Segja að SMS frá Messi til Neymar hafi verið upphafið að sápuóperu sumarsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 09:00 Lionel Messi og Neymar. Getty/ The Asahi Shimbun Félagsskiptaglugginn á Spáni lokaði í gær og Neymar er ennþá leikmaður Paris Saint Germain. Hann gerði allt í sínu valdi til að komast aftur til Barcelona en félögin náðu ekki saman um kaupverð. Evrópsku blöðin hafa fjallað mikið um þetta mál í allt sumar og þetta hefur verið félagsskiptasápuópera af bestu gerð. Neymar var ekki aðeins orðaður við Barcelona heldur einnig við bæði Real Madrid og Juventus. Hann þarf nú að stilla hausinn upp á ný og átta sig á því að hann er að fara spila í búningi Parísarliðsins, að minnsta kosti fram í janúar. Franska blaðið L’Equipe skrifar upphaf málsins á Lionel Messi og eitt SMS textaskilaboð hafi fengið Neymar til að leggja ofurkapp á það að komast aftur til Barcelona.With Neymar pushing for a move to @FCBarcelona, what Lionel Messi sent him in a text message to spark the discussions of the Brazilian's possible return to the Catalan giants has now reportedly been revealed. #SLInthttps://t.co/iXeddFuHqG — Soccer Laduma (@Soccer_Laduma) September 2, 2019 Samkvæmt heimildum þessa virta franska íþróttablaðs þá sendi Messi sínum gamla liðsfélaga þessi skilaboð eftir að hann heyrði af því að Neymar vildi komast í burtu frá PSG. Messi á að hafa skrifað: „Við þurfum á þér að halda til að vinna aftur Meistaradeildina.“ Lionel Messi á að hafa síðan sett pressu á forráðamenn Barcelona að þeir myndu reyna að kaupa Neymar frá Paris Saint Germain. Neymar reyndi í allt sumar að láta draum sinn verða að veruleika en sætti sig loks við það á sunnudaginn að ekkert yrði að þessu. Neymar var meðal annars sagður tilbúinn að gefa eftir átján milljónir pund, 2,7 milljarða króna, af eigin pening til að ná þessu í gegn. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Félagsskiptaglugginn á Spáni lokaði í gær og Neymar er ennþá leikmaður Paris Saint Germain. Hann gerði allt í sínu valdi til að komast aftur til Barcelona en félögin náðu ekki saman um kaupverð. Evrópsku blöðin hafa fjallað mikið um þetta mál í allt sumar og þetta hefur verið félagsskiptasápuópera af bestu gerð. Neymar var ekki aðeins orðaður við Barcelona heldur einnig við bæði Real Madrid og Juventus. Hann þarf nú að stilla hausinn upp á ný og átta sig á því að hann er að fara spila í búningi Parísarliðsins, að minnsta kosti fram í janúar. Franska blaðið L’Equipe skrifar upphaf málsins á Lionel Messi og eitt SMS textaskilaboð hafi fengið Neymar til að leggja ofurkapp á það að komast aftur til Barcelona.With Neymar pushing for a move to @FCBarcelona, what Lionel Messi sent him in a text message to spark the discussions of the Brazilian's possible return to the Catalan giants has now reportedly been revealed. #SLInthttps://t.co/iXeddFuHqG — Soccer Laduma (@Soccer_Laduma) September 2, 2019 Samkvæmt heimildum þessa virta franska íþróttablaðs þá sendi Messi sínum gamla liðsfélaga þessi skilaboð eftir að hann heyrði af því að Neymar vildi komast í burtu frá PSG. Messi á að hafa skrifað: „Við þurfum á þér að halda til að vinna aftur Meistaradeildina.“ Lionel Messi á að hafa síðan sett pressu á forráðamenn Barcelona að þeir myndu reyna að kaupa Neymar frá Paris Saint Germain. Neymar reyndi í allt sumar að láta draum sinn verða að veruleika en sætti sig loks við það á sunnudaginn að ekkert yrði að þessu. Neymar var meðal annars sagður tilbúinn að gefa eftir átján milljónir pund, 2,7 milljarða króna, af eigin pening til að ná þessu í gegn.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira