„Bara frábærlega, þetta var erfiður leikur í dag og ég er virkilega sátt með að ná þremur stigum hérna,“ sagði markaskori Íslands, Elín Metta Jensen, eftir 1-0 sigur íslenska liðsins gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.
„Já mér fannst það. Þetta var þolinmæðisverk, við þurftum að láta boltann ganga sem mér fannst við gera vel og svo loksins kom þetta.“
Við hefðum getað verið hreyfanlegri fram á við en það var erfitt að finna glufurnar og mér fannst gott að nýta þetta færi sem ég fékk,“ sagði Elín Metta aðspurð hvort leikurinn í kvöld hefði verið erfiðari en síðasti leikur og hvað hefði betur mátt fara í sóknarleiknum í kvöld.
„Virkilega mikilvægt, gefur okkur sjálfstraust og þetta var nauðsynlegt svona í upphafi móts,“ sagði Elín Metta að lokum um hversu mikilvægt það sé að byrja undankeppnina á tveimur sigrum.
Elín Metta: Hefðum getað verið hreyfanlegri fram á við en það var erfitt að finna glufur
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum
Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021.

Einkunnir Íslendinga eftir sigurinn á Slóvökum: Elín Metta stóð upp úr
Elín Metta Jensen bar af í íslenska liðinu gegn því slóvakíska í undankeppni EM 2021 í kvöld.