Fanndís Friðriksdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir koma allar inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn í kvöld á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2021.
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins frá því í sigurleiknum á móti Ungverjalandi samkvæmt heimildum Íþróttadeildar Vísis.
Þetta er annar leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2021 en sú keppni fer fram í Englandi. Ísland byrjaði vel með 4-1 sigri í fyrsta leik.
Inn í byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld koma þær Fanndís Friðriksdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir sem áttu báðar mjög góða innkomu í seinni hálfleik á móti Ungverjum. Þær taka stöðu þeirra Öglu Maríu Albertsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur.
Jón Þór gerir líka breyting á vörninni því Ingibjörg Sigurðardóttir fer úr hægri bakverði og í miðvörðinn fyrir Sif Atladóttur. Blikinn Ásta Eir Árnadóttir kemur inn í byrjunarliðið og fer í hægri bakvörðinn.
Ásta Eir Árnadóttir er að fara spila sinn fyrsta keppnislandsleik en hún er ein af þeim sem spiluðu sína fyrstu landsleiki eftir að Jón Þór Hauksson tók við íslenska landsliðinu.
Miðjan heldur sér alveg óbreytt en þar spila áfram þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir.
Jón Þór hefur talað um góða breidd í íslenska landsliðinu og sýnir það í verki með því að gera þrjár breytingar á sigurliði. Það er því mikil samkeppni um sætið í liðinu.
Byrjunarlið Íslands á móti Slóvakíu í kvöld samkvæmt heimildum Vísis:
Sandra Sigurðardóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Fanndís Friðriksdóttir
Elín Metta Jensen
Svava Rós Guðmundsdóttir
Sif Atla ekki í byrjunarliðinu í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti


„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti