegt hvernig hann gat látið fólk gera þessa hluti í dáleiðslu. Þegar ég fór svo að leitast við að svara þessum spurningum varðandi hvað ég þyrfti að gera til að læra dáleiðslu þá rakst ég á námskeið í meðferðardáleiðslu á netinu. Ég horfði á það og komst að því að ég hafði í raun kolranga mynd af því hvað dáleiðsla væri og hvernig hún virkar,“ útskýrir Arnþór Arnþórsson, dáleiðari hjá Hugmeðferð. „Eftir að hafa horft á þetta tiltekna námskeið hófst í raun áhugi minn fyrir alvöru á dáleiðslu sem meðferðartæki. Ég fór því að leitast við að læra meðferðardáleiðslu og rakst þá á auglýsingu frá Dáleiðsluskóla Íslands. Árið 2015 lærði ég fyrst dáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands og fór á framhaldsnámskeiðið í kjölfarið. Ég útskrifaðist sem Certified Clinical Hypnotherapist vorið 2016. Ég ákvað strax eftir útskrift að mig langaði að opna mína eigin meðferðarstofu og hef ég rekið stofuna mína, Hugmeðferð, síðan ég útskrifaðist. Þar aðstoða ég einstaklinga við að uppræta ýmiss konar vandamál, láta af óæskilegum ávönum og bæta eigin líðan,“ segir Arnþór. Samstarf hans við Dáleiðsluskólann hófst árið 2017. „Jón Víðis hafði samband við mig og bauð mér að kenna með sér hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Það samstarf hefur gengið vonum framar og höfum við verið að auka það , t.d. með sjálfsdáleiðslunámskeiðinu sem haldið verður 14. og 15. september. Hugmyndin að því námskeiði kviknaði út frá fyrirspurnum frá einstaklingum sem langaði að læra dáleiðslu fyrir sjálfa sig en ekki endilega bjóða upp á dáleiðslu eða dáleiðslumeðferðir fyrir aðra eftir að námskeiðinu lýkur. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru að vinna með hugann, s.s. einstaklingar sem stunda jóga, hugleiðslu, íhugun, núvitund, o.s.frv. Dáleiðsla getur nefnilega verið öflug viðbót í verkfærakistu viðkomandi.“ Dáleiðsla sem meðferðartæki „Það sem mér finnst svo heillandi við dáleiðslumeðferðir er að það er hægt að vinna með svo margvísleg vandamál. Þó svo vandamálin virðist oft svipuð á yfirborðinu þá eru orsakir þeirra mjög persónubundnar. Við höfum öll mismunandi bakgrunn og lífsreynslu og því má í raun segja að engar tvær dáleiðslumeðferðir séu eins, enda leggjum við upp með það að sníða meðferðirnar að þörfum þeirra sem leita til okkar, en ekki öfugt. Það hefur orðið mikil aukning í aðsókn í dáleiðslu á undanförnum árum, bæði á námskeið og einnig í meðferðir. Sífellt fleiri einstaklingar líta nú á dáleiðslumeðferðir sem raunhæfan kost í því að losna við kvíða, þunglyndi, óæskilega ávana, fælnir o.s.frv. Ég held að skýringin á þessari aukningu sé að hluta til vegna þess að við erum sífellt að verða meðvitaðri um tenginguna á milli andlegrar-, og líkamlegrar heilsu og þau áhrif sem langvarandi kvíði, stress og vanlíðan getur haft á heilsu okkar almennt,“ segir Arnþór. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um dáleiðslu og þær meðferðir sem í boði eru á heimasíðu Hugmeðferðar, www.hugmeðferð.isKenna meðferð við kvíða, fíkn og áföllum á framhaldsnámskeiðinu Ingibergur Þorkelsson er stofnandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. Hann segir að framhaldsnámskeiðið sem hefst í apríl 2020 snúist um meðferðir sem falla vel að dáleiðslu. Að loknu grunnnámskeiðinu séu nemendur mjög færir í dáleiðslu og hún sé ekki kennd á framhaldsnámskeiðinu. Þar verði kennd Djúpmeðferð, öflug meðferð við margs konar vanda. Djúpmeðferð byggist samþættingu Yager-meðferðar, persónuþáttameðferðar (Ego State Therapy) og endurlitsmeðferðar (Regression Therapy). Árangur Djúpmeðferðar sé oft ótrúlega góður á skömmum tíma. Byltingarkennd nýjung Nýjasti þáttur Djúmeðferðar, Yager-meðferð (Subliminal Therapy) , var fyrst kynntur í bók Dr. Edwin Yager, Subliminal Therapy, sem kom út ári 2011 og þar eru m.a. birtar rannsóknir Dr. Yager sjálfs, sem sýna afar góðan árangur af meðferð við hvers konar fíkn, kvíða, þunglyndi o.fl. Ingibergur segist hafa verið svo heppinn að hafa kynnst Dr. Edwin Yager, höfundi Yager-meðferðar skömmu eftir að bók hans um meðferðina kom út. „Dr. Yager vann ötullega að kynningu meðferðar sinnar 2012 – 2019, en hann lést í júní sl., 93 ára að aldri. Hann var Bandaríkjamaður, prófessor í sálfræði við háskóla í San Diego. Ég aðstoðaði hann við að koma sér á framfæri í Evrópu og víðar og meðferðin hefur m.a. náð fótfestu í Þýskalandi, í Mexíkó og á Íslandi. Þessi meðferð er byltingkennd nýjung sem á eftir að valda straumhvörfum” Annar þáttur Djúpmeðferðar er Persónuþáttameðferð (Ego State Therapy) sem bandarísku hjónin og sálfræðingarnir John og Helen Watkins kynntu árið 1997 og ástralski sálfræðingurinn Gordon Emmerson jók við og endurbætti með bók sinni sem út kom árið 2003. Ingibergur hefur unnið með Djúpmeðferð undanfarin ár með afar góðum árangri. Mótun og álög „Við erum öll mótuð af uppeldi og umhverfi,“ segir Ingibergur. „Þegar börnum er sagt að þau geti hvað sem er verður líf þeirra auðvelt og þau komast yfir hvers konar hindranir. Ef þeim er talin trú um að þau séu heimsk og geti ekki neitt er eins og það hafi verið lögð á þau álög og lífið verði erfitt og fátt heppnist þrátt fyrir jákvætt ytra umhverfi. Með Djúpmeðferð er hægt að breyta mótun og aflétta álögunum.“ Áföll og áfallastreita Mikil vakning hefur orðið undanfarin ár um áhrif áfalla á lífsgæði og ævilengd. Meðal annars hefur verið gerð rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi. Rannsóknir sýna glögglega tengsl áfalla sem fólk nær ekki að vinna úr og fjölmargra andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Ingibergur segir að Djúpmeðferð sé líklega öflugasta og fljótvirkasta meðferðin við afleiðingum áfalla. Astmi, fíkn, þunglyndi og vefjagigt. Djúpmeðferð vinnur á sumum sjúkdómum sem hafi talist líkamlegir, svo sem berkju astma. Einnig hafi tekist að eyða katta- og dýrahára ofnæmi, frjó ofnæmi ofl. Hvers konar fíkn á rætur í áföllum að sögn Ingibergs, og hægt sé að losna undan henni með Djúpmeðferð. Sama eigi við um vefjagigt, sem sé nær alltaf áfallatengd. „Dr. Edwin Yager hefur bent á að þunglyndi megi einnig rekja til áfalla og missis. Hann sagði að sú kenning að boðefnaójafnvægi valdi þunglyndi sé röng. Boðefna ójafnvægi sé afleiðing þunglyndis en ekki orsök. Með Djúpmeðferð hefur tekist að finna áföllin og eyða afleiðingum þeirra þannig að þunglyndið hefur horfið.“ Ofangreindur árangur hefur meðal annars verið staðfestur af nemendum skólans, en innifalið í námsgjaldi er meðferðartími hjá skólastjóranum. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram á heimasíðu Dáleiðsluskóla Íslands, www. daleidsla.is Þessi kynning er unnin í samstarfi við Dáleiðsluskóla Íslands. Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Sjá meira
Dáleiðsluskóli Íslands heldur spennandi grunnnámskeið í meðferðardáleiðslu í Reykjavík, sem hefst þann 20. september næstkomandi. Námskeiðið er haldið á íslensku og byggir á aðferðum og þekkingu virtra erlendra dáleiðara. Námskeiðið hentar fólki með ólíkan bakgrunn og nýtist vel innan margra starfsgreina. Kennsla og æfingar með kennara taka samtals 78 klst. og jafngildir námstíminn 90 kennslustundum í framhaldsskóla. „Frá því að við héldum fyrst dáleiðslunámskeið árið 2011 hafa námskeiðin tekið miklum breytingum og höfum við sífellt verið að þróa þau áfram svo nemendur okkar hafa betri og öflugri verkfæri í höndunum að lokinni útskrift. Eftirsóknin eftir dáleiðslunámi hefur af sama skapi aukist,“ segir Jón Víðis, aðalkennari Dáleiðsluskóla Íslands. „Árið 2015 kom út bókin „Listin að dáleiða“ sem er íslensk þýðing á bókinni „The Art of Hypnosis“ eftir Roy Hunter, sem námskeiðið byggir á. Síðan þá hefur allt námsefnið verið kennt á íslensku.“ Hvað er kennt á grunnnámskeiðinu? „Á grunnnámskeiðinu læra nemendur og æfa allar þær aðferðir sem kenndar eru jafnóðum og byrja nemendur að dáleiða hver annan strax á fyrsta degi. Kenndar eru innleiðslur í dáleiðslu, dýpkunaraðferðir, næmipróf, sjálfsdáleiðsla, siðferði í dáleiðslu, hvernig ná má sem bestum árangri með dáleiðslumeðferðum, ávinningsleiðin, festur, kveikjur og dástikur. Eitt magnaðasta einkenni dáleiðslu er hvernig hugurinn bregst við dástikum, beinum, óbeinum og eftirávirkum,“ segir Jón. Hvernig nýtist námið? „Það er mjög misjafnt á hvaða forsendum nemendur skrá sig í dáleiðslunám. Sumir læra dáleiðslu til að hjálpa vinum og ættingjum, aðrir vilja nýta dáleiðslu í sínu meðferðarstarfi og svo eru líka einstaklingar sem vilja læra sjálfsdáleiðslu til að bæta eigin líðan. Við höfum verið svo heppin að nemendur okkar koma víða við úr þjóðfélaginu og eru með mismunandi bakgrunn. Það gefur umræðunum á námskeiðunum meiri dýpt að fá ólíkar skoðanir og þekkingu úr annars konar meðferðum,“ útskýrir Jón. Meðal þeirra sem lært hafa dáleiðslu eru kennarar, hjúkrunarfræðingar, tannlæknar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, sjúkraliðar, læknar, nuddarar, íþróttaþjálfarar, jógakennarar sjúkraþjálfarar o.fl. Fólk með dáleiðsluþekkingu starfar víða í þjóðfélaginu, dáleiðslutæknar starfa meðal annars á Reykjalundi, Grensásdeild Landspítalans, HNLFÍ í Hveragerði, á Landspítalanum og í skólum, auk þeirra sem reka eigin stofur. Hvað er dáleiðsla? „Dáleiðsla er náttúrulegt ástand sem allir upplifa mörgum sinnum á dag. Sem dæmi má nefna þá förum við í gegnum ferli sem líkja má við dáleiðslu þegar við sofnum og vöknum,“ útskýrir Jón. „Við könnumst einnig flest við að keyra og þegar við erum komin á áfangastað munum við ekki eftir ferðalaginu, erum á nokkurs konar „sjálfsstýringu“. Þá var það undirvitund okkar sem sá um aksturinn á meðan meðvitaði hugurinn var að hugsa um eitthvað allt annað. Það er nokkuð sem mætti líkja við dáleiðslumeðferð, þar sem meðvitaði hugurinn er upptekinn við eitt á meðan unnið er með undirvitund meðferðarþegans við að uppræta vandamálið. Dáleiðslumeðferð má nota við allt sem er huglægt og hægt er að ná ótrúlegum árangri. Dáleiðsla er mjög góð til að vinna á kvíða og áhyggjum, auka einbeitingu, losna við fælnir og fóbíur t.d. flughræðslu, bæta svefn, lina verki og fleira. Dáleiðsla er mikið notuð til að hætta að reykja, léttast, við þunglyndi og til að auka sjálfstraust. Íþróttamenn, t.d. golfarar, sund- og frjálsíþróttafólk nýtir sér dáleiðslu til að hámarka árangur sinn og ná sínu besta fram í keppni. Með dáleiðslumeðferð er hægt að losna undan áhrifum áfalla og stórbæta líf þeirra sem þannig þjást. Hægt er að lina sársauka og verki, jafnvel að því marki að skera má upp án deyfilyfja. Hægt er að undirbúa sjúklinga fyrir aðgerðir þannig að þær gangi betur og bati á eftir verði hraðari. Einnig til að eyða ótta og kvíða við læknisaðgerðir. Hægt er að undirbúa fæðingu þannig að hún gangi vel og án verkjalyfja.“ Dáleiðsla – öflug leið til sjálfseflingar og til að ná fram óskuðum breytingum „Frá því ég opnaði Dáleiðslumiðstöðina árið 2013 hef ég hjálpað mörgum að ná fram þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Hvort sem það er að hætta að reykja, líða betur, losna við hugsanir sem hafa verið að trufla fólk eða að léttast,“ segir Jón sem sjálfur losaði sig við aukakíló með dáleiðslu. „Ég hef náð góðum árangri í að hjálpa fólki að létta sig og sjálfur léttist ég um 30 kíló með dáleiðslu. Það sem gerðist hjá mér var að dáleiðslan hjálpaði mér til að átta mig hvenær ég væri búinn að fá nóg og var því ekki að borða án þess að hugsa. Þannig léttist ég töluvert án þess að þurfa að gera mikið. Ég var ekki að setja eitthvað upp í mig, „af því bara“ og ég var heldur ekki með samviskubit yfir því að vera að borða eitthvað sem ég mátti ekki borða. Mér fannst þetta því frekar auðvelt, ef ég er ekki svangur þá þarf ég þetta ekki núna, ég get fengið það seinna og þar með fór miklu minna inn fyrir mínar varir og ég léttist sjálfkrafa ef svo má segja. Ég kalla aðferðina sýndarmagabandsdáleiðsla því ég nota samlíkingu við að fara í uppskurð og magabandsaðgerð til að ná fram þeim hughrifum sem þarf í dáleiðslunni. Í framhaldi af því sér fólk sig með minna magamál og á auðveldara með að átta sig á seddutilfinningunni og hætta þegar það hefur fengið nóg.“ Hverjir koma í dáleiðslu? „Það er alls konar fólk sem kemur í Dáleiðslumiðstöðina, en allir eiga sameiginlegt að vilja breyta einhverju í sínu lífi en hefur gengið illa að gera það upp á eigin spýtur. Til dæmis þeir sem vilja létta sig eða hætta að reykja. Reykingar og að losa sig við leiða vana er eitthvað sem dáleiðsla getur vel unnið á, t.d. naga neglur og þess háttar. Eins er með leiðinlegar hugsanir eða erfið samskipti, þar sem fólk er komið í einhvers konar þráhyggju með einhverja hluti eða gagnvart einhverjum. Ég hef líka náð árangri við að hjálpa fólki að hætta að láta slíkar hugsanir stjórna orðum sínum og athöfnum. Hugsanirnar hætta þá að koma upp og skipta máli og viðkomandi getur snúið sér að því sem hann vill frekar hugsa um eða gera í stað þess að vera fastur í einhverjum vana.“ Dáleiðsla er þægilegt hugarástand „Það sem er auðveldast að leysa með dáleiðsla eru hvers konar fælnir. Mér finnst alltaf gaman þegar einhver kemur með flughræðslu, lofthræðslu eða annað sem er farið að há fólki og fælnin bara hverfur. Það má kannski líkja þessu við töfrabrögð þó dáleiðsla sé alls ekkert dularfullt eða yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Upplifun fólks getur verið skrýtin þegar eitthvað sem var gersamlega óhugsandi í gær verður allt í einu ekkert mál. Eins og að fara í flugferð eða taka lyftuna. Dáleiðsla er mjög þægilegt hugarástand og fólk upplifir afslappað og rólegt ástand.,“ útskýrir Jón. Hægt er að senda fyrirspurnir eða panta tíma í gegnum Facebook á Dáleiðarinn Jón Víðis. Námskeið í sjálfsdáleiðslu „Auk þess að kenna á grunn-, og framhaldsnámskeiðum Dáleiðsluskóla Íslands þá verðum við Arnþór, samkennari minn, með námskeið í sjálfsdáleiðslu helgina 14. og 15. september næstkomandi. Það hefur lengi blundað í okkur að halda sér námskeið í sjálfsdáleiðslu, þar sem við finnum fyrir auknum áhuga fólks fyrir því að læra hana. Þess vegna finnst okkur tilvalið að kenna þeim sem hafa áhuga á hvernig mögulegt er að nota sjálfsdáleiðslu til að ná árangri í því sem maður vill breyta, bæta og efla í sínu lífi,“ segir Jón. Markmiðið með námskeiðinu er að kenna þátttakendunum að búa til einstaklingsmiðaðar sjálfsdáleiðslur sem henta viðkomandi og þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir. „Við komum einnig til með að kenna þátttakendum hvernig á að undirbúa sig fyrir sjálfsdáleiðslu, ýmsar leiðir til að fara í sjálfsdáleiðslu, hvernig á að dýpka og auka áhrif dáleiðslunnar, hvernig á að vinna sjálfa meðferðarvinnuna og flest sem snýr að henni. Við kenna þátttakendunum einnig hvernig mögulegt er að ná fram staðdeyfingu með sjálfsdáleiðslu. Við munum svo að sjálfsögðu æfa allar aðferðirnar sem við lærum. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem langar að læra að nota dáleiðslu á sjálfa sig. Því öll getum við lært að nota þetta frábæra verkfæri sem dáleiðsla er, til að bæta eigin líðan.“ Heillaðist snemma af dáleiðslu „Áhugi minn á dáleiðslu kviknaði fyrir allmörgum árum síðan. Ég hafði fylgst með þáttunum hans Derren Brown í sjónvarpinu og má segja að áhugi minn á dáleiðslu hafi kviknað þá. Um svipað leiti fór ég einnig á dáleiðslusýningu hjá Sailesh og fannst ansi merkilegt hvernig hann gat látið fólk gera þessa hluti í dáleiðslu. Þegar ég fór svo að leitast við að svara þessum spurningum varðandi hvað ég þyrfti að gera til að læra dáleiðslu þá rakst ég á námskeið í meðferðardáleiðslu á netinu. Ég horfði á það og komst að því að ég hafði í raun kolranga mynd af því hvað dáleiðsla væri og hvernig hún virkar,“ útskýrir Arnþór Arnþórsson, dáleiðari hjá Hugmeðferð. „Eftir að hafa horft á þetta tiltekna námskeið hófst í raun áhugi minn fyrir alvöru á dáleiðslu sem meðferðartæki. Ég fór því að leitast við að læra meðferðardáleiðslu og rakst þá á auglýsingu frá Dáleiðsluskóla Íslands. Árið 2015 lærði ég fyrst dáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands og fór á framhaldsnámskeiðið í kjölfarið. Ég útskrifaðist sem Certified Clinical Hypnotherapist vorið 2016. Ég ákvað strax eftir útskrift að mig langaði að opna mína eigin meðferðarstofu og hef ég rekið stofuna mína, Hugmeðferð, síðan ég útskrifaðist. Þar aðstoða ég einstaklinga við að uppræta ýmiss konar vandamál, láta af óæskilegum ávönum og bæta eigin líðan,“ segir Arnþór. Samstarf hans við Dáleiðsluskólann hófst árið 2017. „Jón Víðis hafði samband við mig og bauð mér að kenna með sér hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Það samstarf hefur gengið vonum framar og höfum við verið að auka það , t.d. með sjálfsdáleiðslunámskeiðinu sem haldið verður 14. og 15. september. Hugmyndin að því námskeiði kviknaði út frá fyrirspurnum frá einstaklingum sem langaði að læra dáleiðslu fyrir sjálfa sig en ekki endilega bjóða upp á dáleiðslu eða dáleiðslumeðferðir fyrir aðra eftir að námskeiðinu lýkur. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru að vinna með hugann, s.s. einstaklingar sem stunda jóga, hugleiðslu, íhugun, núvitund, o.s.frv. Dáleiðsla getur nefnilega verið öflug viðbót í verkfærakistu viðkomandi.“ Dáleiðsla sem meðferðartæki „Það sem mér finnst svo heillandi við dáleiðslumeðferðir er að það er hægt að vinna með svo margvísleg vandamál. Þó svo vandamálin virðist oft svipuð á yfirborðinu þá eru orsakir þeirra mjög persónubundnar. Við höfum öll mismunandi bakgrunn og lífsreynslu og því má í raun segja að engar tvær dáleiðslumeðferðir séu eins, enda leggjum við upp með það að sníða meðferðirnar að þörfum þeirra sem leita til okkar, en ekki öfugt. Það hefur orðið mikil aukning í aðsókn í dáleiðslu á undanförnum árum, bæði á námskeið og einnig í meðferðir. Sífellt fleiri einstaklingar líta nú á dáleiðslumeðferðir sem raunhæfan kost í því að losna við kvíða, þunglyndi, óæskilega ávana, fælnir o.s.frv. Ég held að skýringin á þessari aukningu sé að hluta til vegna þess að við erum sífellt að verða meðvitaðri um tenginguna á milli andlegrar-, og líkamlegrar heilsu og þau áhrif sem langvarandi kvíði, stress og vanlíðan getur haft á heilsu okkar almennt,“ segir Arnþór. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um dáleiðslu og þær meðferðir sem í boði eru á heimasíðu Hugmeðferðar, www.hugmeðferð.isKenna meðferð við kvíða, fíkn og áföllum á framhaldsnámskeiðinu Ingibergur Þorkelsson er stofnandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. Hann segir að framhaldsnámskeiðið sem hefst í apríl 2020 snúist um meðferðir sem falla vel að dáleiðslu. Að loknu grunnnámskeiðinu séu nemendur mjög færir í dáleiðslu og hún sé ekki kennd á framhaldsnámskeiðinu. Þar verði kennd Djúpmeðferð, öflug meðferð við margs konar vanda. Djúpmeðferð byggist samþættingu Yager-meðferðar, persónuþáttameðferðar (Ego State Therapy) og endurlitsmeðferðar (Regression Therapy). Árangur Djúpmeðferðar sé oft ótrúlega góður á skömmum tíma. Byltingarkennd nýjung Nýjasti þáttur Djúmeðferðar, Yager-meðferð (Subliminal Therapy) , var fyrst kynntur í bók Dr. Edwin Yager, Subliminal Therapy, sem kom út ári 2011 og þar eru m.a. birtar rannsóknir Dr. Yager sjálfs, sem sýna afar góðan árangur af meðferð við hvers konar fíkn, kvíða, þunglyndi o.fl. Ingibergur segist hafa verið svo heppinn að hafa kynnst Dr. Edwin Yager, höfundi Yager-meðferðar skömmu eftir að bók hans um meðferðina kom út. „Dr. Yager vann ötullega að kynningu meðferðar sinnar 2012 – 2019, en hann lést í júní sl., 93 ára að aldri. Hann var Bandaríkjamaður, prófessor í sálfræði við háskóla í San Diego. Ég aðstoðaði hann við að koma sér á framfæri í Evrópu og víðar og meðferðin hefur m.a. náð fótfestu í Þýskalandi, í Mexíkó og á Íslandi. Þessi meðferð er byltingkennd nýjung sem á eftir að valda straumhvörfum” Annar þáttur Djúpmeðferðar er Persónuþáttameðferð (Ego State Therapy) sem bandarísku hjónin og sálfræðingarnir John og Helen Watkins kynntu árið 1997 og ástralski sálfræðingurinn Gordon Emmerson jók við og endurbætti með bók sinni sem út kom árið 2003. Ingibergur hefur unnið með Djúpmeðferð undanfarin ár með afar góðum árangri. Mótun og álög „Við erum öll mótuð af uppeldi og umhverfi,“ segir Ingibergur. „Þegar börnum er sagt að þau geti hvað sem er verður líf þeirra auðvelt og þau komast yfir hvers konar hindranir. Ef þeim er talin trú um að þau séu heimsk og geti ekki neitt er eins og það hafi verið lögð á þau álög og lífið verði erfitt og fátt heppnist þrátt fyrir jákvætt ytra umhverfi. Með Djúpmeðferð er hægt að breyta mótun og aflétta álögunum.“ Áföll og áfallastreita Mikil vakning hefur orðið undanfarin ár um áhrif áfalla á lífsgæði og ævilengd. Meðal annars hefur verið gerð rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi. Rannsóknir sýna glögglega tengsl áfalla sem fólk nær ekki að vinna úr og fjölmargra andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Ingibergur segir að Djúpmeðferð sé líklega öflugasta og fljótvirkasta meðferðin við afleiðingum áfalla. Astmi, fíkn, þunglyndi og vefjagigt. Djúpmeðferð vinnur á sumum sjúkdómum sem hafi talist líkamlegir, svo sem berkju astma. Einnig hafi tekist að eyða katta- og dýrahára ofnæmi, frjó ofnæmi ofl. Hvers konar fíkn á rætur í áföllum að sögn Ingibergs, og hægt sé að losna undan henni með Djúpmeðferð. Sama eigi við um vefjagigt, sem sé nær alltaf áfallatengd. „Dr. Edwin Yager hefur bent á að þunglyndi megi einnig rekja til áfalla og missis. Hann sagði að sú kenning að boðefnaójafnvægi valdi þunglyndi sé röng. Boðefna ójafnvægi sé afleiðing þunglyndis en ekki orsök. Með Djúpmeðferð hefur tekist að finna áföllin og eyða afleiðingum þeirra þannig að þunglyndið hefur horfið.“ Ofangreindur árangur hefur meðal annars verið staðfestur af nemendum skólans, en innifalið í námsgjaldi er meðferðartími hjá skólastjóranum. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram á heimasíðu Dáleiðsluskóla Íslands, www. daleidsla.is Þessi kynning er unnin í samstarfi við Dáleiðsluskóla Íslands.
Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Sjá meira